Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 25
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Eyrir Invest, sem hefur verið kjölfestufjárfestir Marels frá árinu 2004, fer fyrir tæplega tíu milljarða króna f jár-festingum í sprotafyrir-
tækjum. Um er að ræða 15 fyrirtæki.
„Hlutverk Eyris er að leiðbeina og
leiðsegja, byggja upp stjórnenda-
teymi sem eru fær um að leiða fyrir-
tækin til frekari vaxtar og byggja
upp sölu- og markaðsteymi til þess
að fyrirtækin geti vaxið á grund-
velli þeirra tæknilegu lausna sem
eru forsenda þess að fyrirtækin geti
náð árangri,“ segir Þórður Magnús-
son, stjórnarformaður Eyris Invest
og Eyris Sprota.
Ör n Va ld i ma r s s on , f r a m-
kvæmdastjóri fjárfestinga hjá Eyri
Invest og framkvæmdastjóri Eyris
Sprota, segir að Eyrir Sprotar hafi
fjárfest fyrir um 5,5 milljarða í
sprotum og Eyrir Invest fyrir tæp-
lega fimm milljarða. „Sum þessara
fyrirtækja eru að stíga sín fyrstu
skref á meðan önnur velta á þriðja
milljarð króna,“ segir hann.
Eyrir Sprotar rekur fjárfestinga-
sjóð og kemur tæplega helmingur
fjármagnsins frá Eyri Invest. Þórður
og Örn skipta með sér verkum og
sitja í stjórnum allra sprotafyrir-
tækja í eigu Eyris. Þórður og sonur
hans Árni Oddur, forstjóri Marels,
eru stærstu eigendur Eyris Invest.
Þeir eiga samanlagt um 40 prósenta
hlut í fjárfestingafélaginu.
Hefur Eyrir fullfjárfest í sprotum
um þessar mundir?
Örn: „Eyrir Invest hefur áhuga á
að fjárfesta áfram í sprotum en það
er ekki búið að eyrnamerkja háar
fjárhæðir til þess að svo stöddu. Við
horfum fyrst og fremst til áfram-
haldandi stuðnings við fyrirtæki í
eignasafninu og erum ekki að leita
að nýjum verkefnum. En viljinn er
til staðar.“
Getur krafist lagni
Þórður segir að Eyrir sé leiðandi
fjárfestir í fyrirtækjunum. „Við
vinnum náið með stjórnendum
fyrirtækjanna. Okkur hefur tekist
að byggja upp öf lug stjórnenda-
teymi í þeim fyrirtækjum sem við
höfum komið að. Frumkvöðullinn
er ekki endilega best til þess fallinn
að leiða fyrirtækið áfram þótt hann
hafi áfram þýðingarmiklu hlutverki
að gegna. Það þarf oft að ná fram
breytingum á rekstrinum sem getur
krafist lagni.
Þegar við fjárfestum í sprotafyrir-
tækjum snýst verkefni okkar meðal
annars um að efla sölu- og markaðs-
mál og byggja upp dreifileiðir fyrir
vöruna með skipulögðum hætti.
Það hefur reynst mörgum erfitt.
Okkar þekking nýtist vel þar. Við
höfum ekki endilega mikið fram að
færa hvað tæknina snertir. En vissu-
lega leggjum við mat á hvar tæknin
er stödd, hvernig hún passar inn á
markaðinn og hversu líklegt það sé
að frumkvöðlarnir geti klárað að
þróa vöruna,“ segir hann.
Breytt landslag
Þórður segir að eiginleg vöruþróun
sé aðeins lítill hluti vegferðarinnar.
„Það verður ekki til ný vara eða
lausn án sterkrar hugmyndar. En
jafnvel þótt varan sé framúrskar-
andi skiptir aðgangur að mörkuð-
um sköpum. Aðstæður hafa breyst
verulega frá því að Marel og Össur,
þar sem Eyrir var á árum áður kjöl-
festufjárfestir, stigu sín skref í upp-
byggingu erlendis. Þeirra leið var
að yfirtaka félög sem þegar höfðu
byggt upp dreifileiðir og höfðu þess
vegna aðgang að mörkuðum.
Fyrirtækin nutu dyggrar aðstoð-
ar bankakerfisins sem studdu við
vöxtinn. Kaupþing aðstoðaði Össur
og Landsbankinn Marel. Það skipti
sköpum. Nú getur fjármálakerfið
ekki stutt við bakið á fyrirtækjum
í örum vexti.
Markaðurinn ekki framsýnn
Á þeim tíma horfði hlutabréfa-
markaðurinn til lengri tíma og
lagði fé í fyrirtæki sem höfðu burði
til að taka verulegum breytingum
þegar fram í sótti eins og raunin
varð með þessi tvö félög. Nú horfir
hlutabréfamarkaðurinn einungis á
stöðuna í dag. Íslenski markaðurinn
er sérstaklega slæmur hvað þetta
varðar en vandinn er líka til staðar
alþjóðlega. Nefna má sem dæmi
um hve skammsýnn íslenski hluta-
bréfamarkaðurinn er, að hluta-
bréfaverð Haga lækkaði ekki fyrr
en daginn sem Costco opnaði og
það myndaðist biðröð fyrir utan
verslunina. Það mátti nú sjá það
fyrir að opnun Costco hefði einhver
áhrif á rekstur Haga. Keppinautar
risans hafa hins vegar unnið vel úr
stöðunni,“ segir hann.
Þórður segir að hluti af vanda
íslenskra sprotafyrirtækja sé það
að f lestir þeir fjárfestar sem leggi
þeim lið séu einnig smáir og með
takmarkaða getu til að fylgja verk-
efnum eftir til lengri tíma. Fyrir-
tækin fái því tækifæri til að þróa
tæknina en þegar kemur að fjár-
festingum í sölu- og markaðsstarfi,
sem sé iðulega enn meira verkefni
en sjálf tækniþróunin, séu fáir val-
kostir hérlendis.
„Markmið okkar er að fyrir-
tækin geti fjármagnað sig á eigin
forsendum en til þess þurfa þau að
hafa náð árangri í sölu. Þetta er því,
svo maður sletti á ensku, catch-22
eða ákveðin þverstæða. Viðfangs-
efni okkar er því gjarnan að spyrja
í hvers höndum gæti tiltekin lausn
verið verðmætust. Hvaða fyrirtæki
hafa greiðastan aðgang að markaði
fyrir lausnina? Í hvaða tilvikum
getur samstarf verið beggja hagur?
Við það gætu sölumöguleikar vör-
unnar aukist verulega,“ segir hann.
Stærri sjóðir munu spretta fram
Er möguleiki á Íslandi að safna í
stærri nýsköpunarsjóði sem geta
stutt við fyrirtæki sem stefna á
myndarlegan vöxt?
Þórður: „Það munu verða til
vaxtarsjóðir sem taka við kef l-
inu af sprotasjóðum. Mögulega
munum við koma á fót slíkum sjóði.
Umhverfið hefur hins vegar ekki
verið móttækilegt fyrir því enn
sem komið er. En það mun koma
að þeim degi. Ég er sannfærður
um það. Hið opinbera hefur spurt
hvað megi gera til að styrkja sprota-
umhverfið. Þarna kreppir að.“
Örn: „Það er óneitanlega sér-
stök staða á Íslandi að aðgangur að
fjármagni sé veruleg hindrun fyrir
sprotafyrirtæki. Fjármagn er lykil-
þáttur í uppbyggingu þeirra. Alls
staðar úti í heimi þar sem vel hefur
tekist í uppbyggingu slíkra fyrir-
tækja er aðgangur að fjármagni ekki
eins erfiður. Og ekki síst þá er verð-
lagning á fjármagni töluvert lægri
en hér.“
Krónan er netadræsa
Þórður: „Þar er átt við vaxtakostnað
og annað því um líkt. Þá komum
við að stóra fílnum í stofunni sem
er íslenska krónan. Hún er veruleg
hindrun í huga erlendra fjárfesta
og því leggja þeir síður íslenskum
fyrirtækjum til f jármagn. Gott
dæmi er að erlendir fjárfestar sýndu
Marel ekki verulegan áhuga fyrr en
ljóst varð að fyrirtækið yrði skráð
á hlutabréfamarkað erlendis. Það
laut ekki eingöngu að seljanleika
bréfanna heldur einnig að því að
gengi bréfanna yrði í evrum.
Krónan er eins og netadræsa sem
er f lækt á gólfinu og íslensk fyrir-
tæki ná ekki að losna úr. Það hefur
verið reiknað út að krónan kosti
samfélagið 120-180 milljarða króna
árlega en ég tel að fjárhæðin sé enn
hærri. Ráðist hefur verið í fjöl-
mörg verkefni byggð á tilteknum
forsendum um gengi krónu sem
síðan bresta. Það leiðir til þess að
fyrirtæki færa starfsemi til annarra
landa eða verða gjaldþrota.“
Af hverju ákvað Eyrir Invest að
fjárfesta í sprotum þegar það stát-
aði af góðum árangri í að fjárfesta í
fyrirtækjum sem voru komin lengra
á veg eins og í tilviki Marels og Öss-
urar?
Örn: „Eyrir Invest hefur ætíð
verið langtímafjárfestir sem horfir
til fyrirtækja sem geta náð langt
alþjóðlega. Við höfum ekki viljað
fjárfesta í fyrirtækjum sem starfa
eingöngu á Íslandi. Samhliða
bankahruninu 2008 var komið
á fjármagnshöftum og því erfitt
fyrir okkur að fjárfesta erlendis. Að
sama skapi var snúið að koma auga
á fyrirtæki til að fjárfesta í sem voru
nokkuð stór og með alþjóðlega skír-
skotun. Þess vegna var brugðið á
það ráð að taka þátt í að byggja upp
fyrirtæki frá grunni sem stefndu á
að ná árangri erlendis.“
Þórður: „Á þeim tíma sköpuðust
mikil tækifæri í ferðaþjónustu og
á fasteignamarkaði en slík verk-
efni hæfðu ekki fjárfestingastefnu
okkar. Eitt það mikilvægasta sem
stefna segir manni er hvað á ekki
að gera.“
Calidris fyrsti sproti Eyris
Hann bendir á að raunar hafi Eyrir
fjárfest fyrst í sprotafyrirtæki árið
2007 þegar það eignaðist ríf lega
fjórðungshlut í Calidris sem selt
var til bandaríska hugbúnaðar-
fyrirtækisins Sabre árið 2010. Cali-
dris þróaði hugbúnaðarlausn til að
hámarka sætanýtingu f lugfélaga
og Sabre þjónustar ferðaþjónustu á
víðari grunni. „Sú fjárfesting gekk
mjög vel. Eftir því sem ég best veit
starfa nú um 50-60 manns hjá félag-
inu á Íslandi,“ segir Þórður.
Hann segir að horft sé til þess að
fjárfesta í sprotum sem geri heim-
inn á einhvern hátt betri. Eyrir
Fjárfest fyrir
tíu milljarða
í 15 sprotum
Eyrir Invest hóf að byggja fyrirtæki með alþjóðlega
skírskotun frá grunni eftir að fjármagnshöftum
var komið á. Þórður Magnússon, stjórnarformaður
fjárfestingafélagsins, segir að hlutabréfamarkaður-
inn sé skammsýnni nú en á árunum fyrir hrun.
Örn Valdimarsson fer fyrir fjárfestingum Eyris Invest og Þórður Magnússon er stjórnarformaður fjárfestingafélaganna. Örn segir að fjárfest sé í sprotum sem státi af öflugri tækni og starfi á markaði sem fari vaxandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Of skammur tími til að bregðast við nýrri löggjöf
Örn segir að almennt talað
sé stuðningsumhverfið fyrir
sprotafyrirtæki hér á landi gott
og nefnir í því samhengi styrki,
samkeppnissjóði og skatta-
ívilnun. „Það virkar vel. Stefna
stjórnvalda í þeim efnum lofar
mjög góðu. Ef það ætti að benda
á veikleika er það hvað skammur
tími gefst til að bregðast við
breytingum á lögum og reglu-
gerðum. Stundum virðist skorta
á vilja eða getu hjá hinu opin-
bera til að leiðbeina um hvernig
standa eigi að málum. Minni
fyrirtæki eiga sérstaklega erfitt
með að glíma við að uppfylla
reglugerðir með skömmum fyrir-
vara því þá fer hlutfallslega mikil
orka í að uppfylla skyldur. Sá tími
hefði nýst betur í að sinna rekstri
fyrirtækisins og viðskiptavinum.“
Þórður segir að oft séu hinar
nýju reglur til bóta. „Vandinn er
að tíminn sem fæst til að laga sig
að þeim er lítill sem enginn.“
Krónan er eins og
netadræsa sem er
flækt á gólfinu og íslensk
fyrirtæki ná ekki að losna
úr.
Þórður Magnússon
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN