Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 18
I Miij ...................... '*&'& Jk ■!%.■%*'• m ■ jf,ir jv, *if. . mv * ■■' •» • -s* *- ‘W« *í‘ i. HEFUR SAUMAÐ HVEFT EITT SPOR KROSSSPOR HÓLMFRIÐAR PÁLSDÓTTUR í því sem hér fer á eftir er ætlunin að greina frá nokkrum sérstæðum krosssporum sem varðveist hafa á íslensku út- saumsverki frá öðrum eða þriðja fremur en fjórða áratug 18. aldar. Hefur þeirra ekki orðið vart í öðrum hérlendum saumi og ekki heldur í erlendum heimildum þótt víða hafi verið leitað í uppsláttarbókum og öðrum fræðiritum um útsaum. Að sinni verður ekki fjallað um munstrin á verk- inu þótt einnig þau séu áhugaverð í meira lagi, heldur er ætlunin að gera þeim skil síðar. 18 Ragnheiður (f. 1646, d. 1715), dóttir Jóns prófasts Arasonar í Vatnsfirði, þriðja kona Gísla Þorlákssonar og seinni kona Einars Þorsteinssonar, biskupa á Hólum — en mynd hennar prýðir nú fimm þús- und króna seðil okkar íslendinga — var orðlögð hannyrðakona og hann- yrðakennari.' Um 1684 dvaldist hjá henni á Hólum við hannyrðanám bróðurdóttir hennar, Þorbjörg Magn- úsdóttir (f. 1667, d. 1737), er síðar (1696) giftist Páli lögmanni Vídalín.2 Einnig hún var talin mikil hannyrða- kona, og hefur varðveist eftir hana kross- og augnsaumuð rúmábreiða með áletruðum vísum eftir Pál.1 Er ábreiðan í safni Viktoríu og Alberts í London eins og mörgum er kunnugt.-1 Dóttir Þorbjargar og Páls, Hólm- fríður (f. um 1687, g. 1727, d. 1736),5 var ekki síður en móðir hennar kunn fyrir hannyrðamennt. Samkvæmt vísu eftir föður hennar, sem hún er sögð hafa saumað í pellsaumsábreiðu, hafði hún lokið við hana þegar hún var níu ára: Níu vetra nú í vor nemur seint íþróttir hefur saumað hvert eitt spor Hólmfríður Pálsdóttir. Á hún jafnframt að hafa „kunnað alla sauma þá hún var tólf vetraþ6 en þó er vitað að hún var í læri í hannyrðum á árunum 1724—1727. Var það í Skál- holti hjá Guðrúnu, frú Jóns biskups Árnasonar, dóttur Einars Þorsteins- sonar Hólabiskups og stjúpdóttur Ragnheiðar Jónsdóttur. Sagt er að Páll lögmaður hafi komið henni þang- að til „enn meiri frömunarj* og um dvöl Hólmfríðar í Skálholti að hún hafi verið þar „ekki lítil yfirlætis- stúlka"7 Þar kynntist hún og manns- efni sínu, Bjarna Halldórssyni skóla- meistara, síðar sýslumanni í Húna- þingi. Pellsaumsábreiða Hólmfríðar er glötuð, en eftir hana liggur einkar vönduð útsaumuð handlína sem hún vann handa móður sinni — ef til vill meðan á námsdvölinni í Skálholti stóð? — og merkti henni á hefðbund- inn hátt: Þ M D A, þ. e. Þorbjörg Magnúsdóttir á (handlínuna). Saum- HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.