Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 6
KÍNA Xi Jinping, forseti Kína, segir
að yfirvöld hafi svo gott sem náð
tökum á kórónaveirunni í kínverska
héraðinu Hubei. Þetta er haft eftir
honum í fyrstu heimsókn hans til
Wuhan síðan faraldurinn braust
þar út.
Xi kom í gær til borgarinnar sem
hefur verið í sóttkví svo vikum
skiptir. Hann var kominn til að
kynna sér varúðarráðstafanir vegna
faraldursins en heimsóknin þykir
gefa til kynna að ástandið þarlendis
fari batnandi.
Forsetinn heimsótti meðal ann-
ars Huoshenshan-neyðarspítalann
sem yfirvöld byggðu í janúar vegna
faraldursins. Þar ræddi hann við
starfsfólk og sjúklinga samkvæmt
ríkisreknum fjölmiðlum.
Kínversk yfirvöld sögðu nánast
engin ný tilfelli hafa greinst utan
héraðsins þrjá daga í röð. Þá hefðu
aðeins 19 tilfelli greinst í gær, sem er
lægsti fjöldi greindra á einum degi
síðan tölur voru fyrst birtar í janúar.
Af tilfellunum sem greindust í gær
voru 17 í Wuhan en hin tvö í öðrum
borgum og var þá um að ræða fólk
sem var að koma frá öðrum löndum.
Héraðsstjórn Hubei hefur til-
kynnt að fólk við góða heilsu megi
ferðast innan héraðsins á ný. Ferða-
bann hefur verið í Hubei síðan í
janúar en þar búa 56 milljónir.
Íbúar munu fá app sem f lokkar
heilbrigði þeirra með litakóða.
Ástandið sagt betra í Hubei
Kínversk yfirvöld segja fjölda greindra með kórónaveiruna í Kína lægri en verið hefur frá því að fyrstu
tölur birtust. Xi Jinping, forseti landsins, heimsótti Wuhan í fyrsta skipti frá því að faraldurinn braust út.
Maður læknaður af COVID-19, sótthreinsaður af heilbrigðisstarfsfólki fyrir utan neyðarspítala í Hubei. MYND/GETTY
n Heilbrigður
n Hefur verið í návist við
smitaðan einstakling
n Greindur eða grunaður um smit
ÍRAN Íranskir fréttamiðlar segja að
minnsta kosti 27 manns látna þar
í landi af völdum áfengiseitrunar í
tilraun til að sporna gegn kóróna-
veirunni.
Áfengisdrykkja er ein þeirra
óvísindalegu meðferða sem deilt
hefur verið á samfélagsmiðlum sem
mögulegri forvörn gegn veirunni.
Þar sem áfengisbann er í Íran hefur
fólk tekið upp á að nota ýmiss konar
iðnaðaralkóhól sem er til dæmis
notað við sótthreinsun.
Yfir 200 manns dvelja nú á spítala
í Íran vegna áfengiseitrunarinnar og
herma fréttir að einn sjúklinganna
hafi orðið blindur.
Minnst 54 létust úr COVID-19,
sem kórónaveiran veldur, í Íran í
gær sem er hæsta dánartala þar í
landi síðan faraldurinn hófst. Alls
hafa greinst yfir sjö þúsund tilfelli
COVID-19 í Íran og hafa 290 látist af
völdum sjúkdómsins. – atv
Halda að áfengi
drepi veiruna
Mikil útbreiðsla í Íran. MYND/GETTY
✿ COVID-19 appið
Íbúar munu fá smáforrit sem
flokkar heilbrigði þeirra með
litakóða
Aðeins heilbrigðir einstaklingar fá
grænan lit sem veitir þeim leyfi til
að ferðast innan héraðsins á svæði
þar sem smithætta er lítil. Þeir sem
hafa verið í kringum smitaða fá
gulan lit, og þeir sem eru greindir
eða grunaðir um smit fá rauðan lit
og verða að fara í sóttkví.
Ekkert bendir til að fólk muni
fá leyfi til að yfirgefa héraðið og
virðast þessar ráðstafanir um aukið
ferðafrelsi ekki ná til fólks innan
Wuhan.
Fjöldi látinna í Kína af völdum
veirufaraldursins er kominn yfir
þrjú þúsund og hafa yfir 80 þúsund
verið greindir. Kínversk stjórnvöld
hafa mótmælt notkun Trump-
stjórnarinnar á hugtakinu „Wuh-
an-veiran“ sem þeir segja rasískt
og sverta ímynd landsins. Utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike
Pompeo, notaði hugtakið í síðustu
viku í viðtali við sjónvarpsstöðina
FOX news.
arnartomas@frettabladid.is
RÚSSLAND Vladímír Pútín, for-
seti Rússlands, studdi tillögu á
rússneska þinginu sem gæti gert
honum kleift að vera forseti til
ársins 2036.
