Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 31

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 31
HANDOFNIR HÖKLAR 1. Ymsir hafa fengist við vefnað og þá helst konur nú á síðari tímum. Þær bregða sér á nám- skeið margar hverjar til þess að læra tæknina, sem er margslungin og gefur ótal möguleika, eins og þeir vita gerst sem kynnst hafa. Og ekki hafa allar kjark til að takast á við stór viðfangs- efni. Því er fróðlegt þegar fréttist af einhverjum sem er stórhuga í verk- efnavali og tekst að ljúka ætlunarverki sínu. Elín Jónsdóttir, kennari á Akureyri, hefur nýlega lokið við vefnað og frá- gang tveggja hökla og stólna sem hún óf handa sonum sinum. Yngri sonur hennar, sr. Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Dalvíkurprestakalli, var um það bil að ljúka guðfræðinámi þegar Elínu hugkvæmdist að vefa hökla handa þeim þræðrum. Eldri sonur- inn, sr. Pétur Þórarinsson, er prestur i Möðruvallaprestakalli í Hörgárdal. Elín hefur fengist við handavinnu- kennslu á Sólborg á Akureyri i 14 ár, og þegar hún hóf starf sitt þar var henni m.a. falin kennsla í vefnaði. Hún fór þá á fyrsta vefnaðarnám- skeiðið, og hefur farið á mörg nám- skeið síðan. Handavinnukennararétt- indi fékk Elín árið 1983 eftir nám við Kennaraháskólann og um svipað leyti ákvað hún að vefa höklana. Henni þótti afar spennandi að gera þá á þennan hátt, þar eð hún væri þá að búa til efnið sjálf um leið og þeir mynduðust að öðru leyti. Elín hafði aldrei áður fengist við jafn-erfitt verk- efni. Því leitaði hún ráða hjá vönum vefjarlistakonum og þá fyrst Ólöfu Þórhallsdóttur, sem var fyrsti kennari hennar í greininni. Ólöf leiðbeindi henni við verkið, en hún fékk einnig góð ráð hjá Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafirði og Sigríði Jóhannsdóttur í Reykjavík, sem báðar eru vanar höklavefnaði. Við frágang á höklun- um naut hún leiðsagnar Ingunnar Björnsdóttur, kennara við Verk- menntaskólann. Elín notaði sænskan hör 16/2 í uppistöðuna en ívaf er islenskt kamb- garn og DMC bómullargarn, önnur hver umferð kambgarn og hin bómull- argarn. Munstur er krossbrugðið (handbrugðið) með rauðu og hvítu DMC bómullargarni og gullþræði. Munstur að framan er hvítur kross, en gyllt rönd meðfram. Neðan við hann lóðréttar, hvítar rendur, sömuleiðis bryddaðar gylltri rönd. Að aftan er rauður kross, sundurtekinn, með stafnum P, sem er bókstafurinn R á grísku. Krossinn stendur einnig fyrir stafinn X , en X og P eru upphafsstaf- ir Krists, KR, á grísku. Einnig að aftan eru hvítar, gullbryddaðar rendur neð- antil á höklunum, en við stafatáknið rauða eru gylltar rendur, óreglulegar. Randamunstrið er hannað af Elínu sjálfri, en táknið er gert eftir erlendri fyrirmynd. Sr. Jón Helgi valdi það og lét stækka. Stólurnar, sem höklunum fylgja, eru með rauðum krossi og gylltri rönd í kring. Verkið vann Elín í Verkmenntaskól- anum á Akureyri (áður Húsmæðra- skólanum), og sat við vefinn fjórar til sex klukkustundir dag hvern. Vefnaði og frágangi höklanna og stólnanna lauk hún á fjórum og hálfum mánuði, fyrri hluta ársins 1986. Og ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til. Vinnubrögð eru afar vönduð og hökl- arnir sérlega fallegir og stílhreinir. Rúna Gísladóttir 1. Ljósmynd: Sverrir Haraldsson. 2. Ljósmynd: Páll A. Pálsson. HUGUR OG HÖND 31

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.