Læknablaðið - des. 2018, Síða 56
588 LÆKNAblaðið 2018/104
Bergþóra
Sigurðardóttir
læknir
bergkristall@simnet.is
Tempest Anderson (1846-1913) var breskur
augnlæknir sem elti eldgos um veröld
víða. Hann kom til Íslands sumrin 1890
og 1893 og dvaldi lengi í bæði skiptin.
Anderson var læknissonur, fæddur í York
og nam læknisfræði við Lundúnaháskóla.
Hann stundaði lækningar í heimabæ
sínum og sérhæfði sig í augnlækningum
og þróaði á því sviði sjóntæki og mynda-
vélar. Hann hafði ástríðu fyrir útiveru og
ferðalögum og valdi sér áhugamál utan
læknisfræðinnar, en það var að ljósmynda
gosstöðvar.
Anderson hlaut doktorsgráðu í eld-
fjallafræði frá háskólanum í Leeds 1904.
Hann samdi bók um ferðir sínar á ár-
unum 1890-1903: Volcanic studies in many
lands1 með myndum og lýsingum á 100
svæðum. Frá Íslandi eru 35 myndir. Mynd
frá Námaskarði notar hann sem inngang
að leirhverum Yellowstone og er hlutur Ís-
lands í myndabókinni því mjög stór.
Anderson segist beita sömu aðferðum
og við rúmstokk sjúklings við athuganir
sínar og myndatökur af eldgosum. Honum
fannst að of mikið væri um kenningar, þar
sem ímyndunaraflið hafi ráðið en rann-
sóknir vantað. Fyrst sé að afla staðreynda
sem hann gerði með myndatökum sínum.
Ánægður með að þar væri ekki hægt að
blekkja og segir að í jarðfræði geti mynd
lýst því sem ekki sé hægt að orða.
Áhugi Andersons á Íslandi var fyrst og
fremst vegna þeirrar athygli sem Skaft-
áreldar hlutu. Dufferin lávarður sagði í
bók sinni Letters from High Latitudes sem
kom út 1856 að gígarnir hefðu aldrei verið
heimsóttir. Jók það áhuga Andersons á
svæðinu.
Anderson vitnar í Skotann Ebenezer
Henderson (1784-1858) um afleiðingar
móðuharðindanna. Á tveimur árum fórust
9336 manns, 28.000 hross, 11.461 nautgripir
og 190.488 sauðkindur. Henderson ferð-
aðist um landið sumrin 1814 og 1815 og
skrifaði Ferðabók með miklu jarðfræðilegu
ívafi. Hann var mikill tungumálamaður
og lærði íslensku.
Við komuna til Reykjavíkur 16. júlí 1890
beið Andersons og félaga hans Dr. Lavis
frá Napólí, Zoëga leiðsögumaður með
20 hesta og var strax lagt af stað austur
á bóginn. Á tíunda degi eftir erfiða reið
komu þeir að Skaftáreldahrauni.
Anderson fékk fylgdarmann úr Skaft-
árdal. Slegið var upp tjöldum á grasbala
við lækjarsytru og haldið árla morguns í
blíðviðri á fótvissum hestum um 10 mílna
leið uns þeir komu að gígaröðinni. Hér
blasti við okkur mikilfengleg sjón, segir
Anderson.2 Gríðarleg sprunga margar míl-
ur á lengd hafi opnast í stefnu nær SV-NA.
Vestustu gígarnir sem þeir komu fyrst að
kallar hann „baby craters“ nokkur fet á
hæð en nokkru austar hafi gígarnir náð
200-300 feta hæð og séu auðveldir upp-
göngu, en þverhníptir inn á við. Hin mikla
sprunga gat náð 6-10 fetum á breidd. And-
erson sá að um gos á sprungu úr mörgum
gígum var að ræða, sem hann vissi ekki
fyrir.2
Margir hafa talið að áður hafi gosið á
sprungunni. Þorvaldur Thoroddsen seg-
ir: „Þegar vel er að gáð, sést það glöggt,
að sumir gígarnir í eldborgarröðinni
miklu, eru eldri en hinir. Einhvern tíma
í fyrndinni hefir sprungan myndast og
gosið hrauni, en 1783 hefur hún opnast
aftur … Gígurinn sem ég stóð á var auð-
sjáanlega eldri en hinir”.3 Þorvaldur fylgdi
gígaröðinni alveg að jökli.
Jón Jónsson skrifaði gagnmerka grein
1994, um gígaröðina.3 Hann telur að þar
hafi gosið þrisvar á sömu rein.
Magnús Stephensen (1762-1833) og
Lewenthow greifi voru sendir af dönsku
Leitin að upptökum jarðeldsins 1783
Ferðamenn í leiðangri Tempest Anderson 1890 þeysa yfir á á hestum. Er þetta á leið yfir einn af 18 álum Skaftár sem hann segir frá í Volcanic Studies? Hattur Andersons er á
manninum fremst til vinstri. Myndir Andersons eru varðveittar í Yorkshire-safninu í York, en þaðan komu 120 eftirgerðir af glerplötunum með ljósmyndunum til Ljósmynda-
safns Reykjavíkur. Myndirnar eru birtar hér með góðu leyfi safnsins.