Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 10
er gott að spreyta sig á honum við og við. Ég kem þá endurnærður aftur að skartgripasmíðinni á eftir. Ef lengi er fengist við það sama getur manni fundist eins og maður sé kominn í bönd en þau losna þegar þannig er skipt um verkefni. Tilbreytingin getur jafnvel opnað nýjar leiðir“ Jón Snorri hefur líka mjög gaman af að vinna ýmsa nytjahluti eins og skálar og slíkt og telur það ekki síður tilheyra verk- efnum gullsmiðs en annarra listiðnað- arframleiðenda. Hann hefur m.a. skapað mjög sérstæða hluti sem ef til vill mundu geta talist hvort sem væri skálar eða skúlptúr. Sumir eru með vefnaðaráferð, aðrir að hluta til úr gleri. í enn öðrum tilvikum hefur Jón Snorri notað skinn eða roð með málminum. Upphafið Fyrirtæki eins og gullsmíðaverk- stæði Jens verður ekki til á einum degi. Ekki á einu ári heldur. Fyrst í stað vann Jens Guðjónsson hjá Guð- laugi Magnússyni á Laugavegi. Eftir námið í Kaupmannahöfn þurfti hann að vinna fyrir sér með skrifstofustörf- um og var á skrifstofu verðlagsstjóra í fjögur ár. Samhliða því starfi smíðaði hann heima og rak litla verslun á Laugavegi. Honum buðust á þessum arum til kaups pressa og ýmis tæki önnur til gullsmiða. Hann þurfti þá að verða sér úti um vinnustofuhúsnæði og hafði uppi á leiguhúsnæði í kjallar- anum í Suðurveri. Þá fór heldur að rofa til. Jens var þó ekki tilbúinn að starfa sjálfstætt enn. Hann vann um tveggja ára skeið hjá Ragnari Jónssyni að smiði skartgripa úr gulli og silfri. Sjálfur telur hann þennan tíma upp- haf blómaskeiðsins hjá sér, þar sem þarna var alltaf nóg til af efni og hann fékk að vinna frjálst. „Hér fór að skapast minn eigin stíllý segir hann, „þó fyrst dálítið blandaður þeim danska. Ragnar keypti af mér það sem ég smíðaði og það var selt í skartgripa- verslun Jóns Sigmundssonar. Og nú fyrst var ég tilbúinn að byrja sjálf- stætt“ Jens setti þó ekki upp eigin verslun strax. Smíðisgripir hans voru til sölu í verslununum íslenskum heimilisiðn- aði og Rammagerðinni. Afkoman batnaði til muna er Jens hóf eiginn verslunarrekstur að Laugavegi 60 og aðstaðan sömuleiðis er verkstæðið flutti úr kjallaranum i Suðurveri upp á aðra hæð þar. 10 8. 9. HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.