Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 7
2.
bragð. Augu manna eru líka að opnast
fyrir því að eigulegri er hlutur sem að-
eins er til af eitt eintak en sá sem er
fjöldaframleiddur. Og margir kunna
vel að meta listrænt gildi þeirra muna
sem framleiddir eru á verkstæði Jens.
Það þróar handverkið ef kaupendur
vilja listrænt gildi og persónulegan
stíl. Þetta sjónarmið viðskiptavina
hefur gert Jens og samherjum hans
kleift að starfa á handverksgrundvelli
og jafnframt þroskað þremenningana
í listiðn sinni.
Margir fylgjast grannt með því sem
gerist á verkstæði Jens, því að þar
hjakka menn ekki í sama farinu ár
eftir ár. Þar á sér stað viss þróun og
framför og breytingar eru stöðugar í
hugmyndum og framkvæmdum.
Erlendir ferðamenn eru tíðir gestir í
verslunum Jens og sumir koma við í
hvert skipti sem þeir gista landið.
Einsdæmi
Hinir eljusömu gullsmiðir munu
vera brautryðjendur að mörgu leyti
hér á landi. Þeir bjóða eingöngu til
sölu eigin handsmíðaða muni, eigið
handverk af ýmsu tagi úr gulli, silfri,
stáli, eir, kopar og látúni með ívafi úr
gleri, skinni og íslenskum steinum.
Tilraunir hafa þau öll gert af ýmsu
tagi, svo sem að setja saman málmteg-
undir á mismunandi vegu.
Ovenju mikil fjölbreytni er í smíði
þremenninganna. Þau fást við gerð
skartgripa af ýmsu tagi, smíði nytja-
hluta eins og skeiða, pappirshnífa,
bókmerkja, kertastjaka og jafnvel
blómavasa, útbúa skreytingar á biblí-
ur auk þess sem þau gera skúlptúra
ýmiskonar. Telja þau íslenska við-
skiptavini eiga mikinn þátt í því hve
breitt verkefnasvið þeirra er orðið, þar
sem þeir séu svo opnir fyrir nýjungum.
Þau hafi því gert tilraunir fram og
aftur og árangurinn verið sýndur í
verslunum þeirra og jafnframt á sýn-
ingum hér á landi og víða erlendis.
Flest verkefni sín vinna þau að eigin
frumkvæði, en oft er þó leitað til
þeirra um smíð á einhverju ákveðnu
sem viðskiptavinirnir hafa í huga eða
panta sérstaklega.
Hansína Jensdóttir
er þeirra yngst, fædd 1954. Hún
nam gullsmíði hjá föður sínum, stund-
aði nám við Myndlista- og handíða-
skólann í 2 ár og síðan lagði hún stund
á höggmyndagerð við Myndlistaskól-
ann í Reykjavík. Um tveggja ára skeið
var hún nemandi í höggmyndadeild
við listaskóla SAIT í Calgary í
Kanada.
Hansína er félagi í Myndhöggvara-
félaginu og hefur vinnuaðstöðu á
Korpúlfsstöðum ásamt fleiri félags-
mönnum. Hún skapar þar mjög
áhugaverð skúlptúrverk úr pappa, tré,
járni, áli og kopar, stór verk sem hún
vinnur að standandi í stiga og lítil verk
sem hún mótar við vinnuborð sitt.
Hún segir frá því að hún máli flesta
skúlptúra sína, hvort sem þeir séu úr
málmi eða öðrum efnum. Innan
skamms mun hún sýna verk sín á
Kjarvalsstöðum, svo að vinnudagur-
inn er langur um þessar mundir, enda
er Hansína líka að störfum á verk-
stæðinu við Stigahlíð.
Hansína bættist síðast í hópinn á
1. Armband og næla úr silfri og kopar eftir
Hansínu.
2. Silfurskeið eftir Hansínu. Skírnargjöf
frá afa og ömmu.
3. Hansína Jensdóttir vinnur hér að stóru
myndverki úr málmi og gifsi á verkstæði
sínu að Korpúlfsstöðum.
HUGUR OG HÖND
7