Fréttablaðið - 11.03.2020, Síða 10
Nemendur þurfa að fá ríku-
leg tækifæri til að rökræða
og skrifa um viðfangsefni
námsins, tengja nútíð við
fortíð og framtíð og vinna
þvert á námsgreinar.
Stór hlut vistmanna á hjúkr-
unarheimili er rólfær og
getur farið allra sinna ferða
um samfélagið að vild, eftir
sinni getu eða með aðstoð.
Lesskilningur nú á tímum er allt annar en hann var fyrir 20 árum. Breytingar vegna
hraðrar þróunar í tækni, sem er nú
hluti af daglegu lífi okkar, má í raun
kalla byltingu. Tæknin hefur áhrif
á samskipti á milli einstaklinga,
innan samfélaga og á milli þjóða,
sem og þau tækifæri og þær aðferðir
sem við höfum til að nálgast þekk-
ingu og afþreyingu. Tæknin markar
einnig þær leiðir sem arðbærastar
eru í framleiðslu og starfsháttum
hjá fyrirtækjum.
Óhják væmilega hafa þessar
breytingar áhrif á þá sýn sem við
höfum á menntun, hvað það er sem
nemendur þurfa að þjálfa og öðlast
færni í, til að þeir njóti velgengni í
lífi, námi og starfi um alla framtíð.
Því má segja að í skólastarfi þurfi að
verða bylting.
Nú er ekki lengur þörf á utanbók-
arlærdómi því staðreyndir er hægt
að leita uppi á augabragði, snjall-
síminn er alltaf við höndina. Þegar
leitað er þekkingar er framboðið
óendanlegt, fjölbreytilegt efni er
sett fram á margvíslegan hátt. Þá
reynir á getu lesenda til að átta sig
á því hvað skiptir máli, hvað er satt
og hvað er ósatt, hvað eru skoðanir
og hvað eru staðreyndir. Draga þarf
ályktanir og meta upplýsingar eftir
uppruna og hagsmunum höfunda,
greina mun á innihaldi og tilgangi
texta. Lesendur þurfa að bera
saman og samþætta upplýsingar
sem eru settar fram frá ólíkum sjón-
arhornum, geta greint hliðstæður
og andstæður, gert greinarmun á
aðalatriðum og aukaatriðum.
Í skólastarfi þurfa nemendur
tækifæri til að þjálfa slíkan lestur
en á þann hátt má leitast við að
byggja upp sjálfstæða nemendur,
að þeir þrói með sér gagnrýninn
hug og forvitni. Skólastarf þarf að
taka mið af þessum áskorunum,
náms- og kennsluhættir verða að
byggja á þeim.
Það er einmitt þessi færni sem
lesskilningshluti PISA mælir á efstu
hæfniþrepunum. Árið 2018 sýndu
aðeins 7% íslenskra nemenda færni
af þessum toga en 26% íslenskra
nemenda gátu aðeins leitað að og
fundið upplýsingar sem voru settar
greinilega fram í einföldum stutt-
um texta. Þá sýna skimunarpróf
Menntamálastofnunar að á meðal
15 ára unglinga eiga 30% erfitt með
að tengja saman bókstafi og hljóð
og kalla fram orð og setningar, þeir
hafa ekki öðlast tæknilega lestrar-
færni sem er nauðsynleg til að geta
lesið áreynslulaust og einbeitt sér að
innihaldi textans.
Þó grundvallarlestrarfærni sé
forsenda þess að hægt sé að skilja
og vinna með texta þarf í nútíma-
samfélagi og skólastarfi að leggja
enn meiri áherslu á hugvitið, að ein-
staklingar nái að eflast vitsmuna-
lega. Nemendur þurfa að fá ríkuleg
tækifæri til að rökræða og skrifa um
viðfangsefni námsins, tengja nútíð
við fortíð og framtíð og vinna þvert
á námsgreinar. Þá er nauðsynlegt
að geta nýtt sér tæknina til að þróa
nýja þekkingu í þeirri viðleitni að
efla færni og afrakstur starfs síns,
sér til framdráttar. Með síauknum
möguleikum gervigreindar verða til
nýjar kröfur og öðruvísi, sem gerðar
eru til einstaklinga, starfsfólks og
þjóðfélagsþegna sem mynda sam-
félög.
