Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Síða 10

Hugur og hönd - 01.06.1973, Síða 10
Slyn.gd.ir [eppar Öldum saman var skófatnaður ís- lendinga nær eingöngu þunnir og skjóllitlir skór úr sauðskinni, því skinni, sem flestum var tiltækt. Sjálf- sagt þótti til hlýinda að hafa leppa í skónum og án efa hafa flestir átt fleiri en eina, því oft vöknuðu fætur í íslenzkum skóm. A hverju heimili hefur því ósjaldan þurft að gera leppa og þarf því engan að undra þó fjöl- breytni hafi ríkt í leppagerð. Hitt gefur meiri ástæðu til umhugsunar, hve mikil natni var oft lögð í þessar litlu hversdagslegu flíkur, sem hljóta að hafa enzt tiltölulega skamman tíma í haldlitlum skónum. Algengast var, að leppar væru prjónaðir, en þeir voru líka oft saum- aðir úr ullarpjötlum. Mörg nöfn höfðu þeir, mismunandi eftir landshlutum, gerð og mynztri, s. s. íleppar, illeppar, barðar, spjarir, rósaleppar, rósabarðar, tíglaleppar, stykkjaspjarir o. s. frv. Algengt var að prjóna leppa með garðaprjóni, sem einnig var nefnt barðaprjón. Voru þeir þá ýmist rönd- óttir eða með marglitu mynztri á miðstykki sbr. rósaleppa. í Hugur og hönd 1968 birtist uppskrift af rósa- leppum. Þeir leppar, sem hér verða til um- ræðu eru prjónaðir báðir samtímis á 4 prjóna. í þá þarf þrjá liti af tvinnuðu loðbandi og prjóna nr. 1 %—2. Hæll og tá eru mórauð, en rósin hvít á sauðsvörtum grunni eða rauð á svört- um grunni. Ef fara á vel með bandið eru fitjaðar upp fáar lykkjur og aukið út fyrir hæl og tekið úr í tá, sjá upp- drátt. Að sjálfsögðu er einnig hægt að prjóna jafnan hólk og sníða svo lepp- 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.