Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 36
TOPPHÚFUR OG VETTLINGAR Þrjár stœrðir: 1—2, 3—5 og 6—8 ára. Efni: „Álafoss-flos“ sem er 90% ull og 10°7o angórageitarull (móhár). Fæst í 50 g hnotum. Fyrir 1—2 ára þarf um 100 g af gulu nr 466 og hluta úr hnot- um af litum nr 427, 468 og 462. Fyrir 3—5 ára þarf 100 g af bleiku nr 462 og hluta úr hnotum af litum nr 427, 463, 468 og 466. Fyrir 6—8 ára þarf 100 g af bláu nr 427 og hluta úr hnotum af litum nr 463, 462, 466 og 468. Prjónar: Sokkaprjónar og hring- prjónn nr 3 Zi. Prjónfesta: 10x10 = 19 lykkjur og 26 umferðir. Húfur Bent skal á strax, að þegar 3 tölur koma hver á eftir annarri, á sú fremsta við minnstu húfuna og sú aftasta við þá stærstu. Byrjað er á toppinum, eins fyrir allar stærðir. Fitjaðar eru upp 6 lykkjur með aðallit, skipt á 3 prjóna og prjónað í hring. í 2. umferð er lykkju aukið í hverja, 12 lykkjur á. Rétt er til glöggvunar að setja merki við upphaf umferðar, t.d. öryggisnál eða mislitan spotta. Nú er 6 lykkjum aukið í í 4. hverri umferð, á miðju hvers prjóns og í lok hans. Útaukning- in er gerð með því að taka upp band milli lykkja og prjóna í það snúið. Þegar aukið hefur verið í á þennan hátt samtals 10-10-11 sinnum frábyrj- un eiga að vera 66-66-72 lykkjur á og komnar 38-38-42 umferðir. Nú er byrjað á tvíbandaprjóni, stjörnum. Rétt er að vekja athygli á, að þar sem útaukningar koma milli stjörnuraða breytist innbyrðis afstaða stjarnanna frá einni röð til annarrar. Á munsturteikningunum er sýnt hvernig byrja á hverja röð. í 39.-39.-43. umferð er byrjað á að prjóna stjörnurnar eftir munstri I-II-III og, eins og þar sést, koma 2 einlitar umferðir (í grunnlit) milli stjörnuraða. Enn er aukið í 2-3-3 sinnum. Það er gert í seinni einlitu umferðinni eftir fyrstu 2-3-3 stjörnu- raðirnar (í 44. og 50.-44. 50. og 56.-48. 54. og 60. umferð). Útaukningin kem- ur eins og áður á miðju hvers prjóns og í lok hans. Eftir 50-56-60 umferðir eru 78-84-90 lykkjur á. Næstu 10 um- ferðir eru prjónaðar án útaukninga eftir munstrum og 2-3-3 einlitar um- ferðir að auki. Síðan eru prjónuð eyrnaskjól og tunga fram á ennið. Eyrnaskjól, hægra tnegin: Prjónað er slétt frá réttu 22-24-25 lykkjur, snú- ið við, bandinu brugðið um prjóninn (það er gert hér eftir í hvert sinn sem snúið er við), 17-19-19 lykkjur brugðn- ar, snúið við, 16-18-18 lykkjur sléttar, snúið við, 15-17-17 brugðnar, snúið við o.s.frv. þar til ein lykkja er brugðin, oddalykkjan. Slitið frá. Nú er rétt að taka hringprjóninn og geyma á hon- um lykkjur og bönd meðfram eyrna- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.