Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 14
14 HUGUR OG HÖND 2019 Á þeim tíma var hann byrjaður að binda inn bækur fyrir einstakl- inga og árið 1991 kom hann sér upp vinnuaðstöðu á Óðinsgötu 25. Árið 1992 stofnaði hann sína eigin vinnustofu sem hann hefur rekið síðan, fyrst í gamla Guten- bergshúsinu í Þingholtsstræti 6 og svo í Hafnarstræti 18. Árið 2002 keypti Sigurþór bókbandsstofu Árna Kristmundssonar og flutti á Hverfisgötu 32 og á Laugaveg 147 nokkrum árum seinna. Hefur vinnustofan Bókbandsverk verið þar síðan. Einnig var hann í hálfu starfi við bókband hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 2004. Sigurþór hefur að mestu unnið við vandaðra skinnband fyrir bókasafnara og lagt sig eftir að kynna sér íslenska bókbandshefð og sögu bókbands. Hann hætti störfum hjá Seðlabankanum um síðustu áramót og starfar nú ein- göngu á vinnustofu sinni. Verðlaun og viðurkenningar Sigurþór hefur tekið þátt í keppnum í bókbandi á Norð- urlöndum, Frakklandi, Ítalíu og Skotlandi og unnið til fjölda viðukenninga á því sviði. Í þessum keppnum er lagt mat á listfræði- lega- og tæknilega útfærslu á bókbandinu. Konunglega bókasafnið í Stokk- hólmi óskaði eftir því við Sigurþór árið 2002 að hann myndi binda inn fyrstu bókina í nýtt bókbandssafn. Í safninu átti að koma upp sérs- töku safni með norrænu bókbandi. Hann varð fyrir valinu eftir að verk eftir hann birtist í sýningarskrá frá bókbandssamkeppni á Ítalíu árið 1998. Bókasafnið hafði nor- rænt bókband en þó ekki neitt frá Íslandi. Bókin er um sögu sænskrar hönnunar. Sigurþór tengir liti kápunnar bæði við Ísland og Sví- þjóð með gulum, bláum og rauðum lit og innan á rauðu kápunni er útskorin mynd af Absolut vodka flösku sem er fræg sænsk hönnun, sannkallað listbókband. Sigurþór hannaði einnig box utan um norsku konungssögurnar sem var gjöf frá Alþingi til norska þingsins. Bækurnar standa á eins- konar sleða í botni boxins sem gerir kleift að draga þær allar út í einu. Boxinu er lokað með renniloki sem skreytt er með bókarkápunni. Bókbandskunnátta hefur líka verið nýtt til að útbúa box fyrir bækur, bréfsefni eða aðra hluti svo sem þjóðbúninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.