Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 18
I
Miij
......................
'*&'& Jk ■!%.■%*'•
m ■ jf,ir jv, *if. . mv
* ■■' •» • -s* *- ‘W« *í‘
i.
HEFUR SAUMAÐ
HVEFT
EITT SPOR
KROSSSPOR HÓLMFRIÐAR PÁLSDÓTTUR
í því sem hér fer á eftir er ætlunin að greina frá nokkrum
sérstæðum krosssporum sem varðveist hafa á íslensku út-
saumsverki frá öðrum eða þriðja fremur en fjórða áratug
18. aldar. Hefur þeirra ekki orðið vart í öðrum hérlendum
saumi og ekki heldur í erlendum heimildum þótt víða hafi
verið leitað í uppsláttarbókum og öðrum fræðiritum um
útsaum. Að sinni verður ekki fjallað um munstrin á verk-
inu þótt einnig þau séu áhugaverð í meira lagi, heldur er
ætlunin að gera þeim skil síðar.
18
Ragnheiður (f. 1646, d. 1715),
dóttir Jóns prófasts Arasonar
í Vatnsfirði, þriðja kona Gísla
Þorlákssonar og seinni kona Einars
Þorsteinssonar, biskupa á Hólum —
en mynd hennar prýðir nú fimm þús-
und króna seðil okkar íslendinga —
var orðlögð hannyrðakona og hann-
yrðakennari.' Um 1684 dvaldist hjá
henni á Hólum við hannyrðanám
bróðurdóttir hennar, Þorbjörg Magn-
úsdóttir (f. 1667, d. 1737), er síðar
(1696) giftist Páli lögmanni Vídalín.2
Einnig hún var talin mikil hannyrða-
kona, og hefur varðveist eftir hana
kross- og augnsaumuð rúmábreiða
með áletruðum vísum eftir Pál.1 Er
ábreiðan í safni Viktoríu og Alberts í
London eins og mörgum er kunnugt.-1
Dóttir Þorbjargar og Páls, Hólm-
fríður (f. um 1687, g. 1727, d. 1736),5
var ekki síður en móðir hennar kunn
fyrir hannyrðamennt. Samkvæmt
vísu eftir föður hennar, sem hún er
sögð hafa saumað í pellsaumsábreiðu,
hafði hún lokið við hana þegar hún
var níu ára:
Níu vetra nú í vor
nemur seint íþróttir
hefur saumað hvert eitt spor
Hólmfríður Pálsdóttir.
Á hún jafnframt að hafa „kunnað alla
sauma þá hún var tólf vetraþ6 en þó
er vitað að hún var í læri í hannyrðum
á árunum 1724—1727. Var það í Skál-
holti hjá Guðrúnu, frú Jóns biskups
Árnasonar, dóttur Einars Þorsteins-
sonar Hólabiskups og stjúpdóttur
Ragnheiðar Jónsdóttur. Sagt er að
Páll lögmaður hafi komið henni þang-
að til „enn meiri frömunarj* og um
dvöl Hólmfríðar í Skálholti að hún
hafi verið þar „ekki lítil yfirlætis-
stúlka"7 Þar kynntist hún og manns-
efni sínu, Bjarna Halldórssyni skóla-
meistara, síðar sýslumanni í Húna-
þingi.
Pellsaumsábreiða Hólmfríðar er
glötuð, en eftir hana liggur einkar
vönduð útsaumuð handlína sem hún
vann handa móður sinni — ef til vill
meðan á námsdvölinni í Skálholti
stóð? — og merkti henni á hefðbund-
inn hátt: Þ M D A, þ. e. Þorbjörg
Magnúsdóttir á (handlínuna). Saum-
HUGUR OG HÖND