Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 33
Ásta Kristín Sigurjóns-dóttir hefur verið fram-kvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans frá byrjun árs 2016 en á morgun
eru fimm ár frá stofnun klasans.
Hvernig finnst þér best að verja
frístundum?
Ég er náttúrunörd og einstaklega
vel gift svo mínar frístundir snúast
að miklu leyti um góða göngutúra
og fjallgöngur, hlaup um helgar
og gæðastundir með fjölskyldu og
vinum. Á veturna eru skíði með
fjölskyldunni það besta. Ég er líka
moldrík af einstökum vinkonu- og
frænkuhópum sem er alltaf jafn
endurnærandi og gott að hitta.
Nærðu að halda jafnvægi milli
vinnu og frístunda?
Stundum og mun oftar og betur
en áður. Jafnvægi er list sem þarf að
stunda og aga sig í. Það er auðvelt
að gleyma sér og keyra sig áfram í
ómissandi gírinn, brjálað að gera
og allt í botni. Það þarf að standa
sig á svo mörgum vígstöðvum í
einu að kröfurnar sem við setjum
á okkur sjálf verða svo óraunhæfar
að óhóf leg streita fylgir oft í kjöl-
farið. Ég setti mér skýr markmið
fyrir nokkrum árum um að slaka á
dugnaðarofurkonukröfunum sem
ég ein hafði sett og enginn annar
ætlaðist til af mér.
Ég var meira segja minnt á það af
stjórnarformanni að ég ynni ekki
við að bjarga mannslífum, hvort
ég vildi nú ekki aðeins slaka á. Það
var ágætis áminning sem ég nota
grimmt á þá sem mér finnst ekki
veita af slíku, við erum ekkert að
fara að bjarga þessum manni. Ofan
í þetta spilar að ég hef mikinn metn-
að og geri kröfur á árangur svo hér
þarf að fara saman heilmikil jafn-
vægislist.
Hvaða ávinning ur næst með
klasastarfi í ferðaþjónustu?
Það eru ákveðnir töfrar sem leys-
ast úr læðingi í klasastarfi. Hefð-
bundið samstarf felur venjulega
í sér ákveðna hagsmunagæslu og
baráttu á meðan klasastarf gengur
lengra. Öll virðiskeðjan vinnur að
sameiginlegum markmiðum sem
fela í sér að auka samkeppnishæfni
og verðmætasköpun allra í keðj-
unni með langtímaþróun og upp-
byggingu ferðaþjónustunnar í huga.
Aðferðirnar fela í sér hnitmiðuð
verkefni sem eiga sér upphaf og
endi. Hvort sem það er nýsköpun
innan starfandi fyrirtækja, frum-
kvöðlastuðningur eða sérstöðu- og
samkeppnisgreining fyrirtækja er
það alltaf leiðarstefið að 1+1 séu að
minnsta kosti 3. Það gerist þegar
ólíkir aðilar setjast saman með það
markmið að ná árangri, að saman
séum við sterkari og að samtaka-
mátturinn nái hærri hljómi en hver
og einn í sínu horni.
Stofnaðilar að Íslenska ferðaklas-
anum sýndu mikla framsýni og dug
við formlega stofnun hans 12. mars
2015. Þá var ferðaþjónustan á ævin-
týralegum stað í vaxtarkúrfunni og
verkefnin ærin. Klasinn lagði grunn
að mörgum góðum verkefnum
og umræðuhópum hvað varðaði
málefni líðandi stundar fyrir
fimm árum en þau verkefni fóru
að stórum hluta inn í Stjórnstöð
ferðamála sem sett var á laggirnar
sem fimm ára átaksverkefni stjórn-
valda, greinarinnar og sveitarfélaga.
Þetta voru meðal annars verkefni
sem vörðuðu tillögur að stýringu,
gagnaöflun, gæði og sérstöðu svæða
svo eitthvað sé nefnt.
Á fimm ára afmæli klasans, sem
er einmitt á morgun, þann 12. mars,
er einstaklega vel við hæfi að minna
á þann árangur sem náðst hefur,
bretta upp ermar fyrir komandi
áskoranir og muna að samstaða
og samtakamáttur öf lugra aðila í
virðiskeðju ferðaþjónustunnar er
það sem mun koma okkur sterkum í
gegnum þennan tímabundna skafl.
Hefur breytt rekstrarumhverfi í
ferðaþjónustu haft áhrif á starfið?
Klárlega, samt sem áður hafa
verið einhvers konar blikur á lofti
í íslenskri ferðaþjónustu þau tæpu
fimm ár sem ég hef verið í þessu
starfi. Óstöðugt gengi, hærri skatt-
ar, aukinn kostnaður fyrirtækja
og mikil alþjóðleg samkeppni um
ferðamanninn gerir ríkar kröfur
á alla stjórnendur sem reka ferða-
þjónustufyrirtæki. Það er einmitt
þar sem klasastarfið kemur inn og
eflir stjórnendur, gefur þeim tæki-
færi til að spegla sig í rekstri hvers
annars, yfirfæra þekkingu og læra
af mistökum. Einnig gefur þetta
fyrirtækjum kost á að eiga aukin
viðskipti sín á milli, nýta virðis-
keðju hvert annars, spara þannig
tíma og peninga með auknu hag-
ræði og stærðarhagkvæmni.
