Fréttablaðið - 11.03.2020, Síða 15
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Eftirspurnin er því
sífellt að aukast og
að undanförnu hefur
orðið algjör sprenging í
fjölda pantana, sendinga
og fyrirspurna.
Litlu bílarnir frá
Neolix hjálpa
viðskiptavinum að
takmarka líkamlega
snertingu og mæta
vinnuaflsskortinum sem
einangrun í sóttkví og
ferðatakmarkanir
skapa.
Kórónavírusinn hefur valdið efnahagssamdrætti í mörgum geirum, en heim
sendingarþjónusta virðist ekki
hafa orðið fyrir samdrætti. Kín
verska sprotafyrirtækið Neolix,
sem framleiðir sjálfkeyrandi sendi
bíla, hefur séð gríðarlega aukningu
í eftirspurn eftir bílunum þeirra að
undanförnu, samkvæmt frétta
veitu Bloomberg.
Fyrirtækið er nú komið í við
skipti við ýmis kínversk stórfyrir
tæki og samkvæmt stofnanda
þess, Yu Enyuan, hefur
það bókað pantanir fyrir
meira en 200 bíla síðustu
tvo mánuði, en fyrir það
höfðu aðeins 125 bílar
verið framleiddir síðan
framleiðsla hófst í maí á
síðasta ári.
Kórónavírusinn hefur
því veitt sjálfstýrðum
vöruflutningum óvænta
innspýtingu. Litlu
bílarnir frá Neolix
hjálpa viðskiptavinum
að takmarka líkam
lega snertingu og mæta
vinnuaflsskortinum
sem einangrun í sóttkví
og ferðatakmarkanir
skapa.
Allir bílar Neolix eru nú í
notkun, en þeir eru notaðir til að
flytja sjúkragögn til sjúkrahúsa,
meðal annars í Wuhan, þar sem
faraldurinn hófst. Bílarnir eru líka
notaðir til að sótthreinsa götur
og flytja mat til fólks sem er í
fremstu víglínu í baráttunni gegn
vírusnum.
„Eftirspurn hefur rokið upp
síðan faraldurinn hófst og það
sem skiptir enn meira máli er að
viðhorf fólks gagnvart sjálfstýrðri
heimsendingu hefur alveg snú
ist við,“ sagði Yu. „Fólk gerir
sér grein fyrir því að slíkir bílar
geta gert hluti sem væru hættu
legir fyrir fólk.“
Breytingar á regluverki
Milljarðamæringurinn Jack Ma
spáði því fyrir þremur árum
að innan áratugar myndi einn
milljarður heimsendinga fara
fram á degi hverjum í Kína og að
tæknin fyrir sjálfkeyrandi sendla
gæti komið að gagni í þróun sjálf
keyrandi bíla til fólksflutninga.
Hingað til hafa samt verið strangar
takmarkanir á slíkum ökutækjum
á vegunum í Kína, en vegna farald
ursins eru göturnar auðar og því
hefur verið slakað á reglunum.
Bill Russo, forstjóri ráðgjafar
fyrirtækisins Automobility, segir
að stafræni þjónustugeirinn í Kína
hafi blómstrað í faraldrinum og að
það muni flýta fyrir markaðssetn
ingu sjálfkeyrandi heimsendinga.
Kínversk stjórnvöld niðurgreiða
nú kaup og rekstur á sjálfkeyrandi
sendibílum um allt að 60%, sam
kvæmt Neolix. Fyrirtækið segir að
þessar niðurgreiðslur muni flýta
fyrir kynningu ökutækjanna og að
það geri ráð fyrir að selja 1.000 bíla
á árinu.
Það sem koma skal?
Þróun sjálfkeyrandi sendibíla er
ekki bara að verða sífellt hraðari
í Kína. Fyrirtækið Nuro, sem
framleiðir vélmenni fyrir heim
sendingar og er aðalkeppinautur
Neolix í Bandaríkjunum, fékk
nýlega leyfi til að framleiða öku
tæki sín og það gerir þeim kleift að
hefja heimsendingar á matvöru.
Leyfi Neolix gildir í tvö ár og
gefur til kynna að bandarísk yfir
völd telji sjálfkeyrandi sendibíla
eiga heima á götum Bandaríkjanna.
Mögulega hægist á þróuninni
þegar faraldurinn er að baki,
því vinnuafl er ódýrt í Kína. En
kannski er þetta vísir að því sem
koma skal og að nú séu nýjar þarfir
og neysluvenjur að myndast sem
þarf að halda áfram að mæta þegar
faraldurinn er genginn yfir.
Mun meiri heimsending í Kína
Kórónavírusfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í eftirspurn eftir heimsendingar þjónustu í
Kína. Gæti endað með því að faraldurinn flýti fyrir þróun og framleiðslu sjálfkeyrandi sendibíla.
Bílar Neolix
eru notaðir í
verkefni sem
gætu reynst
hættuleg fólki,
eins og að flytja
sjúkragögn og
mat til sjúklinga
og heilbrigðis
starfsfólks og
sótthreinsa
götur á svæðum
þar sem fólk er
sýkt af kóróna
vírus.