Samkvæmt rússnesku stjórnar-
skránni þarf forsetinn, sem situr
nú annað kjörtímabil sitt, að stíga
til hliðar eftir forsetakosningarnar
2024. Valentina Tereshkova, þing-
maður í stjórnarf lokknum og
fyrsta konan til að fara út í geim,
lagði til breytingar á stjórnar-
skránni sem myndu í grunninn
núllstilla fjölda kjörtímabila Pút-
íns svo hann geti boðið sig fram að
nýju.
Lagði Tereshkova til að hámark
kjörtímabila væri annaðhvort
afnumið eða að stjórnarskránni
yrði breytt svo Pútín gæti boðið
sig fram á nýju.
„Í meginatriðum væri þessi val-
kostur mögulegur en með einu skil-
yrði – ef stjórnlagadómstóll kveður
upp opinberan úrskurð um að slík
breyting myndi ekki stangast á
við meginreglur og meginákvæði
stjórnarskrárinnar,“ sagði Pútín í
ræðu á þinginu. – atv
Valentina Tereshkova
ryður braut fyrir Pútín
Tereshkova lagði til breytingar á stjórnarskrá Rússlands. MYND/GETTY
Skaftryksuga
Fullt verð: 29.900 kr.
Tækifærisverð:
BBHL 2214122.900 kr.
Mjög öflug, 21,6 V. Ryksuga með skafti
og handryksuga. Auðveld í notkun, létt
og lipur. Hver hleðsla endist í allt að
45 mín.
Tæki færi
Uppþvottavél,
Serie 4
Fullt verð: 134.900 kr.
Tækifærisverð (hvít): SMU 46FW01S
99.900 kr.
14 manna. Zeolith®-þurrkun: Áhrifarík
þurrkun, einnig fyrir plast. Sex kerfi,
þar á meðal hraðkerfi á 60° C
(klukkustund). Þrjú sérkerfi, meðal
annars tímastytting. Hljóð: 44 dB.
Hnífaparaskúffa. „AquaStop“-flæðivörn.
A
ÍTALÍA Tómlegt var um að litast við
hringleikahúsið í Róm, Spænsku
tröppurnar, skakka turninn í Pisa og
í hátískuverslununum í Mílanó í gær
eftir að algert ferða- og samkomu-
bann sem var sett á á mánudag og
gildir til 3. apríl.
Aðgerðirnar, sem forsætisráðherr-
ann Giuseppe Conte tilkynnti, eru
mesta inngrip sem ríki hefur gripið
til vegna COVID-19 faraldursins. „Ég
held mig heima,“ sagði Conte.
Ekki eru þó allir tilbúnir að fylgja
fyrirmælunum. Á Sikiley eiga tæp-
lega 50 manns yfir höfði sér sektir
og þriggja mánaða fangelsisvist fyrir
það eitt að mæta í jarðarför. Staðan
í landinu er grafalvarleg og um 460
manns hafa látist af völdum veir-
unnar, það næstmesta á eftir Kína.
Auk ferðamannastaða eru öll
kvikmyndahús, söfn, veitinga-
staðir og næturklúbbar lokaðir.
Kirkjur eru opnar, en gestir þurfa
að hlýða ströngum fyrirmælum og
sitja einum metra frá næsta manni.
Skírnir, giftingar og jarðarfarir eru
bannaðar. Til að ferðast milli staða
með lest, flugvél eða bíl um fjölfarna
þjóðvegi þurfa íbúar að fylla út sér-
stakt eyðublað og fá leyfi.
Ástandið tekur vitaskuld sinn toll
af pyngju landsins. Stefano Patu-
anelli efnahagsmálaráðherra gerir
ráð fyrir að fjárlagahallinn verði
þrjú prósent af landsframleiðslu á
þessu ári en ríkisstjórnin hefur til-
kynnt að 10 milljörðum evra, eða
1.450 milljörðum króna, verði varið
í mótvægisaðgerðir vegna COVID-
19. Þá þurfa íbúar ekki að greiða af
húsnæðislánum á meðan ástandið
er viðvarandi.
Matteo Salvini, leiðtogi hins þjóð-
ernispopúlíska Norðurbandalags og
einn ákafasti andstæðingur Conte,
fagnaði aðgerðum stjórnvalda en
hann hafði kallað eftir því að bannið
yrði sett á. „Loksins hlustar einhver,“
sagði Salvini. – khg
Tómlegt um að litast á gervallri Ítalíu eftir ferða- og samkomubann
50 Sikileyingar eiga yfir
höfði sér 3 mánaða fangelsi
fyrir að mæta í jarðarför.
Yfir 200 manns dvelja
nú á spítala í Íran vegna
áfengiseitrunarinnar.
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð