Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 36

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 36
TOPPHÚFUR OG VETTLINGAR Þrjár stœrðir: 1—2, 3—5 og 6—8 ára. Efni: „Álafoss-flos“ sem er 90% ull og 10°7o angórageitarull (móhár). Fæst í 50 g hnotum. Fyrir 1—2 ára þarf um 100 g af gulu nr 466 og hluta úr hnot- um af litum nr 427, 468 og 462. Fyrir 3—5 ára þarf 100 g af bleiku nr 462 og hluta úr hnotum af litum nr 427, 463, 468 og 466. Fyrir 6—8 ára þarf 100 g af bláu nr 427 og hluta úr hnotum af litum nr 463, 462, 466 og 468. Prjónar: Sokkaprjónar og hring- prjónn nr 3 Zi. Prjónfesta: 10x10 = 19 lykkjur og 26 umferðir. Húfur Bent skal á strax, að þegar 3 tölur koma hver á eftir annarri, á sú fremsta við minnstu húfuna og sú aftasta við þá stærstu. Byrjað er á toppinum, eins fyrir allar stærðir. Fitjaðar eru upp 6 lykkjur með aðallit, skipt á 3 prjóna og prjónað í hring. í 2. umferð er lykkju aukið í hverja, 12 lykkjur á. Rétt er til glöggvunar að setja merki við upphaf umferðar, t.d. öryggisnál eða mislitan spotta. Nú er 6 lykkjum aukið í í 4. hverri umferð, á miðju hvers prjóns og í lok hans. Útaukning- in er gerð með því að taka upp band milli lykkja og prjóna í það snúið. Þegar aukið hefur verið í á þennan hátt samtals 10-10-11 sinnum frábyrj- un eiga að vera 66-66-72 lykkjur á og komnar 38-38-42 umferðir. Nú er byrjað á tvíbandaprjóni, stjörnum. Rétt er að vekja athygli á, að þar sem útaukningar koma milli stjörnuraða breytist innbyrðis afstaða stjarnanna frá einni röð til annarrar. Á munsturteikningunum er sýnt hvernig byrja á hverja röð. í 39.-39.-43. umferð er byrjað á að prjóna stjörnurnar eftir munstri I-II-III og, eins og þar sést, koma 2 einlitar umferðir (í grunnlit) milli stjörnuraða. Enn er aukið í 2-3-3 sinnum. Það er gert í seinni einlitu umferðinni eftir fyrstu 2-3-3 stjörnu- raðirnar (í 44. og 50.-44. 50. og 56.-48. 54. og 60. umferð). Útaukningin kem- ur eins og áður á miðju hvers prjóns og í lok hans. Eftir 50-56-60 umferðir eru 78-84-90 lykkjur á. Næstu 10 um- ferðir eru prjónaðar án útaukninga eftir munstrum og 2-3-3 einlitar um- ferðir að auki. Síðan eru prjónuð eyrnaskjól og tunga fram á ennið. Eyrnaskjól, hægra tnegin: Prjónað er slétt frá réttu 22-24-25 lykkjur, snú- ið við, bandinu brugðið um prjóninn (það er gert hér eftir í hvert sinn sem snúið er við), 17-19-19 lykkjur brugðn- ar, snúið við, 16-18-18 lykkjur sléttar, snúið við, 15-17-17 brugðnar, snúið við o.s.frv. þar til ein lykkja er brugðin, oddalykkjan. Slitið frá. Nú er rétt að taka hringprjóninn og geyma á hon- um lykkjur og bönd meðfram eyrna- 36

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.