Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 16
16 HUGUR OG HÖND 2019 og leysa sundur arkirnar hverja frá annarri. Síðan er sorfið í kjöl- inn fyrir kappaböndum. Bækurnar eru vanalega saumaðar í saumstól. Á saumstólinn eru strekkt kappa- bönd sem arkirnar eru saumaðar við. Þá er bókin límborin í kjölinn, skorin og rúnnuð svo komi fal- legur bogi á kjölinn. Þá er bókin falsbarin sem svarar þykktinni á hliðarpappanum sem fellur í falsinn. Að því búnu er gengið frá hliðarspjöldum og kjölkragi settur á til skrauts. Vandaður kjölkragi er búinn til úr skinni eða saum- aður við kjölinn með silkiþráðum. Kraftpappír er límdur í kjölinn til að styrkja bandið og halda rúnningunni í réttum skorðum. Utan á bókina kemur síðan bók- bandsskinn sem nær vanalega inn á spöldin. Þá er spjaldpappír sem fer vel við skinnið og saurblöðin límd á hliðarnar. Þegar falslisti og saurblöð hafa verið límd niður er bandi lokið. Þá tekur við skreyting og gylling bókarinnar. Línur eða annað mynstur er gyllt með fílettum og gyllingarstimplum, en letri raðað upp í leturtöng. Það krefst mikillar natni að binda inn bók með öllum þeim efn- iskosti og tilbrigðum sem notuð eru við að skreyta bókina. Sem dæmi tekur um 6-8 klukkustundir að binda inn eina bók, en getur tekið allt upp í viku. Það tók Sigur- þór til dæmis rúma viku að binda inn Guðbrandsbiblíu í samskonar band og var gert upphaflega, með spenslum og látúnshornum. Heimildir: Ingi Rúnar Eðvarðsson; Prent eflir mennt. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 1994. Sigurþór Sigurðsson; Drög að sögu bókbands á Íslandi. Tekið saman árin 1999-200l. Sigurþór Sigurðsson; Munnleg heimild febrúar 2019. Prentarinn, tímarit.is, 24. árgangur 2004. Handverk á heimsmælikvarða. Morgunblaðið. Fjórar tilraunir áður en hugmyndin var mótuð. 14. September 2003. Morgunblaðið; Vinnur að bók um bókband og bókbindara. 21. september 2018. Morgunblaðið; Útlitið er málið en ekki innihaldið. 21. september 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.