Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 47
2 lykkjur saman, slegið upp á prjón-
inn. í næstu umferð er uppsláttar-
bandið prjónað og myndar hnappa-
gat. Alls eru prjónaðar 6 umferðir
garðaprjón, þá kemur vöffluprjón
með svörtu á prjóna nr 5. Úrtaka á
skáa byrjar strax; hún er reiknuð út
þannig: 56 lykkjur fitjaðar h- 27 (þ.e.
6 lykkjur í handvegi og 21 lykkja á öxl)
= 29 lykkjur sem teknar eru úr jafnt
upp framstykkið. Frá líningu að neð-
an að garðaprjóni á öxlum eru 50 cm:
50 cm x 3,6 = 180 umferðir. 180 : 29
= 6 umferðir, þ. e. 1 lykkja er tekin úr
í byrjun 6. hverrar umferðar 29 sinn-
um. Þegar vöffluprjón hefur verið
prjónað í 3 cm frá líningu er gert lóð-
rétt vasaop þannig: Prjónaðar eru frá
röngu (10 cm X 1,2 =) 12 lykkjur og
síðan eru 6 lykkjur fitjaðar upp fyrir
grunnan innri vasa. Þessar 18 lykkjur
eru prjónaðar fram og aftur með
vöffluprjóni 10 cm. Felldar eru þá af 6
lykkjur af innri vasa. Lykkjurnar 12
eru geymdar. Þá er fremri hluti af
framstykki prjónaður jafn-hátt og all-
ar lykkjur sameinaðar. Síðan er prjón-
að áfram þar til framstykki mælist 29
cm, mælt frá uppfitjun.
Handvegur: Felldar eru af (5 cm X 1,2
= ) 6 lykkjur frá röngu. Handvegur
prjónaður 24 cm (21 lykkja á efst), þá
garðaprjón 4 umferðir og síðan er
lykkjað saman við bak á öxl.
Vinstra framstykki: Það er prjónað
eins og hægra framstykki, en alveg
gagnstætt, þ. e. fitjað upp og líning
prjónuð með svörtu, vöffluprjónið er
haft hvítt og tekið er úr fyrir skáa í lok
6. hverrar umferðar.
Hœgriermi: (26 cm X 1,2 =) 32 lykkj-
ur fitjaðar upp með hvítu á prjóna nr
4. Prjónaðar eru 6 umferðir garða-
prjón, þá vöffluprjón með svörtu á
prjóna nr 5 upp ermina (42 cm X 3,6
= ) 151 umferð. Útaukning: Efst á
ermi eiga að vera 52 cm (handvegur er
26 cm x 2). 52 x 1,2 = 621ykkjur, 62
= 32 lykkjur fitjaðar = 30 lykkjur
auknar í jafnt upp ermina, þ. e. 1
lykkja í byrjun og lok (151 : 15 =) 10.
hverrar umferðar 15 sinnum. Vöfflu-
prjón prjónað 42 cm, þá garðaprjón 4
umferðir. Fellt af.
Vinstri ermi: Hún er prjónuð eins og
hægri ermi, en litum er víxlað, þ.e. fitj-
að er upp og líning prjónuð með
svörtu og vöffluprjón prjónað með
hvítu.
Frágangur: Ermar eru saumaðar sam-
an og við handveg. Bolur er saumaður
saman í hliðum. Líning á hægrafram-
stykki: Prjónaðar eru upp frá réttu,
innan við jaðarlykkju, 80 lykkjur með
hvítu á prjóna nr 4. Prjónað garða-
prjón — hnappagat er gert í 2. umferð
þannig: Prjóna 2 lykkjur, þá 2 lykkjur
saman, slegið upp á prjón. I næstu
umferð er uppsláttarbandið prjónað
og myndar hnappagat. Alls eru prjón-
aðar 6 umferðir garðaprjón. Fellt er af
frá röngu. Líning á vinstra framstykki
og við hálsmál á baki: Prjónað er með
svörtu á prjóna nr 4 í lykkjurnar 18 við
hálsmál á baki, síðan eru prjónaðar
upp 80 lykkjur innan við jaðarlykkjur
á skáa. Á þessar 98 lykkjur eru nú
prjónaðar 6 umferðir garðaprjón.
Fellt af frá röngu. Líningarnar eru
jaðraðar saman. Innri vasa er tyllt
niður á röngu. Líningar á vasaop:
Prjónaðar eru upp frá réttu (með
hvítu á hægra framstykki og með
svörtu á vinstra framstykki) 17 lykkj-
ur á prjóna nr 4. Prjónaðar eru 4 um-
ferðir garðaprjón. Fellt af. Líningin er
saumuð niður að ofan og neðan. Töl-
ur eru festar á. Gengið frá endum. Að
lokum er peysan bleytt og lögð slétt í
rétt mál til þerris.
Ragna Þórhallsdóttir
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
47