Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 47

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 47
2 lykkjur saman, slegið upp á prjón- inn. í næstu umferð er uppsláttar- bandið prjónað og myndar hnappa- gat. Alls eru prjónaðar 6 umferðir garðaprjón, þá kemur vöffluprjón með svörtu á prjóna nr 5. Úrtaka á skáa byrjar strax; hún er reiknuð út þannig: 56 lykkjur fitjaðar h- 27 (þ.e. 6 lykkjur í handvegi og 21 lykkja á öxl) = 29 lykkjur sem teknar eru úr jafnt upp framstykkið. Frá líningu að neð- an að garðaprjóni á öxlum eru 50 cm: 50 cm x 3,6 = 180 umferðir. 180 : 29 = 6 umferðir, þ. e. 1 lykkja er tekin úr í byrjun 6. hverrar umferðar 29 sinn- um. Þegar vöffluprjón hefur verið prjónað í 3 cm frá líningu er gert lóð- rétt vasaop þannig: Prjónaðar eru frá röngu (10 cm X 1,2 =) 12 lykkjur og síðan eru 6 lykkjur fitjaðar upp fyrir grunnan innri vasa. Þessar 18 lykkjur eru prjónaðar fram og aftur með vöffluprjóni 10 cm. Felldar eru þá af 6 lykkjur af innri vasa. Lykkjurnar 12 eru geymdar. Þá er fremri hluti af framstykki prjónaður jafn-hátt og all- ar lykkjur sameinaðar. Síðan er prjón- að áfram þar til framstykki mælist 29 cm, mælt frá uppfitjun. Handvegur: Felldar eru af (5 cm X 1,2 = ) 6 lykkjur frá röngu. Handvegur prjónaður 24 cm (21 lykkja á efst), þá garðaprjón 4 umferðir og síðan er lykkjað saman við bak á öxl. Vinstra framstykki: Það er prjónað eins og hægra framstykki, en alveg gagnstætt, þ. e. fitjað upp og líning prjónuð með svörtu, vöffluprjónið er haft hvítt og tekið er úr fyrir skáa í lok 6. hverrar umferðar. Hœgriermi: (26 cm X 1,2 =) 32 lykkj- ur fitjaðar upp með hvítu á prjóna nr 4. Prjónaðar eru 6 umferðir garða- prjón, þá vöffluprjón með svörtu á prjóna nr 5 upp ermina (42 cm X 3,6 = ) 151 umferð. Útaukning: Efst á ermi eiga að vera 52 cm (handvegur er 26 cm x 2). 52 x 1,2 = 621ykkjur, 62 = 32 lykkjur fitjaðar = 30 lykkjur auknar í jafnt upp ermina, þ. e. 1 lykkja í byrjun og lok (151 : 15 =) 10. hverrar umferðar 15 sinnum. Vöfflu- prjón prjónað 42 cm, þá garðaprjón 4 umferðir. Fellt af. Vinstri ermi: Hún er prjónuð eins og hægri ermi, en litum er víxlað, þ.e. fitj- að er upp og líning prjónuð með svörtu og vöffluprjón prjónað með hvítu. Frágangur: Ermar eru saumaðar sam- an og við handveg. Bolur er saumaður saman í hliðum. Líning á hægrafram- stykki: Prjónaðar eru upp frá réttu, innan við jaðarlykkju, 80 lykkjur með hvítu á prjóna nr 4. Prjónað garða- prjón — hnappagat er gert í 2. umferð þannig: Prjóna 2 lykkjur, þá 2 lykkjur saman, slegið upp á prjón. I næstu umferð er uppsláttarbandið prjónað og myndar hnappagat. Alls eru prjón- aðar 6 umferðir garðaprjón. Fellt er af frá röngu. Líning á vinstra framstykki og við hálsmál á baki: Prjónað er með svörtu á prjóna nr 4 í lykkjurnar 18 við hálsmál á baki, síðan eru prjónaðar upp 80 lykkjur innan við jaðarlykkjur á skáa. Á þessar 98 lykkjur eru nú prjónaðar 6 umferðir garðaprjón. Fellt af frá röngu. Líningarnar eru jaðraðar saman. Innri vasa er tyllt niður á röngu. Líningar á vasaop: Prjónaðar eru upp frá réttu (með hvítu á hægra framstykki og með svörtu á vinstra framstykki) 17 lykkj- ur á prjóna nr 4. Prjónaðar eru 4 um- ferðir garðaprjón. Fellt af. Líningin er saumuð niður að ofan og neðan. Töl- ur eru festar á. Gengið frá endum. Að lokum er peysan bleytt og lögð slétt í rétt mál til þerris. Ragna Þórhallsdóttir Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.