Fréttablaðið - 11.03.2020, Síða 37
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Á tímum veraldarvefsins með tilheyrandi smáforritum og ógrynni netverslana
hefur það sífellt færst í vöxt að fólk
kaupi vörur á netinu og fái sendar
heim, og það getur verið afskap
lega þægilegt. Í gegnum tíðina
er það aðallega matur sem hefur
verið sendur heim, við mikla gleði
viðtakenda, en ef það er eitthvað
sem er betra en tilbúinn matur þá
er það án vafa tilbúinn matur sem
kemur upp að dyrum.
Tilbúinn matur
Hægt er að finna dæmi um
tilbúinn mat aftur til Rómaveldis
þar sem fólk gat nálgast tilbúinn
mat í svokölluðum „thermo
poliums“, stórum leirpottum, sem
héldu matnum heitum. Það fyrir
komulag er kannski meira í ætt við
skyndibita, þar sem gjarnan er gert
ráð fyrir að maturinn sé snæddur
annars staðar en þar sem hann er
útbúinn. Þó er talið að maturinn
hafi oft verið sendur heim til
fátækra. Fundist hafa ummerki um
þessa potta á 80 stöðum, meðal
annars í Pompei á Ítalíu.
Einnig er að finna dæmi um
svipaða þjónustu hjá Aztekum
þar sem stórir opnir matarmark
aðir voru víða og gat fólk þannig
nálgast mat sem var tilbúinn til
neyslu. Talið er að „tamales“ hafi
yfirleitt verið á boðstólum.
Þá má nefna að franskir slátrarar
voru farnir að senda afurðir sínar
til hefðarfólks á 14. öld.
Sögulegar heimsendingar
Árið 1768 var hægt að fá heim
sendar „naengmyeon“ eða kaldar
núðlur í Kóreu. Sagt er að það sé
fyrsta dæmið um heimsendan
mat eins og við þekkjum hann.
Efnameira fólk gat svo fengið
heim senda „hyojonggaeng“ eða
þynnkusúpu á 19. öld.
Heimsendingar á mjólk hófust á
síðari hluta 18. aldar, eða árið 1785
nánar tiltekið, í sveitum Vermont
ríkis í Bandaríkjunum. Í Bretlandi
er talið að þjónustan hafi byrjað
um 1860. Heimsending á mjólk var
meðal annars tilkomin vegna þess
hve mjólk geymist illa og skorts
á kælum. Aðrar vörur á borð við
smjör, ost og egg voru líka gjarnan
afhentar af mjólkursendlum.
Fyrsta staðfesta flatbökuheim
sendingin er talin eiga rætur sínar
að rekja til Ítalíu árið 1889 þegar
Umberto konungur og sjálf Margh
erita drottning eru sögð hafa beðið
Raffaele nokkurn Esposito um að
færa þeim flatböku á meðan þau
voru í heimsókn í Napolí. Espo
sito er sagður hafa, ásamt konu
sinni, útbúið flatbökuna með
afurðum í sömu litum og eru í
ítalska fánanum, með rauðri tómat
sósu, hvítum mozzarellaosti og
ferskri basilíku. Hjónin eru þá sögð
hafa nefnt flatbökuna í höfuðið á
drottningunni, henni til heiðurs, en
hún naut mikilla vinsælda meðal
þegna sinna.
Um svipað leyti stofnaði ind
verskur maður að nafni Mahadeo
Havaji Bachche fyrirtæki sem sá
um að elda og afhenda tilbúinn
hádegismat til vinnufólks í
Mumbai. Hugmyndin var sú að
sjá til þess að fátækt verkafólk
gæti unnið meira og lengur yfir
daginn. Þessi þjónusta gekk undir
heitinu „Dabbawala“ og er enn
fjöldi fyrirtækja sem bjóða upp
á þjónustu af þessu tagi og setja
sendlarnir, klyfjaðir ílátum á reið
hjólum, áberandi svip á mannlífið
í Mumbaiborg.
Í seinni heimsstyrjöldinni var
svo um skeið útbúinn og afhentur
matur til fjölskyldna í Bretlandi
sem höfðu misst heimili sín í
sprengjuárásum Þjóðverja ásamt
fleiri fjölskyldum um allt landið í
þeim tilgangi að viðhalda góðum
móral meðal stríðshrjáðra lands
manna. Út frá þessu framtaki varð
svo til „Meals on Wheels“ þjón
ustan þar sem öldruðum og öðrum
í erfiðri stöðu voru færðar heitar
máltíðir upp að dyrum.
Allt sem hugurinn girnist
Heimsendingar á kínverskum mat
urðu svo vinsælar í New York upp
úr miðbiki síðustu aldar ásamt
flatbökunni sígildu og hér á landi
var farið að skrifa um heimsend
ingar á vörum í blöðum á fjórða
áratugnum.
Margir muna eftir sjónvarps
mörkuðunum þar sem fólk gat
fest kaup, símleiðis, á hinum
ýmsu vörum sem voru auglýstar
í sjónvarpinu. Hér á landi náðu
vörur á borð við bumbubanann
töluverðum vinsældum en hann
var auglýstur grimmt í Sjónvarps
markaðnum sáluga.
Með komu veraldarvefsins við
lok seinustu aldar varð svo sann
kölluð bylting í heimsendingum
þar sem fólk gat skyndilega keypt
nokkurn veginn hvað sem var á
netinu og fengið sent heim. Dæmi
um furðulega hluti sem hægt
hefur verið að kaupa á netinu er
meðal annars vopnasett til þess að
berjast við uppvakninga, hárnæla
skreytt dauðri mús, nemi fyrir
f ljúgandi furðuhluti, ímyndaðir
vinir, rafhlöður sem ganga fyrir
þvagsýru og Cheetossnakk í
laginu eins og górillan Harambe,
svo eitthvað sé nefnt.
Heimsendingar á öldum áður
Einhverjir muna eftir mjólkursendlinum og flestir þekkja pitsusendilinn en báðir eru samofnir
hugmyndinni um heimsendingar. Hægt er að rekja sögu þessarar þjónustu langt aftur í tímann.
Kona keyrir út mjólk með dyggri aðstoð hunds í Belgíu árið 1922.
Mjólkursendillinn Bill Turner safnar saman tómum flöskum af miklum
dugnaði eftir flóð í Thames-ánni í Bretlandi. MYND/GETTY
Ítalska drottningin Margherita sem
sögð er hafa fengið fyrstu heim-
sendu flatbökuna. MYND/GETTY
Karl Bretaprins í hlutverki sendils
og færir fólki heim sendan mat eða
„Meals on Wheels“. MYND/GETTY
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
LÍFRÆN VOTTUN
Fréttablaðið vinnur í samstarfi við Vott narstofuna Tún
að sérblaði. Blaðið mun innihalda alls kyns fróðleik um
lífrænar afurðir, ásamt viðtölum og umfjöllunum.
Blaðið kemur út 13. mars nk.
Vertu viss um að tryggja þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna blaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R