Læknablaðið - Dec 2018, Page 60
592 LÆKNAblaðið 2018/104
Ólafsvíkurlæknishérað var stofnað með
lögum nr. 24 sem samþykkt voru af Al-
þingi 13. október 1899 og náði yfir utanvert
Snæfellsnes, eða 5 sveitarfélög: Staðarsveit,
Breiðuvíkurhrepp, Neshrepp utan Ennis,
Ólafsvíkurhrepp og Fróðárhrepp. Þann
11. júní 1994 sameinuðust sveitarfélög hér-
aðsins í eitt sveitarfélag, Snæfellsbæ. Áður
hafði héraðið verið hluti af stærra læknis-
héraði sem einnig náði yfir Stykkishólms-
hérað, alla Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu frá Hítará í suðri og Skógarströnd í
norðri, einnig yfir Flateyjarhrepp. Á þeim
tíma sat aðeins læknir í Stykkishólmi, en
enginn læknir á utanverðu Snæfellsnesi.
Ólafsvíkurhérað var erfitt yfirferðar,
sérlega um vetur, vegna lélegra sam-
gangna. Læknirinn sat í Ólafsvík. Til að
komast út á Hellissand eða Neshrepp
utan Ennis þurfti að keyra fjöruna undir
Ólafsvíkurenni og var þar ekki fært nema
á háfjöru og því þurfti að gæta sjávarfalla.
Oft stóð tæpt með menn og bíla. Árið 1963
kom vegur um Ólafsvíkurenni sem var
alla tíð hættulegur vegna grjóthruns og
snjóflóða. Loks var lagður uppbyggður
vegur undir Ólafsvíkurenni árið 1963 sem
reynst hefur vel og verið hættulaus. Ekki
var fært frá Ólafsvík austur um norðanvert
nesið nema að Búlandshöfða, en vegur
kom um Búlandshöfða 1984 og var þá
loks komin tenging að norðanverðu og
vegasamband við Grundarfjörð og Stykk-
ishólm.
Þannig voru fram yfir miðja síðustu öld
hlutar læknishéraðsins einangraðir hvor
frá öðrum. Þurftu læknar þá ýmist að ferð-
ast á hestum eða fótgangandi þar sem ekki
voru bílvegir.
Fyrsti læknir Ólafsvíkurhéraðs var
Halldór Steinsson (Steinsen) sem sat í tæp
35 ár, frá 1900-1934. Halldór var alþingis-
maður Snæfellinga frá 1911-1933 að undan-
skildum árunum 1913 til 1916. Halldór
var virðulegur embættismaður, ávallt vel
klæddur í síðum svörtum frakka með hatt
á höfði og með staf. Vegna þingmennsk-
unnar var Halldór oft löngum tímum
burtu úr héraði. Á árabilinu 1934 til 1944
sátu þrír læknar héraðið. Síðastur Sæbjörn
Magnússon sem andaðist 6. febrúar 1944.
Haustið 1944 varð Arngrímur Björnsson
héraðslæknir og gegndi starfinu fram yfir
sjötugt, eða til 1971.
Arngrímur Björnsson var fæddur 5.
september árið 1900 á Lóni í Kelduhverfi.
Hann útskrifaðist cand.med. frá Háskóla
Íslands í febrúar 1932. Eftir kandídatsár á
Landspítala leysti hann af í hinum ýmsu
læknishéruðum þar til hann var skipaður
héraðslæknir í Flateyjarhéraði frá nóvem-
ber 1934 til desember 1942. Þá fékk hann
Ögurhérað við Djúp og var þar frá janúar
1943 til september 1944 að hann fékk
Ólafsvíkurhérað.
Í Flatey varð Arngrímur sjálfur að leigja
sér íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrir lækn-
ingastofu og apótek. Héraðið var erfitt og
mikið um erfiðar sjóferðir í sjúkravitjanir
út í aðrar Breiðafjarðareyjar, en á þessum
tíma var búið í mörgum eyjanna. Starfið
var erfitt og afkoman léleg. Í Ögurhéraði
fylgdu á hinn bóginn meðal annars hús-
næði á vegum ríkisins til búsetu og fyrir
lækningastofu og apótek.
Þegar Arngrímur kom með fjöl-
skylduna, konu og tvo syni, til Ólafsvík-
ur beið hans hvorki íbúðarhúsnæði né
húsnæði fyrir lækningastofu og apótek.
Töldu sveitarstjórnarmenn að læknirinn
ætti sjálfur að finna sér húsnæði enda
litu heimamenn svo á að læknirinn væri
hátekjumaður. Hann keypti síðan hús Sæ-
bjarnar Magnússonar af ekkju hans og bjó
í því þar til hann byggði sitt eigið húsnæði.
Ö L D U N G A D E I L D
Stjórn Öldungadeildar
Kristófer Þorleifsson formaður
Jóhannes M. Gunnarsson ritari
Guðmundur Viggósson gjaldkeri
Halldóra Ólafsdóttir
Margrét Georgsdóttir
Öldungaráð
Hörður Alfreðsson
Magnús B. Einarson
Reynir Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þórarinn E. Sveinsson
Umsjón síðu
Magnús Jóhannsson
Læknar
undir Jökli
á síðustu öld
Halldór Steinsen læknir Arngrímur Björnsson læknir
Kristófer
Þorleifsson
formaður öldungadeildar
kristofer@simnet.is