Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 12
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. SALÚNSVEFNAÐUR Salúnsvefnaður hefur lengi verið ofinn á íslandi. Til er um 200 ára gömul fyrirsögn um hvernig vefa á salún í kljásteinavefstað, en vefnaðurinn er án efa mun eldri. Með- an baðstofur voru við lýði var algengt, að minnsta kosti á 19. og fram á 20. öld, að rúmábreiður væru salúnsofn- ar, einkum á Suður- og Vesturlandi. Hvernig þetta skrýtna nafn, salún, einnig salon eða salón, hefur orðið til liggur ekki í augum uppi. Nöfn á sömu vefnaðargerð í nágrannalönd- um okkar eru alls óskyld. Sviar kalla hana munkabelti (munkabálte) og er það nafn mjög oft notað i öðrum tungumálum, sænska orðið óbreytt eða þýðing á því. Salúnsvefur hefur þéttan einskeftu- grunn og munsturband sem liggur á tvo vegu ýmist á réttu eða röngu, þ.e. hefur tvö gagnstæð munsturskil. Eitt sérstakt munstur er algengast í salúns- vefnaði. Það er með svokallaðri sal- únsrós og stuðlum á milli, mismörg- um. Það sem hér er notað hefur sex salúnsrósir yfir alla breiddina og fimm stuðla milli þeirra. Salúnsrósirnar koma greinilega fram í borða dúksins, í honum er einnig stökum rósum brugðið í vefinn. í púðanum er munst- urbandinu raðað á annan hátt. Stœrð púða: 33x40 cm. Stœrð dúks: 33x35 cm. Vend: Salúnsvefnaður. Uppistaða: Kambgarn nr 10/3, litur nr 42. Ivaf: Kambgarn nr 10/3, í grunn litur nr 42. Munsturband í púða er nr 57, 58, 34 og 65, munsturband i dúk nr 57 og 24. Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi og 2 þræðir í tönn. Breidd í skeið: 35,7 cm. Þráðafjöldi: 214. Ofið er til skiptis með einu fyrir- dragi í grunn og öðru í munstur, sjá stigmunstur. I dúknum er aðeins ofið með skyttu í þorðann fyrst og síðast, öllu öðru munsturbandi er brugðið í með hönd- um í stigið skil. Dúkurinn byrjar og endar á 10 fyrirdrögum i grunn. Geng- ið er frá honum með því að sauma eina umferð „húllsaum" um 3 þræði sam- an, 6 fyrirdrög skilin eftir og 4 rakin upp. Ofið er bak i púðann jafnlangt framhlið. Hann er saumaður saman þannig að 2 cm blá einskefta komi ut- an við rendur í báða enda. Sigríður Halldórsdóttir 12 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.