Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 11
11. Samstarf og samstaða Jens er djarfur í framleiðslu sinni og óhræddur við að reyna nýjar leiðir. Hvort sem um er að ræða gerð nytja- hluta, skarts eða skúlptúra er hann í stöðugri þróun, forvitnilegri þróun. Nú síðast er hann farinn að blanda málmum, láta t.d. tvær tegundir renna saman í sama fleti, eins og silfur og lá- tún eða silfur og kopar. „Þetta er mjög skemmtilegt og gefur ýmsa mögu- leikaþ segir Jens. „Hansína byrjaði á því að nota tvenns konar málma hlið við hlið og þá hugkvæmdist mér þetta. Skrýtið að engum skuli hafa dottið þetta í hug áður. “ Nú gera þau þetta öll jöfnum höndum á verkstæðinu og má sjá eftir þau marga fallega gripi þar sem fletirnir skipta litum. Hjá Jens er unnið af elju og áhuga og sífellt koma fram nýjar hugmyndir sem unnið er úr eftir þvi sem tíminn leyfir. Stórir hlutir, smáir hlutir, allt er vandað og hönnun frumleg. Jón Snorri segir frá því að á verkstæðinu ræði þau allar hugmyndir, ráðleggi hvert öðru sitt á hvað, en leysi verkefn- in eftir eigin höfði er til framkvæmd- anna kemur. Jens hafi alltaf haft afar hvetjandi áhrif á þau hin og ýtt undir hugmyndir þeirra. Og þetta á við hvort sem í hlut eiga skartgripasmíð eða skúlptúrgerð. Þessi hvatning og já- kvætt samstarf ásamt góðum viðtök- um viðskiptavina hefur orðið til þess að auka fjölbreytni í smíðum. Einnig er þaðan sprottin dirfskan til að vinna með ný efni og gera tilraunir fram og aftur. Gömlu aðferðirnar voru helst að steypa, sísilera, grafa og svo víravirki. „En ég hafði ekki áhuga á víravirkiþ segir Jens. „Margir gullsmiðir létu myndskera teikna fyrir sig munstur, sem þeir notuðu í steypumót. Algengt var að steypa marga samskonar hluti, því að flest var myndskreytt eins og skeiðar og slíkt. En ég hafði takmark- aðan áhuga á þessu líka, þó að ég gæti teiknað min munstur sjálfur. Mig langaði að vinna eitthvað eftir eigin innblæstri. I náminu varð allt að vera eins og spegill, það var klassisk hefð, þannig hafði verið unnið gegnum ald- irnar. En „dellumakari“ býr sér til nýja hefð“ Jens hlær og heldur áfram: „Þó er þekkingin á gömlu aðferðun- um og venjunum nauðsynleg undir- staða og ég bý að árunum í Kaup- mannahöfn, þar sem mestur náms- tíminn fór í að læra hefðbundnar að- ferðirí* Gamli stíllinn hæfði ekki Jens og samherjum hans, en segja má að elstu verkfærin fari sérlega vel í hönd- um þeirra, þvi að þau nota mikið ham- ar og klippur. Þau hafa tileinkað sér frumstæðar aðferðir og menn kunna vel að meta árangurinn. Meðbyr Þátttaka þeirra þremenninga í sýn- ingum er umtalsverð. Gripir eftir þau hafa verið valdir á alþjóðlegar sýning- ar, eins og Scandinavia today, sýningu í New York 1984, þar sem Jens átti verk; Form Island, sem er umfangs- mesta sýning á íslenskum listiðnaði til þessa og fyrst sett upp í Listiðnaðar- safninu í Helsinki í apríl 1984. Á hana voru valin verk eftir þau öll þrjú, og sýningin var sett upp á þremur stöðum öðrum í Finnlandi. Því næst fór hún til Árósa í Danmörku, Borás í Sví- þjóð, í mars 1985 var hún í Osló og hér í Norræna húsinu í október sama ár. Hansína hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum öðrum, t.d. UM, sýn- ingu ungra myndlistarmanna á Kjar- valsstöðum 1983. Jens og Jón Snorri tóku þátt í nokkrum sýningum í Dan- mörku árin 1981 og ’82; báðir áttu verk á Sýningu Félags gullsmiða í List- munahúsinu í Reykjavík 1982; einnig áttu báðir verk á Hönnun ’82 á Kjar- valsstöðum og á Kirkjulistarsýningu á Kjarvalsstöðum 1983, og er þá aðeins nefndur hluti sýninga þeirra. Öll segja þau frá því, listasmiðirnir, að stundum hafi þau orðið að taka mið af tískunni, en hafi þó aldrei lagt sig mikið eftir henni. Fyrst og fremst hafi þau gert það sem þau sjálf hefur langað til og jafnvel að einhverju leyti skapað tísku svo að aðrir hafa fylgt í fótspor þeirra. „Við improviserum eig- inlega,“ segir Jens, „eða með öðrum orðum: við vinnum eftir því sem and- inn blæs okkur inní‘ Og þau komast upp með það, það er meira en margur annar listamaðurinn hefur getað. Að auki er gróska í fyrirtækinu, sem er uppörvandi fyrir þremenningana og áhugaverð fyrir okkur hin sem fylgj- umst með. Rúna Gísladóttir 8. Silfurskál með íslenskum steini eftir Jón Snorra. 9. Skúlptúr úr silfri á grágrýtisstöpli eftir Jón Snorra. 10. Jón Snorri Sigurðsson að störfum á verkstæðinu. 11. Jens Guðjónsson á verkstæði sínu. Ljósmyndir: Magnús Hjörleifsson nr 1,5, 8,9,11 og 12. Guðmundur Ingólfsson nr 2, 3, 6, 7 og 10. Guðrún Tryggvadóttir nr 4. HUGUR OG HÖND 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.