Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 19
Þó svo að það sé
lægð á mörkuðum
núna höfum við ekki trú á
því að hún verði
langvarandi.
Harpa Jónsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Lífeyris-
sjóðs starfsmanna
ríkisins
Við þurfum á
kröftugum skila
boðum og aðgerðum að
halda enda er staðan graf
alvarleg.
Agnar Tómas
Möller, forstöðu-
maður skulda-
bréfa hjá Júpíter
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Har pa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs-manna r ík isins, segir að þó svo að markaðir taki nú
dýfu hafi hún trú á því að þeir jafni
sig á einhverjum mánuðum. Ekkert
hrun sé í aðsigi.
„Áfallið er tímabundið og hlut-
irnir munu jafna sig með tímanum,“
segir hún í samtali við Markaðinn.
Agnar Tómas Möller, forstöðu-
maður skuldabréfa hjá Júpíter,
segir mikilvægt að Seðlabankinn
gefi skýr skilaboð um að aðhald
peningastefnunnar verði minna ef
slakinn í hagkerfinu verði jafnmik-
ill og vísbendingar séu um.
„Við þurfum á kröftugum skila-
boðum og aðgerðum að halda enda
er staðan grafalvarleg,“ segir hann.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
rétti úr kútnum í gær eftir saman-
lagða 7,8 prósenta lækkun á föstu-
degi og mánudegi en það er mesta
tveggja daga lækkun í Kauphöll-
inni í ellefu ár. Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar hækkaði um 1,7 prósent
í viðskiptum gærdagsins en alls
hefur hún fallið um liðlega sautján
prósent á síðustu fimmtán dögum
vegna áhyggna fjárfesta af efna-
hagsáhrifum kórónafaraldursins.
„Ráð til fjárfesta í svona óvissu-
ástandi eru í sama dúr og ráðlegg-
ingar heilbrigðisyfirvalda: Það
þýðir ekkert að missa stjórn á sér af
hræðslu heldur þarf að meta stöð-
una frá degi til dags,“ segir Sveinn
Þórarinsson, greinandi í hagfræði-
deild Landsbankans.
Harpa nefnir að Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins sé langtíma-
fjárfestir, líkt og aðrir lífeyrissjóðir,
og horfi sem slíkur mörg ár fram í
tímann í sínum fjárfestingum.
„Við horfum þannig í gegnum
efnahagssveif lur, ef svo má segja.
Þó svo að það sé lægð á mörkuðum
höfum við ekki trú á því að hún
verði langvarandi,“ nefnir hún.
Þjóðarbúið sé auk þess vel í stakk
búið til þess að takast á við áfall af
þessu tagi.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins hefur Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins keypt hlutabréf í
skráðum félögum fyrir samanlagt
meira en þrjá milljarða króna frá
því að hlutabréfamarkaðurinn hóf
að lækka í síðustu viku febrúarmán-
aðar en á sama tíma hafa aðrir líf-
eyrissjóðir látið minna til sín taka.
Sjóðurinn hefur sem dæmi flaggað
á síðustu dögum kaupum í þremur
félögum í Kauphöllinni: Festi, Kviku
og Regin.
Ýkja niðursveifluna
Aðspurður telur Sveinn ólíklegt að
mörg skráð félög muni grípa til þess
ráðs að fresta arðgreiðslum í ljósi
stöðunnar.
„Arðgreiðslurnar eru í f lestum
tilfellum tiltölulega hóflegar og má
segja að staða þessara félaga á hluta-
bréfamarkaði sé nokkuð góð. Hafa
verður í huga að þetta eru stærstu
og stöndugustu fyrirtæki landsins
og hafa þau því mun meiri burði en
önnur félög til þess að takast á við
niðursveiflu,“ segir Sveinn.
Talsvert hefur verið um að fjár-
málastofnanir hafi gert veðköll í
hlutabréfum skuldsettra einkafjár-
festa eftir að lækkunarhrinan hófst í
síðasta mánuði, eins og greint hefur
verið frá í Markaðinum. Jafnframt
hefur nokkuð verið um innlausnir í
hlutabréfasjóðum, einkum af hálfu
einstaklinga, en þær fjárhæðir hafa
þó í heildina ekki verið verulegar.
Aðspurður segir Sveinn að veð-
Óvissan er eitur í beinum fjárfesta
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segist ekki búast við því að núverandi lægð á hlutabréfamarkaði verði lang
varandi. Sjóðurinn hefur undanfarið keypt bréf fyrir yfir þrjá milljarða. Óvissa er um áhrif lægra olíuverðs vegna kórónafaraldursins.
Erfitt að meta hvort Icelandair þurfi aukið fé
Sveinn Þórarinsson, greinandi í
hagfræðideild Landsbankans,
segir aðspurður erfitt að meta
hvort Icelandair Group muni
þurfa að sækja sér fé á næstu
mánuðum til þess að komast í
gegnum niðursveifluna sem við
blasi.
Mikil óvissa sé um hvernig
sumarið verði. Staðan sé flókin.
„Á meðan óvissan er eins mikil
og raun ber vitni,“ nefnir hann,
„tel ég að menn þar á bæ séu að
meta stöðuna frá degi til dags.
Það skiptir ekki meginmáli fyrir
félagið þótt ferðamenn hætti
við flug núna í dag, heldur snýst
þetta fyrst og fremst um hvernig
páskar og svo sumarið verða. Til
dæmis hvort við sjáum fram á
mikinn eða smávægilegan sam-
drátt í komum ferðamanna til
landsins.“
Sveinn bendir á að Icelandair sé
betur í stakk búið, með sínar eldri
vélar og betri stöðu handbærs
fjár, en mörg önnur flugfélög til
þess að takast á við áföll af þessu
tagi.