Vegna þess að breytingarnar eru
svo örar og ófyrirsjáanlegar er það
hagsmunamál fyrir einstaklingana
sjálfa svo og samfélögin í heild að
nemendur, framtíðarþjóðfélags-
þegnar, nái þeirri hæfni sem nýir
lífshættir og áskoranir kalla á – og
ekki síður sem reynir á í samkeppni
á milli einstaklinga, hópa og þjóð-
félaga. Við þurfum að geta tekið
virkan þátt í og ekki síður hagnast á
auknum samskiptum á milli þjóða á
heimsvísu á tímum þegar þekking,
og einnig falsfréttir, aukast á leiftur-
hraða sem aldrei fyrr.
Að lesa og skilja
Sigríður
Ólafsdóttir
lektor á
mennta-
vísindasviði
Háskóla
Íslands
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
0
2
5
2
LAND ROVER Discovery
5 HSE lux
Nýskr. 11/2017, ekinn 34 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 10.990.000 kr.
Rnr. 420302.
RANGE ROVER SPORT HSE
Dynamic SDV6
Nýskr. 4/2014, ekinn 111 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 7.390.000 kr.
Rnr. 420345.
RANGE ROVER SPORT SE
Nýskr. 2/2017, ekinn 17 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 10.590.000 kr.
Rnr. 420324.
RANGE ROVER Evoque
Nýskr. 11/2019, ekinn 1 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 8.190.000 kr.
Rnr. 420347.
JAGUAR I-PACE S EV400 AWD
Nýskr. 7/2019, ekinn 6 þús. km,
rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 8.790.000 kr.
Rnr. 420346.
JAGUAR F-PACE R sport
Nýskr. 5/2017, ekinn 28 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 7.490.000 kr.
Rnr. 146285.
JAGUAR XF Prestige AWD
Nýskr. 7/2018, ekinn 32 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 6.490.000 kr.
Rnr. 420237.
BMW X3 Xdrive20D
Nýskr. 1/2018, ekinn 15 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 7.990.000 kr.
Rnr. 420338.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
Coronaveiran hefur f lætt yfir heiminn og hægt hefur verið að fylgjast með viðbrögðum
um allan heim á erlendum frétta-
stöðvum.
Ég tel að aðgerðir Landlæknis-
embættisins og yfirvalda hafi að
mörgu leyti verið góðar en sumt
mótsagnakennt.
Nokkrum sinnum var sagt að
þegar smit sannaðist innanlands
yrði sett á samkomubann. Nú hafa
nokkur smit verið staðfest og enn
er óljóst um samkomubann sem
vissulega er afdrifarík ákvörðun.
Almennar ráðleggingar gegn sam-
komum og mannfagnaði hafa seint
komið fram. Félagasamtök hafa að
eigin frumkvæði fellt niður atburði.
Vegna Corona-veirufaraldursins
var heimsóknarbann ættingja á
sjúkrastofnanir sett á 6. mars. Ég hef
hvergi séð getið um slíkt erlendis.
Á fundi Corona-veirunefndar á
sunnudag 8. mars hélt Pétur Magn-
ússon forstjóri Hrafnistu því fram
að mikil ánægja væri hjá aðstand-
endum með að þurfa ekki að hitta
ættingja sína a.m.k. á Hrafnistu og
kallaði það „velferð“. Hann stakk
upp á tölvusamskiptum gamal-
mennanna við ættingja!
Vegna ástvinar á hjúkrunar-
heimili mótmælti ég banninu strax
morguninn eftir með bréfi til land-
læknis. Benti ég á að hvað mikil-
vægast væri fyrir velferð sjúklinga
með vaxandi minnissjúkdóm að sjá
ástvini sína og bað um lausn. Svar
hefur ekki borist.
Stór hlut vistmanna á hjúkrunar-
heimilum er rólfær og getur farið
allra sinna ferða um samfélagið að
vild, eftir sinni getu eða með aðstoð.
Flestir einstaklingar innan hjúkr-
unarheimilis að degi til eru starfs-
fólk eða þjónustuaðilar sem hafa
óheft ferðafrelsi í samfélaginu og
umgengni á viðkomandi stofnun.
Möguleikar á að smit berist eru því
alltaf nokkrir.
Bann við því að til dæmis Alz-
heimer-sjúklingar með dvínandi
minni fái að sjá ættingja sína sem
þeir enn þekkja á sér enga hlið-
stæðu erlendis og er nánast ómann-
úðlegt. Illmögulegt er að sjá hvað
það hjálpar við veirufaraldur.
Heimsóknarbann
Birgir
Guðjónsson
læknir
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . M A R S 2 0 2 0