Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 32
Mftfitlfttlflitltffltttt ! t ff f u f m m i m i i m f u ÞRETTÁN HEIÐURSMENN Gömlu íslensku jólasveinarnir voru víst aldrei jafn-skrautbúnir og þessir þrettán og svo hógværir voru þeir, þrátt fyrir prettina, að ekki vildu þeir „ónáða allir í senn“. Vonandi verður „ónæðið“ af jólasveinum Herborgar aðeins í því fólgið að vekja löngun til að vefa þá, ásamt jólaköttum í greni- skógi með bragandi norðurljósum og skínandi jólastjörnu yfir. 32 Stœrð: 31.5 X 70 cm. Vend: Sléttur rósabandavefnaður. Uppistaða: Hvítt bómullargarn nr 8/4 eða 12/6. Ivaf: Kambgarn nr 10/3 frá Gefjun. Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi, 1 þráður í tönn. Breidd í skeið: 34,3 cm. Þráðafjöldi: 103. Slöngulengd: I einn renning þarf um 1,3 m. í sléttum rósaþandavefnaði, sem er laus þinding, myndast löng laus þönd á ranghverfu og getur hann því orðið mjög þykkur og efnismikill, ef fast er slegið. í þessum vef er gert ráð fyrir að ekki sé slegið fastara en svo að 3 fyrir- drög á hverjum þræði (3x4 fyrirdrög i hverja rúðuröð) fylli sem svarar fern- ingi, lA cm á kant. Notaður er venjulegur rósabanda- inndráttur á 4 sköft og eitt skaft bund- ið í hvert skammel auk einskeftu- skammela. Ómunstraðir hlutar eru ofnir í einskeftu. Aðalreglan í munst- urvefnaðinum er sú að fyrir hverja lá- rétta rúðuröð er stigið þrisvar sinnum með beinu stigi á munsturskammelin fjögur og litir teknir í sömu röð og þeir koma í rúðuröðinni frá hægri til vinstri, sjá 1. stigdæmi. Ýmsar undan- tekningar og tilbrigði koma þó fyrir, t.d. ef sami litur á að koma á 1. og 3. skammel eða 2. og 4. má stíga þau skammel samtímis (eða einskeftu- skammel) fyrir eitt fyrirdrag í stað tveggja, 2. stigdæmi. Á kattarrófunni neðst þarf að „svindla“ svolítið til þess að hver fái sína rófu. Það er gert með þvi að láta svarta ívafið fara undir þræðina vinstra megin við rófurnar og vefa síðan með hvítu á 4. skammeli og láta það aðeins liggja ofan á þessum þráðum, en ekki þeggja megin við róf- urnar eins og á að vera í næstu rúðu- röð, sjá 3. stigmunstur. í augu katta er litum raðað í rúðu A, svart, svart, gult, en fyrir augu karla koma litir í rúðu A, bleikt, blátt, bleikt. Munnur í rúðu M er á sama hátt ofinn með einu rauðu fyrirdragi á 1. skammeli. I trefil, rúður R, er ofið til skiptis með gulu og bláu, sjá 4. stig- munstur. 5. stigmunstur sýnir hvernig litir raðast í rúðu H til að fá bogalínu á andlit. Jólastjörnu er brugðið í með gulu, um 2 cm fyrir ofan 9. hvítu „stjörnu“ frá hægri. Kögur er hnýtt á 2 og 2 þræði að neðan, haft um 5 cm langt. Að ofan er uppistaðan einnig hnýtt að. Voðin er strekkt með títuprjónum á mjúka plötu (plast eða tex) og rakt stykki lagt yfir og látið þorna. Síðast er saumuð um 2 cm breið rás að ofan fyrir prik að hengja renninginn á. Hönnun: Herborg Sigtryggsdóttir Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.