MYND/GETTY
Að sögn Kristins Jens Bjartmarssonar, rekstrarstjóra hjá aha.is, er fyrirtækið á
vissan hátt brautryðjandi á sínu
sviði, það er í því að bjóða upp á
lausn fyrir almenn fyrirtæki til að
selja vörur sínar á netinu og senda
heim til viðskiptavina. „Við not
umst við hugbúnað sem við höfum
sjálf þróað og þykir einstakur á
heimsvísu. Hann tengir saman
marga mjög ólíka verkþætti og
manneskjur í rauntíma sem gefur
stjórnendum skýra yfirsýn yfir
verkefnin og nýtir gervigreind til
að styðja frekar við réttar ákvarð
anir hjá stjórnendum. Yfir þúsund
manns eiga samskipti í rauntíma
í gegnum kerfið á hverjum degi –
hlutir sem voru áður gerðir með
símtölum og póstsamskiptum. Frá
árinu 2017 notum við eingöngu
rafmagnsbíla,“ segir Kristinn og
bendir á að fyrirtækið hafi alltaf
lagt mikla áherslu á að veita góða
þjónustu og eiga heiðarlegt og gott
samstarf við söluaðila og við
skiptavini.
Meira frí fyrir fjölskyldur
„Við leggjum líka mikið upp úr því
að framkvæma sendingarnar á
umhverfisvænan hátt. Á hverjum
degi keyrum við vegalengd sem
samsvarar fjarlægðinni til London
á rafmagnsbílum. Frá því að við
skiptum yfir í rafmagnsbíla höfum
við keyrt sem nemur til tunglsins
og til baka tæplega tvisvar. Þegar
fólk nýtir sér þjónustu okkar getur
það átt mun meiri frítíma með
fjölskyldu sinni. Eftirspurnin er
því sífellt að aukast og að undan
förnu hefur orðið algjör sprenging
í fjölda pantana, sendinga og fyrir
spurna,“ segir Kristinn.
Starfsemi aha.is hefur gjörbreyst
frá því fyrirtækið var stofnað árið
2011. „Fyrst var þetta heimasíða
með ýmis tilboð sem síðan hefur
þróast mikið. Til dæmis fórum við
að senda veitingar frá veitinga
stöðum yfir í að tengja almennar
verslanir við netið og sameina
þær í eins konar markaðstorg á
netinu. Sífellt bætast f leiri sölu
aðilar í hópinn. Samstarf við stórar
verslanir eins og Nettó hefur svo
verið lykillinn að stöðugum vexti
undanfarin ár. Við höfum alltaf
haft það að leiðarljósi að vaxa á
þeim hraða sem við teljum okkur
geta ráðið við og leggjum áherslu
á góð tilboð og framúrskarandi
þjónustu.
Matinn heim að dyrum
Íslendingar eru fljótir að tileinka
sér nýjungar en þeir eru einnig
kröfuharðir og vilja að hlutirnir
gangi fumlaust fyrir sig. Við höfum
sent matvöru heim að dyrum á
höfuðborgarsvæðinu síðan í maí
2016 með Iceland og frá árinu 2017
með Nettó. Í dag er hægt að kaupa
matvöru á aha.is í 14 verslunum
Nettó um allt land. Við sendum
heim frá höfuðborgarsvæðinu,
Reykjanesbæ og á Akureyri. Þar
fyrir utan sendum við auðvitað
mat heim frá um 100 veitingastöð
um og þó nokkrum verslunum,
en það færist stöðugt í aukana að
fólk sé að redda hlutunum þegar
þá vantar í gegnum aha. Í kjölfar
frétta af Covid19 höfum við sett
upp ákveðna viðbragðsáætlun en
starfsfólk okkar hefur brugðist
eldsnöggt við að breyta ferlum og
lágmarka áhættuna. Við verðum
samt á sama tíma að biðja fólk
afsökunar á því að við höfum ekki
náð að halda uppi því þjónustu
stigi sem við höfum viljað á
háannatímum síðustu vikuna, en
við erum að fjölga bílum og ráða
inn fólk eins hratt og við getum,“
segir Kristinn og bætir við að mat
vörur séu vinsælasta vara þeirra
á eftir veitingum frá veitinga
stöðum. „Við sendum ólíkar vörur
til fólks, það getur verið nýtt hjól,
fallegt úr eða eitthvað annað. Við
skiptahópur okkar er kominn yfir
130 þúsund. Gjafabréf á hótel, veit
ingastaði og snyrtistofur eru alltaf
vinsæl og um þessar mundir er
til dæmis hægt að kaupa tilboðs
gjafabréf á Holtið, Humarhúsið og
Höfnina. Á næstunni munum við
kynna sérstök heimsendingartil
boð frá völdum veitingahúsum.“
Matvörur eru langvinsælastar
Aha.is hefur starfað í tæpan áratug en á þeim tíma hefur reksturinn og netverslun þróast og
breyst. Aha.is er í senn netverslun, dreifingarfyrirtæki, auglýsingastofa og hugbúnaðarfyrirtæki.
Kristinn Jens Bjartmarsson, rekstrarstjóri hjá aha.is, segir heimsendingar stöðugt aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R