Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 4
Þjóðbúningur kvenna
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
- sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæð-
skerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta
með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er hand-
saumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er
fáanlegt í verslun HFÍ.
Knipl á þjóðbúning
Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli
blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfur-
þræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið
á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr
gull- eða silfurþræði og/eða silki.
Baldýring
Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð
sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin
einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum
útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og nemendur
eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem
upphlutsborðum.
Faldbúningur - Skautbúningur - Kyrtill
Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbún-
ingi, skautbúningi eða kyrtli - sjá www.buningurinn.is. Í
tímunum fá nemendur einstaklings¬miðaða aðstoð við
fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað
vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúninga-
saumi, til dæmis skyrtu- og svuntusaum eða lagfæringar
á eldri búningum.
Vefnaðarnámskeið, 5 vikur
Námskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim
sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól
til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunn-
bindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar.
Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar
sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verk-
efnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar,
diskamottur o.fl.
Harðangur
Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar
vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur,
stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flat-
saumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem
raðast saman.
Gamli krosssaumurinn
Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor).
Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Sjónabókinni
sem síðar má setja í púða eða í ramma.
Uppsetning á púðum
Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða.
Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra
að setja upp.
Refilsaumur
Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús
og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan
er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur,
andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er
einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti.
Nemendur læra aðferðina og sauma litla mynd.
Kanntu að spinna á halasnældu? - Örnámskeið!
Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stutt-
lega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og
spinna á halasnældu. Námskeiðið er hugsað sem kynning
á grunnhandtökum en vakin er athygli á lengra námskeiði
sem hægt er að sækja í framhaldinu.
Orkering
Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri
skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir bæði skrifaðar
og eftir teikningum. Orkeraðar blúndur eru til dæmis not-
aðar framan á peysufataermar, í skartgripi, dúka eða aðra
skrautmuni.
Eplakarfa / prjónakarfa
Kennd eru undirstöðuatriði í körfuvefnaði en námskeiðið
hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur
læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur
tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á
ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður
að lita körfuna í lok námskeiðs.
Sápugerð - örnámskeið!
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað
þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi.
Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst
á fyrirlestri en að honum loknum er sýnikennsla þar sem
gerð er sápa sem nemendur fá með sér heim.
Heimilisiðnaðarskólinn - Nethylur 2e - 110 Reykjavík
Netfang: skoli@heimilisidnadur.is - Sími: 551 5500
Opnunartími mánudaga-fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9 - 16
Verslunin er opin mán. - fim. kl. 12-18 og fös. kl. 12-16
www.heimilisidnadur.is
www.facebook.com/heimilisidnadarfelagid
Heimilisiðnaðarskólinn
Á meðal námskeiða sem boðið er uppá: