Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 20
20 HUGUR OG HÖND 2019
gliti sem ofið er annars staðar
á Norðurlöndunum, að því leyti
að það er ofið með réttuna upp.5
Glitvefnaður er nokkuð líkur
erlendri aðferð í vefnaði sem
heitir dukagång á sænsku og
brocaded on the counted thread
á ensku en munsturbandinu er
brugðið um uppistöðuþráðinn á
ólíkan hátt. Útkoman er ekki eins
en það lík að auðvelt er að rugla
þeim saman. Munurinn er sá að
þegar glitað var í vefstaðnum, og
síðan einnig í vefstóli hér á landi,
þá sneri rétthverfan að þeim sem
óf, en við dukagång-vefnað snýr
hún niður, eða frá vefaranum.
Til eru nokkur bindimunstur
fyrir glitvefnað og eru þau byggð
upp eftir því hversu margir þræðir
eru hafðir í hverju glitspori eða
rúðu. Í gömlum söðuláklæðum
er yfirleitt sjötti hver þráður
glitþráður og talið er að þannig
hafi glitið verið ofið í gömlu kljá-
steinavefstöðunum og í láréttum
vefstólum þegar þeir komu hingað
um miðja 18. öld.
Að vefa söðuláklæði
Þegar söðuláklæði með íslensku
gliti er ofið í kljásteinavefstað
þarf tvö vefsköft eða hafaldasköft,
einskeftuskaft og glitskaft sem
er hnýtt eftir því hversu margir
þræðir eiga að vera í glitsporinu.
Sigríður Halldórsdóttir segir að
eðlilegast hafi verið að hnýta
höföld fyrir glitskaftið af þráðum
sem liggja fyrir framan skilfjöl,6
eins og sjá má á mynd 6. Ýmist er
hægt að hnýta glitþráðinn sem
fjórða, fimmta eða sjötta hvern
þráð og er þá hnýtt á glitskaftið
samkvæmt því. Algengt var að
hafa fimmta eða sjötta hvern þráð
sem glitþráð en á mynd 6 er fjórði
hver þráður hafður glitþráður.
Togþráður sá sem notaður var í
uppistöðu á söðuláklæðunum á
18. og 19. öld var mun fínni en sá
verksmiðjuspunni þráður sem
nú er framleiddur hjá Ístex (áður
Gefjun og Álafoss). Því eru hafðir
mun færri þræðir á sentimetra í
glitvefnaði nú en áður fyrr, sem
gerir það að verkum að færri
þræðir eru í hverju glitspori, ella
verður munstrið of stórgert.
Sagt hefur verið að söðulá-
klæðin hafi verið ofin án uppdrátta,
munstrið orðið til jafnóðum. Alveg
er hugsanlegt að svo hafi verið í
einhverjum tilfellum og jafnvel
í upphafi, en sama munstur á
mörgum áklæðum bendir þó til að
uppdrættir hafi verið til og gengið
milli manna.7 Algengustu munstur
á söðuláklæðunum eru tveir sam-
hverfa jurtapottar, sinn í hvorum
enda, með stílfærðum stórgerðum
blómamunstrum sem minna á
akantus og túlipana, með rósum
inn að miðju. Á jöðrum og köntum
eru gjarnan tvær til þrjár gerðir
af bekkjum og upphafsstafir og
ártal eru ýmist þvert yfir miðju
eða meðfram brúnum skammhlið-
anna. Munstrin eru reitamunstur,
byggð upp á ferhyrndum sporum
og unnin á rúðustrikaðar arkir eða
pappír og hafa munstrin varðveist
í handritum í svo kölluðum sjóna-
bókum og sjónablöðum. Þekkt eru
tíu sjónabókahandrit og eru þau
frá seinni hluta 18. aldar og fyrri
hluta 19. aldar, að undanskildu
einu frá 17. öld.8 Sjónabókahand-
ritin sýna rúðumunstur fyrir
útsaum, vef, prjón og annað hand-
verk. Sjónabók Jóns Einarssonar
frá Skaftafelli (Þjms. Þ&ÞTh 116)
er einna merkust vegna fjölda
margbreytilegra munstra en hún
er frá ofanverðri 18. öld.9 Aðeins
er þó tiltekið eitt munstur sem er
sagt fyrir glitvefnað. Samkvæmt
samantekt á öllum 10 sjónabóka-
handritum sem til eru hér, eru
rúðumunstur með jurtapottum í
öllum nema einu, því elsta sem er
frá 17. öld.10 Áttablaðarós, bekkja-
M y n d 5 : F i m m a l ge n g u s t u b i n d i m u n s t u r
s e m n ot u ð h a f a ve r i ð t i l a ð ve f a í s l e n s k t
g l i t . Ö l l b i n d i m u n s t r i n , n e m a B , e r u
o f i n á f j ö g u r s k ö f t o g þ r j ú s k a m m e l .
B i n d i m u n s t u r B , C o g D vo r u þ e k k t á 18 .
o g 19 . ö l d i n n i e n b i n d i m u n s t u r A o g E
e r u þ e k k t a r i á 2 0 . ö l d .
Þ a ð ge t u r re y n s t e r f i t t a ð g re i n a á m i l l i g l i t s a u m s o g g l i t ve f n a ð a r, e n þ e ga r ve l e r a ð
g á ð m á s j á a ð þ a r s e m t ve i r l i t i r m æ t a s t í o f n u m gl i t s p o r u m þ á ve f a s t l i t i r n i r h ve r i n n
í a n n a n á l i t a s a m s k e y t u m ( v i n s t r i ) , e n í g l i t s a u m i e r u s p o r i n a ð s k i l i n ( h æ g r i ) .