Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 30

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 30
30 HUGUR OG HÖND 2019 hreinan vítissóda sem getur brennt, eins og áður sagði. Kúnstin við sápugerð er því að geta reiknað út á einfaldan hátt hversu mikið þarf af lút á móti fit- unni sem notuð er, en það fer eftir gerð fitunnar. Nú á tímum er þetta leyst með einföldum reiknivélum á netinu og ætti að vera á færi flestra að leysa úr því. Hægt er að nota margskonar fitu og olíu til sápu- gerðar, bæði jurtaolíur og dýrafitu. Í nútíma sápugerð er oftast notuð blanda af jurtaolíum og dýrafitu þar sem gætt er að ólíkum eiginleikum hráefnisins. Til dæmis er kókosolía notuð til þess að fá löður, en ólífu- olía til þess að fá húðvæna sápu. Til eru sápur sem eru einungis gerðar úr einni tegund af fitu, t.d. eru Marseille og Aleppo sápur (kenndar við staðina þar sem þær eru búnar til) báðar gerðar úr ólívuolíu einni og eru eftirsóttar. Ef ólívuólía er ein notuð við sápu- gerð þarf að geyma hana nokkuð lengi áður en hún er nothæf, því hún verður mjög lin og endingarlítil ef hún er of ung. Greinarhöfundur hefur gert sápur um margra ára skeið og þykir algerlega ómissandi að eiga heima- gerðar sápur á baðinu, bæði til handþvottar, baðferða og hárþvotta. Sáðugerð er frekar einföld og hér er einföld upp- skrift að sápu sem hægt er að spreyta sig á. Þess má geta að Heimilisiðnaðarfélagið hefur haldið námskeið í sápugerð sem hafa notið mikilla vinsælda. Einföld sápa Notið gúmmíhanska og hlífðargleraugu við sápu- gerðina. Vítissódi er mjög ætandi efni og á alls ekki að koma á bera húð. Sama gildir um ferskan sápulög þegar honum er hellt í mótið eða mjólkurfernuna. Látið hann alls ekki komast í snertingu við bera húð. Hér á landi og víðar var afgangsfitu frá matargerð jafnan safnað saman, hún hreinsuð og nýtt til sápu- gerðar. Óhreinindi þau sem sitja eftir á steikarfatinu eru vatnsleysanleg og því er auðvelt að nýta sér þá eiginleika fitu að fljóta á vatni. Fitan er einfaldlega sett í skál, vatni hellt yfir og allt saman brætt. Auð- velt er að nota örbylgjuofn til þess. Gott er að hræra áður en skálin er sett í ísskáp. Þegar vökvinn kólnar storknar fitan og liggur ofan á óhreinu vatninu. Þá er fitan tekin ofan af, vatninu hellt og allt ferlið endur- tekið. Þetta er gert eins oft og þurfa þykir. Fitan er fullhreinsuð þegar hún er laus við lit og lykt. Sumir kynnu að velta fyrir sé hvers vegna nokkur maður vilji standa í þessu amstri og er því fljótsvarað. Svínafita er fyrirtakshráefni í sápu og sjaldan á boðsstólum hreinsuð. Greinarhöfundur safnar því saman þeirri afgangsfitu sem til fellur, sérstaklega svínafitu, hreinsar hana og notar í sápur. Fitan geym- ist mjög lengi í ísskáp án þess að þrána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.