„Það má einnig segja að það
sé lán í óláni að MAX-þoturnar
séu ekki komnar í notkun. Ef
félagið þarf að draga verulega úr
framboði, sem það mun þurfa
að gera, er það auðveldara með
eldri vélum,“ segir hann.
„Gjörbreyting“ á olíumörkuðum heimsins
„Þetta er gjörbreyting á markað-
inum. Þetta breytir eðli OPEC og
má velta því fyrir sér hvort OPEC
sé lengur til í þeirri mynd sem
það var fyrir aðeins nokkrum
mánuðum,“ segir Brynjólfur
Stefánsson, sérfræðingur í hrá-
vörum hjá Íslandssjóðum, um
þá ákvörðun Sádi-Araba að auka
olíuframleiðslu og hefja verð-
stríð á markaði. Hráolíuverð féll
um nær fjórðung á mánudag.
„Ákvörðun Sádi-Araba kemur í
kjölfar þess að það slitnaði upp
úr viðræðum við Rússa um að
þeir síðarnefndu tækju þátt í því
með OPEC-ríkjunum að draga úr
framleiðslu til þess að bregðast
við minnkandi eftirspurn,“ segir
Brynjólfur. Afstaða Rússa hafi
farið öfugt ofan í Sádi-Arabana.
Það sem einnig vaki fyrir Sádi-
Aröbunum sé að dempa fram-
leiðsluvöxtinn í Bandaríkjunum.
Spurningin sé hvernig hagkerfi
heimsins muni bregðast við.
„Það jákvæða er,“ útskýrir
Brynjólfur, „að lægra olíuverð
getur haft örvandi áhrif á hag-
kerfi heimsins en í núverandi
árferði, vegna kórónaveirunnar,
er erfitt að segja til um hver
áhrifin nákvæmlega verða. Ef við
værum ekki að glíma við veiruna
og þessa minnkandi eftirspurn
liti þetta líklega betur út.“
Hlutabréf réttu aðeins úr kútnum í gær eftir skarpar lækkanir. Úrvalsvísitalan hefur fallið um sautján prósent á fimmtán dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
köll og innlausnir geti ýkt hreyf-
inguna á markaðinum og ýtt undir
frekari lækkanir.
„Þess vegna er oft ekki auðvelt
að greina lækkanir á einhverjum
ákveðnum félögum á milli daga.
Þessara áhrifa gætir tvímælalaust
á markaðinum og ýkir það niður-
sveifluna svolítið,“ nefnir Sveinn.
Mikið þyrfti að koma til
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðal-
hagfræðingur Kviku, segir að mikið
þurfi að koma til ef hagkerfið eigi
ekki að dragast saman í ár frá því í
fyrra.
„Það er nær ómögulegt að spá
hver áhrifin verða þar sem óviss-
an er mikil og enginn veit hve lengi
faraldurinn mun vara. En ég myndi
segja að við yrðum mjög heppin
ef það yrði ekki samdráttur í ár,“
nefnir hún.
Kristrún segir meðal annars
hættu á því að samdráttur í komum
ferðamanna hingað til lands verði
svipaður og á síðasta ári, á bilinu
tíu til tuttugu prósent, auk þess sem
búast megi við nokkrum samdrætti
í vöruútflutningi þar sem hægjast
mun á vexti í helstu viðskipta-
löndum Íslands. Til viðbótar sé
útlit fyrir að hægjast muni á öðrum
liðum á borð við einkaneyslu og
fjárfestingu.
„Hagvaxtarspár fyrir árið lágu á
bilinu hálfs til eins prósents vöxtur,“
segir Kristrún, „en ef faraldurinn
gengur ekki yfir á nokkrum vikum
er afar líklegt að talan fari niður
fyrir núllið. Sér í lagi ef við horfum
til þess að það sem hélt hagvexti
upp í fyrra var útf lutningsvöxtur
og innf lutningssamdráttur svo ef
þær breytur snúast við og þjóð-
arútgjaldavöxtur verður neikvæður
verða ekki margir liðir sem stýra
hagvexti í rétta átt.“
Skoði magnaðgerðir á markaði
Agnar Tómas kallar eftir kröftugum
skilaboðum frá Seðlabankanum og
bendir meðal annars á að veruleg
vaxtalækkun myndi auka ráð-
stöfunartekjur heimila og draga úr
vaxtakostnaði fyrirtækja. Einnig
væri hún til þess fallin – ef skila-
boðin væru sterk – að draga úr
svartsýni á meðal fjárfesta.
„Þrátt f y r ir geng isveik ing u
krónunnar undanfarið hafa verð-
bólguvæntingar ekki hækkað – og
eru vel undir verðbólgumarkmiði
– og gefur það Seðlabankanum enn
meira svigrúm til þess að lækka
vexti en ella,“ segir hann.
Samhliða vaxtalækkunum sé
mikilvægt að stuðla að aukningu
lausafjár í fjármálakerfinu.
„Sem dæmi er mjög hátt áhættu-
álag á fasteignatryggð skuldabréf
vísbending um að þar sé pottur
brotinn sem eykur f jármagns-
kostnað heimila og fyrirtækja að
óþörfu. Sú ákvörðun Seðlabank-
ans að fækka þeim aðilum sem geta
átt viðskiptareikning í bankanum
hefur haft jákvæð áhrif en dugir þó
ekki til ein og sér.
Ég tel að bankinn eigi að ganga
lengra og skoða alvarlega sérstakar
magnaðgerðir á markaði, til dæmis
með kaupum á skuldabréfum að
fordæmi erlendra seðlabanka.
Reynslan sýnir, til dæmis í Banda-
ríkjunum, að slíkar aðgerðir geta
verið árangursríkar séu þær vel
útfærðar,“ segir Agnar Tómas.
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN