Fréttablaðið - 11.03.2020, Page 27

Fréttablaðið - 11.03.2020, Page 27
Samtök verslunar og þjón-ustu (SVÞ) leggja áherslu á að Ísland marki sér staf-ræna stefnu fyrir sam-félagið. Það hafa önnur Norðurlönd og fleiri þjóð- ir sem við berum okkur saman við gert. „Brýnt er að koma á fót sam- starfsráði á milli atvinnulífsins, háskólasamfélagsins og hins opin- bera til að ef la samkeppnishæfni Ísland,“ segir Jón Ólafur Halldórs- son, formaður samtakanna og for- stjóri Olís. „Sterkar vísbendingar eru um að íslensk fyrirtæki séu farin að drag- ast aftur úr erlendum keppinautum sem starfa í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að innleiðingu á stafrænni tækni. Íslensk fyrirtæki verða að geta keppt alþjóðlega og til þess þarf að efla stafræna hæfni þeirra. Net- verslun hefur gert það að verkum að íslensk fyrirtæki keppa við erlend stórfyrirtæki á borð við Amazon og Asos sem hvorki hafa starfsstöðvar hér á landi né reka hefðbundnar verslanir heldur byggir reksturinn á stórum vöruhúsum,“ segir hann. Útvíkka þarf skattaafslátt Að sögn Jóns Ólafs væri liður í því að bæta stafræna hæfni fyrirtækja að útvíkka þann skattaafslátt sem veittur er til rannsókna og þróun- ar þannig að hann tæki einnig til stuðnings við stafræna þróun fyrir- tækja. „Það væri mikilvægt skref til að auka samkeppnishæfni landsins og samhliða gæti samfélagið haldið áfram að blómstra,“ segir hann. Forsvarsmenn SVÞ kynntu fyrir Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, við- skipta- og nýsköpunarráðherra, hugmyndir um að koma á fót fyrr- nefndum samstarfsvettvangi sem myndi móta heildstæða stefnu fyrir íslenskt samfélag og atvinnu- lífið. „Þórdís Kolbrún er áhugasöm um þessi mál og ég tel að hún muni taka þau föstum tökum,“ segir Jón Ólafur. „Til að Ísland geti náð árangri á þessu sviði er forgangsmál að laga menntakerfið að breyttum veru- leika. Það þarf að leggja aukna áherslu á kennslu í forritun og raun- greinum,“ segir hann. Nemendur skorti undirbúning Jón Ólafur vekur athygli á að Verzl- unarskóli Íslands hafi í samstarfi við SVÞ ýtt úr vör námsbraut í haust þar sem lögð er áhersla á viðskipti og stafræna byltingu. „Skólinn hefur því miður orðið þess áskynja að nemendur koma ekki nægilega vel undirbúnir úr grunnskólum til að takast á við námið. Grunnskólar þurfa því að bæta menntun sína á þessu sviði,“ segir hann. Jón Ólafur bendir á að stafræn bylting muni hafa áhrif á fjölda starfa. „Hún mun leiða til þess að störf muni færast til og því skiptir aukin menntun miklu máli. Tíma- bundið munu einhverjir sem eiga ekki möguleika á að takast á við breytta tíma detta út af vinnu- markaði. Hið opinbera þarf að hafa ákveðið með hvaða hætti eigi að bregðast við þeim aðstæðum. Það þarf annars vegar að undir- búa nemendur vel fyrir stafræna framtíð og hins vegar að bjóða starfsmönnum upp á viðbótar- menntun til að geta tekist á við nýjar áskoranir. Ef við höfum skýra stefnu stjórnvalda í þessum efnum, sem studd er af atvinnulíf- inu og skólakerfinu, vitum við hvert förinni er heitið og hver verkefnin verða. Þá er hægt að smíða aðgerða- áætlun til að mæta breyttum veru- leika,“ segir hann og nefnir að tækn- in skapi mýmörg tækifæri. „Ríkisstjórnin réð nýverið staf- rænan leiðtoga til starfa sem var að mínu mati mikilvægt skref. Stjórn- völd reikna með að með aðgerðum sem gripið verði til á næstu fimm árum megi spara um tíu milljarða á ári. Þar liggja mikil tækifæri á að einfalda atvinnulífinu að eiga sam- skipti við hið opinbera sem mun spara því tíma og fé,“ segir hann. Horft til hinna Norðurlandanna Að sögn formanns SVÞ er mikilvægt að horfa til nágrannalandanna þar sem þessi stefna er fyrir hendi, til dæmis til Svíþjóðar og Danmerkur. „Nýtum þá vinnu sem er til staðar og aðlögum hana að okkur veru- leika.“ Jón Ólafur leggur til að samstarfs- vettvangurinn verði fjármagnaður eins og í Danmörku en þar er um að ræða blöndu af opinberu fé, fjár- magni frá samtökum úr atvinnulíf- inu og frá einkaaðilum. Sá fær um 2,5 milljarða króna frá ríkinu á ári. Hann nef nir að úr röðum háskólasamfélagsins sé mikilvægt að skipa fulltrúa sem geti miðlað til þeirra sem séu ekki jafn vel að sér í tæknimálum og að fulltrúar atvinnulífsins verði ekki starfs- menn samtaka atvinnugreina heldur starfsmenn fyrirtækja því þeir hafi betri þekkingu á áskor- unum í rekstri. Stafrænt þekkingarsetur Jón Ólafur segir að nýta eigi sam- starfsvettvanginn til að koma á fót stafrænu þekkingarsetri stjórn- valda og atvinnulífs, eins og er til staðar í fyrrnefndum löndum. Það myndi til að mynda veita fræðslu og ráðgjöf við nýtingu stafrænnar tækni til að bæta samkeppnishæfni. Annar vandi sem við er að etja, að sögn Jóns Ólafs, er að tækni- fyrirtæki hafa ekki náð að koma hefðbundnum fyrirtækjum í skiln- ing um hvaða möguleikar eru fyrir hendi í stafrænum heimi. „Tækni- fyrirtæki þurfa að aðstoða okkur við að öðlast þekkingu á stafrænum málum svo við getum nýtt hana í meira mæli. Tæknifyrirtæki og hefðbundin fyrirtæki verða að tala sama tungumálið,“ segir hann. Samtök verslunar og þjónustu munu halda ráðstefnu um stafræna tækni og nýtt hugarfar á morgun. „Við höfum ákveðið að halda fund- inn stafrænt í ljósi kórónaveirunn- ar. Við viljum sýna ábyrgð,“ segir Jón Ólafur. Sterkar vísbend- ingar eru um að íslensk fyrirtæki séu farin að dragast aftur úr erlendum keppinautum sem starfa í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að innleið- ingu á stafrænni tækni. Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Dragast aftur úr í stafrænni þróun SVÞ vilja koma á samstarfsráði á milli atvinnulífs, háskóla og hins opinbera um stafræna stefnu til að efla samkeppnishæfni Íslands. Útvíkka þurfi skattaafslátt fyrir rannsóknir og þróun. Efla þarf menntun til að takast á við nýjan veruleika í tækni. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að leggja þurfi aukna áherslu á forritun og raungreinar í menntakerfinu til að auka megi stafræna þekkingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Reykjavíkurborg er svarti sauðurinn „Það er margt sem gerir íslenskri verslunin erfitt fyrir,“ segir Jón Ólafur. „Nefna má að álögur af völdum flókins regluverks og síhækkandi fasteignagjöld, einkum í Reykjavík, gera róðurinn þyngri. Nokkur sveitarfélög, til dæmis Akranes, brugðust við með skynsömum hætti sem mörg önnur sveitarfélög hefðu getað tekið sér til fyrirmyndar, ekki síst Reykjavíkurborg þar sem meginþorri alls atvinnu- húsnæðis er. Reykjavíkurborg er svarti sauðurinn hvað þetta varðar, hefur snaraukið tekjur sínar vegna þess að húsnæðis- verð hefur farið hækkandi. Hafa ber í huga að hærri fast- eignagjöld eru greidd úr vasa neytenda. Þess vegna bregðast þeir viðskiptavinir sem hafa kost á því við með því að kaupa vörur ódýrar erlendis. En um helmingur fatnaðar Íslendinga er keyptur utanlands. Að sjálfsögðu hefðu sveitarfélög átt að bregðast við hækkunum á fasteignamarkaði með því að lækka skattprósent- una sem fasteignagjöldin miðast við. Það sætir furðu að sveitar- stjórnarmenn hafi ekki brugðist við með þeim hætti,“ segir hann. 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.