Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 12
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
SALÚNSVEFNAÐUR
Salúnsvefnaður hefur lengi verið
ofinn á íslandi. Til er um 200
ára gömul fyrirsögn um hvernig
vefa á salún í kljásteinavefstað, en
vefnaðurinn er án efa mun eldri. Með-
an baðstofur voru við lýði var algengt,
að minnsta kosti á 19. og fram á 20.
öld, að rúmábreiður væru salúnsofn-
ar, einkum á Suður- og Vesturlandi.
Hvernig þetta skrýtna nafn, salún,
einnig salon eða salón, hefur orðið til
liggur ekki í augum uppi. Nöfn á
sömu vefnaðargerð í nágrannalönd-
um okkar eru alls óskyld. Sviar kalla
hana munkabelti (munkabálte) og er
það nafn mjög oft notað i öðrum
tungumálum, sænska orðið óbreytt
eða þýðing á því.
Salúnsvefur hefur þéttan einskeftu-
grunn og munsturband sem liggur á
tvo vegu ýmist á réttu eða röngu, þ.e.
hefur tvö gagnstæð munsturskil. Eitt
sérstakt munstur er algengast í salúns-
vefnaði. Það er með svokallaðri sal-
únsrós og stuðlum á milli, mismörg-
um. Það sem hér er notað hefur sex
salúnsrósir yfir alla breiddina og fimm
stuðla milli þeirra. Salúnsrósirnar
koma greinilega fram í borða dúksins,
í honum er einnig stökum rósum
brugðið í vefinn. í púðanum er munst-
urbandinu raðað á annan hátt.
Stœrð púða: 33x40 cm.
Stœrð dúks: 33x35 cm.
Vend: Salúnsvefnaður.
Uppistaða: Kambgarn nr 10/3, litur nr
42.
Ivaf: Kambgarn nr 10/3, í grunn litur
nr 42. Munsturband í púða er nr 57,
58, 34 og 65, munsturband i dúk nr 57
og 24.
Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi og 2
þræðir í tönn.
Breidd í skeið: 35,7 cm.
Þráðafjöldi: 214.
Ofið er til skiptis með einu fyrir-
dragi í grunn og öðru í munstur, sjá
stigmunstur.
I dúknum er aðeins ofið með skyttu
í þorðann fyrst og síðast, öllu öðru
munsturbandi er brugðið í með hönd-
um í stigið skil. Dúkurinn byrjar og
endar á 10 fyrirdrögum i grunn. Geng-
ið er frá honum með því að sauma eina
umferð „húllsaum" um 3 þræði sam-
an, 6 fyrirdrög skilin eftir og 4 rakin
upp.
Ofið er bak i púðann jafnlangt
framhlið. Hann er saumaður saman
þannig að 2 cm blá einskefta komi ut-
an við rendur í báða enda.
Sigríður Halldórsdóttir
12
HUGUR OG HÖND