Læknablaðið - des. 2018, Síða 48
580 LÆKNAblaðið 2018/104
„Munið eftir læknanemum. Við vinnum
líka á spítalanum. Við erum framtíðin,“
segja þau Þórdís Þorkelsdóttir, Helga Mar-
grét Þorsteinsdóttir, Hrafn Hlíðdal Þor-
valdsson, öll á 5. ári, og Árni Johnsen, 6.
árs læknanemi, spurð hverju þau vilji skila
til forystu Læknafélagsins. Þau eru ekki í
félaginu en vildu öll vera það. Nú í miðri
viku undir lok nóvember setjumst við
niður í Eirbergi við Landspítala til að ræða
námið, kjaramál og Læknafélagið.
„Við myndum vilja vera með einhvers
konar aðild að félaginu,“ segir Þórdís: „En
það stendur til að ræða hvort læknanemar
sem eru á klínísku árunum geti fengið
hlutaaðild, en það hefur ekki enn komið
til þess.“
Helga bendir á að þau vinni á spít-
alanum en tilheyri þó engu félagi. „Það
er skrítið.“ Hrafn tekur undir og segir
óvissu um hvar þau standi. Árni bætir
við: „Við vinnum undir kjarasamningum
LÍ og fáum laun sem eru hlutfall af þeim
kjarasamningi. Það hlutfall er ákveðið af
Landspítala og kemur, eftir því sem ég veit
best, ekki fram í neinum kjarasamningi.
En við fáum samt ekki að hafa rödd um
hvernig þessi kjarasamningur er,“ segir
hann.
„Það hlýtur að brjóta grundvallar-
réttindi á vinnumarkaði að þú fáir ekki
að kjósa um eða hafa neitt um kjör þín
að segja.“ Læknafélagið ætti að sýna því
meiri áhuga. Það sé upp og ofan hvort
starfsfólk á launadeild Landspítala viti
hvort nemar séu í félaginu eða ekki. „Þetta
er voðalega mikið í lausu loft og óeðlilegt.“
Helga Margrét grípur boltann.
„Við fáum Læknablaðið heim. Auðvitað
er það gaman og fær mig til að hugsa að
ég sé komin inn í Læknafélagið, en svo er
ekki. Það þarf skýrari ramma og rökrétt að
við værum annað hvort á eigin samningi
eða innan Læknafélagsins.“
En hvernig tilfinning er það að semja aldrei
um launin?
Helga segir þau læra hratt strax í byrj-
un læknanámsins að velta sér ekki upp úr
því. „Þá fær maður þau skilaboð að svona
sé þetta og verði svona og að við höfum
ekkert um það að segja. Maður beygir sig
undir það – alla vega ég.“
Þórdís samsinnir því: „Já það er þannig.
Og oft þegar maður spyr spurninga er
svarið: Svona er þetta.“ Árni grípur orðið
og hvert af öðru leikur fyrirmyndirnar:
„Svona er þetta bara í læknisfræðinni!“
og Helga: „Já, eða meira svona: Þú veist
nú ekki hvernig þetta var þegar ég var í
læknisfræðinni. Það var miklu verra.“ Þau
hlæja.
Árni telur að þeir læknanemar sem
velti fyrir sér kjaramálum komist að sömu
niðurstöðu og þau. „Við höfum rosalega
lítið um þetta að segja og það er erfitt að
breyta því.“
En er Læknafélagið mikilvægt?
„Já,“ segja þau öll. „Algerlega,“ hrópar
eitt úr hópnum og Helga segir: „Þú heyrir
á okkur að við erum voða súr að vera ekki
félagar.“ Þórdís bætir við. „Já, það er klárt
mál að það er mikilvægt. Sérstaklega líka
þar sem Læknafélagið er fagfélag. Líka
út á við. Læknafélagið getur bæði komið
fram fyrir lækna og staðið með þeim. Það
er mikilvægt að það verji lækna. Eins og
þekkist núna nafngreinir fólk lækna út af
ákveðnum málum. Þeir geta ekki svarað
fyrir sig því þeir eru bundnir þagnar-
skyldu og félagið því afar gott öryggisnet.“
Árni segir það einnig mikilvægt til
að taka á pólitískum málum, eins og
skipulagi heilbrigðiskerfisins. „Þeir sem
eru í stjórn Læknafélags Íslands og Reykja-
víkur hafa verið duglegir að láta skoðun
sína í ljós, því læknar eru almennt ekki
duglegir að koma skoðunum sínum á
Þau eru framtíðin
„Gert er ráð fyrir að þetta sé sjálfboðavinna sem þú hafir ákveðið prívat
og persónulega að eyða frítíma þínum í – en svo er alls ekki. Þú berð hag
sjúklinga þinna fyrir brjósti og það fæst engin velvild fyrir það. Ef maður
ræðir þetta við yfirmennina fær maður skammir fyrir að vera brenna sig út
of snemma með því að eyða of miklum tíma á spítalanum.“
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Launalaus yfirvinna, ólaunaðar nemavaktir og álag
eru aðstæður sem læknanemar á Landspítalanum
lýsa. Þau standa utan við Læknafélagið en myndu
gjarna vilja vera innan þess
Læknablaðið talaði við læknanema
í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.