Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 29
Í tengslum við COVID-19 faraldur-inn og áhrif hans á viðskiptalífið, hafa mikilvægar spurningar um
force majeure vaknað og hvort
útbreiðsla veirunnar og afleiðingar
hennar geti talist vera óviðráðanleg
atvik, sem réttlæta að samnings-
skuldbindingar séu ekki efndar á
réttum tíma.
Force majeure eða „óviðráðanleg
atvik“ geta valdið því að aðili samn-
ings verður ekki bótaskyldur, enda
þótt hann efni ekki skuldbindingar
sínar samkvæmt samningi. Einnig
getur reynt á skuldbindingar og við-
mið í fjármögnunarsamningum, þ.e.
einkum hvort áhrif COVID-19 valdi
vanefndum (þegar orðnum eða fyr-
irsjáanlegum) og geti þannig leitt til
gjaldfellingar láns (sbr. ákvæði um
„material adverse effect“ í alþjóð-
legum lánssamningum).
Í íslenskum rétti, norrænum rétti
og rétti ríkja á meginlandi Evrópu,
eru til meginreglur laga um force
Er COVID-19 force majeure atvik?
majeure, sem yfirleitt gilda um
samningssamband aðila, jafnvel
þótt samningurinn sjálfur hafi ekki
að geyma ákvæði um force majeure
og afleiðingar þess. Hins vegar, ef
enskur réttur gildir um samning-
inn, er yfirleitt nauðsynlegt að slíkt
ákvæði sé til staðar í samningnum,
þar sem force majeure gildir ekki
sem meginregla laga í enskum rétti.
Svo að force majeure teljist vera til
staðar, þurfa atvikin að vera „óvið-
ráðanleg“ og valda því að aðila sé
ómögulegt að standa við skuldbind-
ingar sínar, að minnsta kosti tíma-
bundið. Force majeure er yfirleitt
túlkað þröngt, þannig að ef atvikið
gerir efndir eingöngu erfiðari og/eða
kostnaðarsamari, gilda reglur um
force majeure ekki um slíkt atvik.
Nákvæm skilgreining á force maj-
eure er ekki til staðar, heldur fer hún
eftir atvikum hverju sinni og miðast
ekki eingöngu við atburðinn sem
slíkan heldur einnig við það svið
viðskipta, sem um ræðir og þurfa
að vera bein orsakatengsl á milli
atviksins og ómöguleikans svo að
force majeure teljist vera fyrir hendi.
Þá er algengt að samningar hafi að
geyma sérstök force majeure ákvæði.
Slík ákvæði geta vikið frá almennum
reglum með ýmsum hætti, t.d. með
því að tilgreina að atvikið þurfi einn-
ig að hafa verið ófyrirsjáanlegt þegar
ritað var undir samninginn, auk
þess sem hefðbundin force majeure
ákvæði tilgreina tímafresti, bæði
varðandi tilkynningar um atvikið og
eins hversu langur tími þarf að líða
frá atvikinu og þar til heimilt er að
segja samningi upp vegna atviksins.
Að því leyti sem samningur aðila
kveður á um force majeure, gildir
slíkt ákvæði á milli aðila. Allur gang-
ur er á því hvort „farsóttir“ (eða „epi-
demics/pandemics“) eru tilgreindar
sem force majeure atvik í samning-
um. Í ljósi þess að farsóttir hafa verið
fátíðar á Vesturlöndum undanfarna
áratugi, eru þær oft ekki nefndar
berum orðum í slíkum ákvæðum.
Þannig er líklegt að í mörgum til-
fellum muni koma til almennrar
túlkunar, en almennt má telja að
farsóttir teljist til „óviðráðanlegra
atvika“ eða „events beyond a party’s
reasonable control“, eins og almenna
ákvæðið er yfirleitt orðað í samn-
ingum á ensku. Hins vegar er staðan
varðandi COVID-19 um margt óljós,
þar sem áhrif veirunnar eru margs
konar og má tala um stigsmun:
n Á svæðum, þar sem raunveruleg-
ur faraldur geisar, er vafalítið um
force majeure atvik að ræða, að
því leyti sem faraldurinn kemur í
raun í veg fyrir samningsefndir.
n Ef stjórnvöld hafa lagt á almennt
ferðabann, samkomu bann
eða sóttkví á tilteknu svæði,
er líklegt að slíkt teljist vera
force majeure atvik, ef atvikið
gerir efndir tiltekins samnings
ómögulegar.
n Fyrirtæki getur ákveðið að senda
stóran hluta eða jafnvel allt
starfsfólk sitt heim í sóttkví. Hér
er réttarstaðan orðin nokkuð
flóknari, en ef sóttkvíin er vegna
fyrirmæla yfirvalda eða ef ætla
má að einstakir starfsmenn
geti skapað sér refsiábyrgð ef
sóttkvíin er ekki virt, má leiða
góð rök að því að um force maj-
eure atvik sé að ræða, einkum
ef fyrirtækinu er að öðru leyti
ómögulegt að efna samninginn,
t.d. með því að ráða starfsmenn
tímabundið eða leita til undir-
verktaka.
n Réttarstaðan verður enn flóknari
ef ekkert af ofangreindu á við,
en almennur ótti við smit eða
aðrar afleiðingar veirunnar (t.d.
efnahagsleg áhrif þess að eftir-
spurn og framboð hafa laskast
verulega vegna veirunnar) gerir
það að verkum að aðili ákveður
að efna ekki skuldbindingar sínar
og t.d. afpantar tiltekna vöru
eða þjónustu eða lýsir því yfir
að hann muni ekki afhenda vöru
eða veita þjónustu af einhverju
tagi. Þá bætist við flækjustigið
ef aðili (ráðstefnuhaldari eða
ferðaþjónustuaðili) telur sig
nauðbeygðan til að afpanta til-
tekna þjónustu hótels, veitinga-
húss eða ráðstefnustaðar, þar
sem stór hluti þátttakenda eða
viðskiptavina hefur afboðað
þátttöku (sem einnig vekur upp
spurningar um réttmæti slíkrar
afboðunar). Í slíkum tilvikum er
meiri óvissa um hvort raunveru-
legt force majeure atvik er til
staðar og fer það eftir atvikum
hvort dómstólar fallast á að um
óviðráðanlegt atvik sé að ræða.
Ef hægt er að draga einhverja
meginreglu af þeim sjónarmiðum
sem að baki force majeure liggja, má
ætla að almennt sé erfitt að byggja
á sjónarmiðum um force majeure
vegna tiltekinnar samningsskyldu
eða viðburðar, nema hægt sé að færa
góð rök fyrir því að samningsaðila
eða aðstandanda viðburðar sé gert
ómögulegt að uppfylla þá samnings-
skyldu eða halda þann viðburð sem
um ræðir. Þannig getur verið erfið-
leikum bundið að fá viðurkennt að
almennur ótti við smit eða aðrar
óbeinar afleiðingar COVID-19 falli
undir force majeure. Að sjálfsögðu
er þó ávallt litið til aðstæðna hverju
sinni og þær metnar heildstætt.
Í ljósi ofangreindar umfjöllunar, er
mikilvægt að fyrirtæki hugi að eftir-
farandi atriðum ef COVID-19 kemur
til álita:
n Hefur viðeigandi samningur að
geyma force majeure ákvæði
og hvernig er það nákvæmlega
orðað?
n Hvaða lög gilda um samninginn?
(Annað hvort í samræmi við
samningsákvæði um lagaval
eða þá samkvæmt almennum
reglum um lagaskil.)
n Hvers eðlis er atvikið, þ.e. geisar
faraldur sem kemur í veg fyrir
efndir eða eru áhrif COVID-19
annars eðlis og afmarkaðri í
tengslum við samningsskuld-
bindingar aðila?
n Við gerð samninga nú eftir að
COVID-19 er farin á stjá, hvernig
er rétt að orða force majeure
ákvæði, svo að skýrt sé hverjar
afleiðingar COVID-19 eiga að
vera á samningsskuldbindingar
aðila, ef á reynir?
n Hvaða tryggingar eru til staðar
og hvað segja tryggingaskil-
málar um tryggingavernd vegna
tjóns af völdum atvika eins og
COVID-19?
Með ofangreint í huga, geta fyrir-
tæki reynt að lágmarka tjón sitt af
völdum COVID-19.
Hafliði K.
Lárusson
lögmaður og
eigandi BBA
Fjeldco
Halldór Karl
Halldórsson
lögmaður og
eigandi BBA
Fjeldco
Látum ekki gerræði borgaryfirvalda eyðileggja hann með víðtækum götulokunum
allt árið hvernig sem viðrar, gegn vilja afgerandi meirihluta rekstraraðila og íbúa.
Við viljum vera í miðbænum og halda áfram að þjónusta ykkur.
Án verslunar er ekkert mannlíf.
Við treystum á ykkar stuðning í baráttunni.
Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum.
BORGARBÚAR
Við eigum aðeins
einn Laugaveg og einn miðbæ
Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN