Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 49
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Davíðs Þorlákssonar BAKÞANKAR Það skiptir auðvitað mestu máli að hefta útbreiðslu kór-ónaveirunnar til að vernda heilsu landsmanna. Það þarf þó líka að huga að efnahagslegum áhrifum sem eru farin að birtast. Heimili hér heima og erlendis halda að sér höndum varðandi útgjöld, svo sem vegna ferðalaga. Þetta hefur áhrif á eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu, einkum ferðaþjónustu. Það kemur sérstaklega illa við okkur á Íslandi þar sem ferðaþjónusta er okkur hlutfallslega mikilvægari en nágrannalöndum okkar. Fyrir- tæki halda einnig að sér höndum, bíða með fjárfestingar og að ráða í laus störf. Hlutabréfaverð lækkar og það hægir á öllu hagkerfinu. Þetta bætist við erfiðar aðstæð- ur sem voru fyrir vegna samdrátt- ar í ferðaþjónustu, loðnubrests, náttúruhamfara og verkfalla. Hið opinbera hefur ýmis úrræði til að bregðast við þessu. Seðlabankinn getur farið í duglega vaxtalækkun og beitt öðrum tólum til að slaka á aðhaldi peningastefnunnar. Góðu fréttirnar eru að staða ríkissjóðs er góð eftir uppgang í atvinnulífinu síðustu árin. Það er því svigrúm til skattalækkana. Einnig má f lýta fyrir og auka arð- bærar innviðafjárfestingar, svo sem í f lutnings- og dreifikerfum raforku og samgöngum. Það er aldrei góður tími fyrir heimsfaraldur eða efnahags- lægð, hvað þá heimsfaraldur ofan í efnahagslægð. Ef ekkert er að gert má búast við að efnahags- lægðin sem var hafin verði dýpri og lengri en ella. Öll tól og tæki til að draga úr slæmum áhrifum stöðunnar eru hins vegar í okkar höndum. Nú er tími til að standa saman, leggja pólitík til hliðar og fara í aðgerðir sem raunverulega skipta máli. Vont versnar OPAL 2 TEG - 40 G 169 KR/PK 4225 KR/KG laugardalsvelli · opið kl. 10-21 öll kvöld Ljúfar lestrarstundir Vantar þig bók á náttborðið? siminn.is Af hverju er Dóri DNA alltaf svona reiður? DÓRI DNA Halldór Laxness Halldórsson er rithöfundur, grínisti, tónlistarmaður, handritshöfundur, leikari, eiginmaður og faðir og langar að gera meira af þessu öllu. Dóri DNA er í einlægu spjalli í næsta þætti af Með Loga. Þátturinn kemur á fimmtudag í Sjónvarp Símans Premium

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.