Við þurfum stundum að minna
okkur á að samkeppnin á sér ekki
stað milli fyrirtækja á Íslandi held-
ur erum við í samkeppni við aðra
spennandi áfangastaði um allan
heim. Hér á ég auðvitað ekki við
viðkvæmar rekstrar- eða fjárhags-
upplýsingar fyrirtækja sem varða
við samkeppnislög heldur almenna
heilbrigða samvinnu í samkeppni
sem er grundvöllur allra klasa.
Hvernig hefur starfinu miðað og
hvaða tækifæri sérðu fram undan?
Starfinu hefur miðað vel og það er
stöðug þróun í gangi í okkar stærstu
atvinnugrein. Það eru enn á ný
áskoranir sem bíða en eins og áður
sagði erum við heldur betur tilbúin
að láta verkin tala. Þegar mesta fárið
er liðið hjá vegna kórónaveirunnar
þurfum við að vera tilbúin með
skothelt meistaraplan. Það þarf að
fara í skapandi aðgerðir þar sem
allir þurfa að ganga í takt og takast
á við verkefnið. Öflug markaðssókn
á okkar góðu markaðssvæði, gæða
þjónusta og landslið ferðaþjónustu-
fyrirtækja sem stunda nýsköpun og
vöruþróun eru framtíðin og okkar
helsta tækifæri.
Einsetti sér að slaka á ofurkröfunum
Störf: Lána- og fyrirtækjafulltrúi
hjá Íslandsbanka, verkefnastjóri
hjá Þróunarfélagi Austurlands,
forstöðumaður Nýsköpunar og
þróunar hjá Austurbrú, þróunar-
stjóri Fjarðabyggðahafna,
framkvæmdastjóri Íslenska ferða-
klasans.
Nám: Viðskiptafræðingur með
alþjóðamarkaðsfræði og alþjóða-
vottun í verkefnastjórnun.
Fjölskylduhagir: Gift tveggja
barna móðir og hundaeigandi í
Laugardalnum.
Svipmynd
Ásta Kristin Sigurjónsdóttir
Ásta Krist ín er fyrsti Íslend ing ur inn sem tekur sæti í stjórn klasasam tak anna TCI-network. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vatnaskil urðu á olíumarkaði um helgina þegar Rússland dró sig úr samstarfi með sam-
tökum olíuframleiðsluríkja (OPEC)
sem staðið hefur yfir í ríf lega þrjú
ár. Samstarfi Rússlands og OPEC var
komið á til að koma á stöðugleika á
olíumarkaði og hindra frekara verð-
fall sem hafði staðið yfir linnulaust
frá haustinu 2014. Samstarfið skil-
aði nokkrum árangri – meðalverð
ársins 2018 var tæplega 65 dollarar
tunnan samanborið við tæplega 44
dollara 2016.
Ákvörðun Rússa um að segja sig
frá samstarfinu við OPEC hafði þær
afleiðingar að hráolíuverð féll næst-
um niður fyrir 30 dollara. Allar líkur
eru á að verðið fari niður fyrir það
til skemmri tíma. Þessar vendingar
hefðu síðan ekki getað komið á verri
tíma fyrir olíuframleiðendur þar
sem eftirspurnarskellur hefur orðið
nú þegar vegna þeirrar farsóttar sem
nú gengur yfir heimsbyggðina. Rúss-
ar hafa ekki farið leynt með hvaða
hvatar búi að baki aðgerðum þeirra
nú – til stendur að kveða bandaríska
framleiðendur í endanlega kútinn.
Mikil gróska hefur verið í banda-
rískum olíuiðnaði á undanförnum
5 til 6 árum vegna hraðrar framþró-
unar í olíuvinnslu úr leirsteinsjarð-
lögum (e. shale). Á árunum 2014 til
2018 tvöfölduðu Bandaríkjamenn
framleiðslu sína og urðu stærsti
olíuframleiðandi heims um skeið
þegar dagleg vinnsla náði tæplega
12 milljónum tunna.
Eðli leirsteinsvinnslunnar er gjör-
ólíkt hefðbundinni olíuvinnslu sem
bæði Rússar og Sádar byggja afkomu
sína á. Hefðbundin olíuvinnsluverk-
efni kosta fleiri milljarða dollara og
geta liðið meira en 10 ár frá því haf-
ist er handa við að undirbúa vinnslu
og þar til hægt er að afhenda við-
skiptavinum afurðir vinnslunnar.
Verkefni sem eru stærri og dýrari
eru svo eðli málsins samkvæmt
hulin meiri óvissu og bera með sér
meiri áhættu, auk þess sem fram-
leiðendur eru komnir á slétt með
sína fjárfestingu (e. break-even)
eftir 5 ár í fyrsta lagi – stundum allt
upp í 20 ár. Bandarísku shale-fram-
leiðendurnir geta hins vegar tekið
ákvarðanir um að bæta í eða draga
úr sinni vinnslu á tímaskala sem er
5 til 6 vikur. Ný borhola getur kost-
að allt niður 10 milljónir dollara og
getur borgað sig til baka á innan við
ári og orðið tóm eftir 18 mánuði. Það
sem hefur auðveldað bandarískum
olíuframleiðendum að byggja upp
þennan geira á ógnarhraða er gott
aðgengi að viðskiptavinum sínum
(þægilegra að koma olíu í verð sem
er unnin í Texas frekar en Síberíu),
fjármagni og hæfu vinnuafli með
viðeigandi sérþekkingu.
Sú staðreynd að nánast allt land í
Bandaríkjunum er í einkaeigu hefur
líka örvað framleiðslu, þar sem ekki
þarf að fara í langdregin ferli gagn-
vart opinberum stofnunum til að
hefja vinnslu, líkt og tilfellið er víð-
ast hvar annars staðar. Það er ekki
síst stuttur viðbragðstími banda-
rískra framleiðenda sem hefur gert
þeim kleift að f leyta rjómann af
þeim verðhækkunum sem OPEC og
Rússar hafa náð að knýja fram á síð-
ustu þremur árum. Bandarísku olíu-
fyrirtækin geta hreinlega stokkið
til þegar olíuverð tekur við sér og
tekið ákvarðanir um nýjar bor-
holur. Vegna stutts líftíma hverrar
borholu er líka auðveldara og ódýr-
ara að sækja sér áhættuvarnir með
kaupum á skiptasamningum eða
öðru sambærilegu til að verja sjóð-
streymi.
Aðrir utanaðkomandi þættir
vinna einnig með bandarísku fyrir-
tækjunum – til að mynda stóraukin
sala á rafmagnsbílum. Enginn veit
hvenær olíunotkun heimsins nær
hámarki, en það er sennilega ekki
mjög langt undan. Frá sjónarhóli
banka sem fjármagna olíuvinnslu
þá er auðvitað alltaf betri kostur að
velja verkefni með styttri líftíma og
fyrirsjáanlegra tekjustreymi. Grein-
ing ráðgjafarfyrirtækisins Wood
McKenzie sýnir að meðalfjárfesting
í nýrri olíuvinnslu í flokki verkefna
sem teljast stór (e. mega project) var
2,3 milljarðar dollarar 2018, saman-
borið við 9,3 milljarða dollara tíu
árum áður.
En nú eru Rússar búnir að segja
stopp og með þeirri ákvörðun sinni
að draga sig úr samstarfinu með
OPEC er ætlunin að svæla banda-
ríska framleiðendur endanlega af
markaði. „Við erum að gefa eftir
markaði, fjarlægjum ódýra rúss-
neska og arabíska olíu af markaði til
að hleypa dýrari bandarískri olíu að
[...] Þetta er masókismi,“ sagði tals-
maður hins rússneska risaolíufélags
Rosneft í samtali við fjölmiðla um
helgina. Það er auðvitað hárrétt að
vinnslukostnaður bandarísku leir-
steinsolíunnar er talsvert hærri en í
Rússlandi og í Sádi-Arabíu.
Ríkisrekstur hinna síðarnefndu er
engu að síður háður tekjum af olíu-
sölu. Þannig er vinnslukostnaður
í Sádi-Arabíu talinn á bilinu 2 til 6
dollarar fyrir hverja tunnu, en hið
opinbera þarf hins vegar verð á milli
70 til 80 dollara fyrir tunnuna til að
standa undir ýmsum verkefnum
þar í landi. Sádi-Arabía hefur nú
tilkynnt að alls verði 12,3 milljónir
tunna seldar í apríl, sem er meira en
fjórðungsaukning frá áætlun mars-
mánaðar. Verðfall úr 50 í 35 dollara
fyrir tunnuna orsakar þó að tekjur
ríkisins myndu hreinlega dragast
saman þrátt fyrir mikla magnaukn-
ingu í sölu.
Rússland brást strax við og til-
kynnti að hálfri milljón tunna yrði
bætt á markaðinn innan skamms.
Önnur OPEC-ríki eru einnig talin
líkleg til að auka framleiðslu og
því einsýnt að offramboð verður
á olíu á heimsmarkaði til skemmri
tíma. Samstaða olíuframleiðenda
er hrunin og nú snýst þetta um
hverjum getur blætt lengst án þess
að gefa upp öndina.
Flóðgáttirnar opnast
Þórður
Gunnarsson
sérfræðingur á
sviði hrávöru-
markaða og sjálf-
stætt starfandi
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 MARKAÐURINN