Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Page 26

Hugur og hönd - 01.06.1973, Page 26
Stafadát Ein fyrsta nauðsyn mannsins, eftir að leiðir skildu með honum og dýrunum, var að geta búið til einhvers konar ílát undir vatn og matvælí. Þessi vandi hefur verið margvíslega leystur eftir því sem efni hefur til fengizt og hugvit hrokkið til á hverjum tíma og hverjum stað. Af þessu er óralöng og merkileg saga, einn af mörgum þáttum menningarsögunnar. Eitt úrræðið á þessu sviði, og jafnvel eitt hið allra eðlilegasta og fyrsta sem hinn skyni gæddi maður datt ofan á, var að hnoða leir svo að úr yrði ílát í einhverri mynd. Þetta var sannarlega mikils vísir, því að leirkeragerð kunna nær allar þjóðir, sem við höfum spurnir af. Leirkerasmið nútímans, hið göfuga listhandverk, á sér fornar og víttgreindar rætur um allar jarðir. Og þó ekki alveg allar. Til dæmis á leirkeragerð enga stoð í gamalli íslenzkri arfleifð af þeirri einföldu ástæðu að Islendingar bjuggu alls ekki til leirker fyrr á tíð, þótt einkennilegt megi virðast. Einhvern tíma þyrfti að kanna til hlítar hvernig á þessu stendur, en áreiðanlega var það ekki af því að Islendingar kæmust betur af ílátalausir en aðrir. Þvert á móti þurftu þeir einmitt sérlega mikið á ílátum að halda eins og allar þjóðir sem lifa mikið á mjólkurmat. En það gerðu Islendingar. Mjólkurmatur í margs konar myndum var alla tíð undirstaðan undir mataræði þjóðarinnar og smjörið einn verðmælir hennar. Öll sín ker, bæði smá og stór, gerðu íslendingar úr tré- stöfum, það voru stafaker eða stafaílát. Slíka ílátasmíð hafa landnámsmenn kunnað út í æsar, enda var sú kunn- átta útbreidd meðal Germana þegar mörgum öldum áður en Island byggðist. Sumir fræðimenn telja að Rómverjar hafi jafnvel numið stafaílátasmíð af Germönum. Og hér á landi hélzt þessi forna iðn í heiðri lítið sem ekkert breytt allar aldir, fram undir vora daga. Mikil ógrynnis ósköp eru það sem búið er að smíða af stafaílátum á íslandi þessar ellefu aldir. Það er rétt hægt að hugsa sér hvað til þurfti á meðalheimili, hvað þá stórbúi, meðan öll mjólk var unnin, geymd og etin heima. Séra Stefán Ólafsson í Vallanesi segir í kvæði: Búrið geymir býsna margt, bœði ker og annað þarft, aska, diska, öskjumar, ámur, trog og skjólumar, kimur líka og kœsidallar kúra þar. Og hefði þó prestur ekki verið í neinum vanda með að telja upp miklu fleiri tegundir eða afbrigði stafaíláta, ef vísa hans hefði þurft á því að halda. En það er víst að eftirspurnin eftir stafaílátum alls konar hefur verið mikil, og því er það sýnilegt að snemma á öldum hefur dafnað talsverður iðnaður af þessu tagi í þeim lands- hlutum þar sem efni var auðfengið til smíðanna. Það var í rekaplássunum, á Ströndum, Skaga, Sléttu og Langanesi, en þó einkum og sér í lagi á Ströndum. Þar var íláta- smíðin reglulegur heimilisiðnaður. Menn smíðuðu heima og fóru svo í söluferðir með varning sinn, Strandasái og önnur ílát, sem voru sérgrein þeirra. Iíugmyndin að baki stafakerinu er dásamlega snjöll: Að setja saman vatnshelt ílát úr mörgum spýtum sem haldið er í föstum skorðum án þess að nokkurs staðar sé neglt. Það hefur valdið straumhvörfum í ílátasmíð þeg- ar þetta snillibragð var uppgötvað. En eins og margt sem geníalt er, lýtur það einföldu lögmáli. Og einföld voru tækin sem gömlu ílátasmiðirnir notuðu til iðju sinnar. Engu að síður var það vandi að smíða gott ker. Enginn varð góður ílátasmiður nema sá sem í sér hafði reynslu kynslóðanna, sem líka má kalla smiðsauga og smíðahönd. Fyrst var að velja efnið, handfara viðinn, þurrka og búta niður. Oftast var fura notuð í ílátin, og hún mátti ekki vera kvistótt og ekki liggja skakkt í henni. Og vel varð hún að vera þurr. Botn var bezt að væri úr einni fjöl, en það var aðeins hægt þegar ílát voru smá. Annars voru botnfjalir felldar þétt hver að annarri, bindingaðar saman og síðan styrktar með okum. 26 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.