Hugur og hönd - 01.06.1973, Side 39
Hnýtt gluggatjöLd
Gluggatjöld með margvíslegum „macramé“ hnútabrögðum, hnýtt af Elínu Oddgeirsdóttur, Kennaraháskóla íslands.
Hnýtt er úr kambgarni í ýmsum litum og er þráðunum brugðið um venjulegan gluggatjaldagorm. Þráðalengd og
fjöldi fer eftir æskilegri þykkt og lengd. Hnýtt er með garninu allt frá tvöföldu í tífalt eftir mynztrinu. Gefur þessi
misgrófleiki skemmtilega hrjúfa og líflega áferð. Að hnýtingu lokinni er ágætt að leggja gluggatjöldin á þykkt stykki,
næla æskilegt form þeirra út, leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna. Varast skal að klippa af þráðunum í fljót-
færni. Hyggilegt er að hengja gluggatjöldin upp, athuga mislengdir þráðanna, og sjá hvað fer vel við mynztrið.
H.Á.
kristallar, sem hafa myndazt í berg-
kvikunni djúpt í jörðu og borizt upp
með henni. Hrafntinnuhryggur aust-
an Mývatns er eldri en hraunin á
Torfajökulssvæðinu. Hann mun hafa
myndazt við gos undir jökli á ísöld
og er nær eingöngu úr hrafntinnu.
Biksteinn er annað glerkennt af-
brigði af líparíti, en meira vatn er
bundið í glerinu. Hann er algengur
í líparíthraunum og líkist um margt
hrafntinnu, en þekkist frá henni á
fitugljáa. Biksteinn er oftast græn-
svartur, eins og dökkt flöskugler, en
getur líka verið rauðleitur, brúnn,
gulur eða svartur. Þorvaldur Thor-
oddsen getur þess í bókum sínum að
menn hafi oft villzt á biksteinsgöng-
um og haldið að þar væru kolalög,
og þess munu dæmi að útlendingar
hafi keypt stóra biksteinsganga í
góðri trú. Stundum er svo mikið vatn
bundið í biksteinsglerinu, að við upp-
hitun blæs vatnsgufan hann upp um
leið og hún sleppur út og myndast þá
glerfroða, sem notuð er í einangrun
húsa. Biksteinn sem er gæddur þess-
um eiginleikum er nefndur perlu-
steinn. Hann er glergljáandi, gráblár
og oftast í smáum, samvöxnum kúl-
um. Perlusteinn hefur ekki enn verið
unninn hér á landi, en námumöguleik-
ar eru í Loðmundarfirði og Presta-
hnúk á Kaldadal og ef til vill á fleiri
stöðum.
Sigríður Theódórsdóttir.
HUGTJR OG HÖND
39