Hugur og hönd - 01.06.1973, Side 29
Prjónasál
Sama efni og í húfu og stuttur hring-
prjónn nr. 3.
Fitjið upp 80 lykkjur með tvöföldu
Gefjunarbandi rauðu. Prjónið svo í
hring eftir sömu teikningu og húfan
fyrstu 15 mynzturumferðir, en án lir-
töku. Þá 6 cm sl með hvíta bandinu
og áfram með hvíta bandinu 2 br og
2 sl fram og aftur þannig að 16 cm
op myndist. Aftur i' hring sl 3 cm
hvítt og 2 umf svartar. Síðan eftir
teikningu.
Eftir annan mynzturbekkinn er
farið að taka úr:
Prj. 2 hvítar umf og í næstu hvítu
umf eru prj 8 I, þá 2 saman og aftur 8
og 2 saman, út hringinn, aftur 2 umf
án úrt. og næsta umf 7 1 og 2 saman.
út hringinn, þannig er totan mynduð
með því að prj alltaf einni 1 færra
milli þeirra tveggja, sem eru prj sam-
an. Eftir því sem minnkar á prjón-
inum er flutt yfir á sokkaprjóna í
sarna númeri. Þræðið gegnum síðustn
lykkjurnar og gangið frá á röngunni.
Búið til skúf og festið í totuna. Búið
til kögur á slétta endann hinumegin,
en bregðið áður tveim hringjum úr
messing eða beini uppá prjónalengj-
una. En þeir eru færðir til annarrar
handar þegar sálin er opnuð, en færð-
ir sitt hvorumegin við rifuna, þegar
hún er lokuð, og haldið þannig í greip
sér milli hringjanna. /1.8.
HUGUR OG HÖND
29