Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 40

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 40
FROÐLEIKSMOLAR ÚR GRÓÐURRÍKINU Fífa. „Ljósið kolunnar lék um Snorra, lýsti sagnaheim feðra vorra!‘ Ég man lýsislampann í fjósinu, en olíulampi og týrur voru þá komnar í bæinn. Fífa var fyrrum notuð í kveik lýsislampa og til fyllingar í kodda. Fátcekrakoddi var hann kallaður, en mjúkur var hann sannarlega. Oft voru börn látin tína fífuna. Konur sneru hana milli lófa og lærs í fífukveiki. Mýs hjálpa til. Maður, uppalinn í Skagafirði, sagði Sigríði Halldórs- dóttur, að sem barn hefði hann hjálp- að gamalli konu að tína fífuhár. Hún dreifði fífunni á hlöðugólf og sagði við börnin: „Nú sjáum við til á morg- un, hvað verður“. Og það sem skeði var, að fræin voru horfin, en hárið lá eftir. Gísli Gestsson safnvörður, sem var Sunnlendingur, kannaðist einnig við þetta með mýsnar. Erlendis hefur verið reynt að kemba og spinna fífuhár til vefnaðar, ýmist fífuhárin ein eða blönduð ull eða baðmull. Þetta getur tekist, en tíðkast þó ekki, því að fífuhárin vantar styrk og fjaðurmagn og eru mislöng. En fallegur glans er á dúk sem fífuhárum hefur verið blandað í, t.d. með baðm- ull. Kotún, einnig kottún, er komið af nafni baðmullarinnar, cotton. Hér notað um fræhár, fræull, einkum víði- tegunda og fífu. Nafnið mun vera all- gamalt í íslensku. Njóli. „Vanti þig spólu i vefinn þinn, vel ég þér njólastrokkinn minn og laufin í lit á klæðiðí* Allt fram á þessa öld voru sums staðar í Eyjafirði njóla- stönglar teknir að hausti, notaðir sem spólur í vef. Litað var grænt úr njóla- blöðum og keyta oft höfð með til að skíra og styrkja litinn. Gamalt nafn á njólablöðum var fardagakál og var það haft til matar á vorin — oft fyrsta grænmetið. Seyði og kvoða úr njóla- rótum þótti góð við útbrotum og kláða. Marin njólablöð þóttu græð- andi. Garðabrúða. „Kóngur jafnt sem kot- ungur þig hyllir, kattagleði, taugastill- ir“. Garðabrúða ber stóra, ilmandi, ljósrauða blómskúfa og er ræktuð til skrauts. Jarðstöngull hennar er notað- ur til lækninga, unnin úr honum taugaróandi lyf, valeriana dropar og pillur. Fyrrum var ósamlyndum hjón- um ráðlagt að láta safa úr garðabrúðu í vín og drekka það saman. Kettir sækja í garðabrúðu, nugga sér upp við hana og liggja jafnvel malandi hjá henni. Frjókorn garðabrúðu frá sögu- öld hafa fundist í mýrum í Reykjavík og víðar. Kannski hefur landnáms- konan Hallveig Fróðadóttir flutt garðabrúðu með sér frá Noregi sem lækningajurt og jafnvel skrautjurt. Hver veit? Lokasjóður „er ekki allur þar sem hann er séðurí' Auk venjulegra róta vaxa örsmáir rótarþræðir hans inn í rætur nábúajurta og sjúga þar nær- ingu. Sjóðurinn, þ. e. aldinið, er flatt og kringlótt og fræin í því eru einnig peningalaga, sbr. nafnið peningagras. Hafa börn þetta fyrir krónur og aura í búðaleik. I Grasnytjum segir: „Hæfilegt er að byrja slátt þegar hringlar í sjóðnum.“ Fífill. „Fífill minnar bernsku blóm, bros á morgni sólarrjóðum“ Fífill blómgast snemma og er með fyrstu blómum. Byrja skyldi slátt þegar fjúka tók úr biðukollu. Hagnýttur hefur fífill verið á ýmsan hátt. Blöðin etin sem salat víða um heim og fífill- inn ræktaður til þeirra nota, oft skyggt á blöðin um tíma til að bleikja þau og draga úr beiskjubragði. Konur á Bret- landseyjum þvoðu sér úr fífilseyði til húðfegrunar og drukku það sem melt- ingarbætandi og þvagörvandi lyf. Hægt er að gera gott borðvín, svipað rauðvíni, úr blómunum, eftir að reifa- blöðin undir fífilkörfunni hafa verið tekin burt. Laukaflatir. Villilaukur hefur lengi vaxið á ylvolgu svæði í túninu í Bæ í Borgarfirði. Á 11. öld dvaldi í Bæ enskur trúboðsbiskup, Hróðólfur að nafni, í nær 20 ár. Villilaukur vex einnig við jarðyl á Skáney í Borgar- firði. En þar dvaldi þýskur bartskeri og skurðlæknir, Lazarus Mattheus- son, á árunum 1527—1570. Hafa fyrr- nefndir menn líklega flutt laukinn inn til lækninga og e.t.v. krydds. Villilauk- ur hefur einnig fundist á Bessastöð- um, Skriðu í Hörgárdal og víðar, en haldist best við í Bæ og á Skáney vegna jarðyls. Samkvæmt frásögn Björns Blöndals rithöfundar frá Staf- holtsey, voru laukarnir taldir heilsu- samlegir við brjóstveiki. Á söguöld voru særðir menn stundum látnir eta lauk til að komast að raun um, hvort um holsár væri að ræða. Lyktin sagði til sín. Hinn náskyldi graslaukur er ræktaður til matar. 40 1. HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.