Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 10
10 HUGUR OG HÖND 2019 voru nýlega flutt frá Sviðholti að Innrihólmi. Þar lést Þórunn úr bólusótt í febrúar 1786 ásamt nýfæddum syni. Hannes flutti ekki aftur alfarinn í Skálholt fyrr en 1787 og kvæntist Valgerði 1789. Yngri dóttir Sigríðar og Ólafs hét Ragnheiður (1774-1826) og var tíu árum yngri en Þórunn. Ragn- heiður gifti sig þrítug að aldri og var sýslumannsfrú að Leirá þegar Hooker kom þar í heimsókn fimm árum síðar. Elsa sagði frá því að Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málari hafði punktað það niður í vasa- bók sína á árunum 1858-1859, og haft eftir tveimur konum sem þekktu til í Viðey árið 1809, að enskir hafi fengið klæðnað og góss sem Ragnheiður hafi átt og passaði lýsing á þessum munum við faldbúninginn á V&A. Vegna skrifa Sigurðar tengdi Elsa búninginn við Ragnheiði og taldi að hann gæti hafa verið brúðar- búningur hennar. Hún gat þess líka að önnur brúður, það er Þórunn, gæti hafa borið að minnsta kosti hluta hans. Satt að segja verður það að teljast mun líklegra að búningurinn hafi verið saumaður á Þórunni þegar hún gifti sig árið 1780 heldur en fyrir brúðkaup Ragn- heiðar árið 1804. Reyndar er ekki ólíklegt að árið 1809 hafi Ólafur talið búninginn eign Ragnheiðar, konunnar sem eftir lifði, Þórunn var löngu látin og Sigríður fyrir tveimur árum. Það segir hins vegar ekkert um hverjum búningurinn var ætlaður í upp- hafi. Og allt gerðist þetta löngu fyrir daga Sigurðar málara. Annað eins hefur skolast til þegar kona segir konu eða karli sem aftur punktar í vasabók mörgum áratugum síðar. Sagan rakin og getið í eyður Í brúðkaupi Sigríðar og Ólafs árið 1761 var ekkert til sparað enda Sigríður einkadóttir ríkasta manns lands- ins. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir lýsir því skemmti- lega í upphafi ævisögu Skúla fógeta.11 Þarna var allt helsta fyrirfólk landsins, ekki færra en hundrað og þrjátíu manns og veislan stóð í viku. Biskuparnir báðir leiddu brúðina til kirkju, hún hefur verið skartklædd og borið koffur um faldinn. Hún fékk ríkulegan heimanmund bæði í fasteignum og lausafé, þar með hempuskildina sem voru merktir henni. Árið 1772 sýndi Sigríður leiðangursmönnum Banks brúðarskart sitt og skildina og þeir teiknuðu myndir af. Ekkert var heldur til sparað þegar Þórunn giftist aðstoðarbiskupnum í Skálholti árið 1780. Hún fékk koffur móður sinnar í heimanmund og langt belti með líku munstri og koffrið. Þá var faldbúningurinn fagri saumaður á hana samkvæmt gerð þess tíma A n n a r h e mp u s k j ö l d u r S i g r í ð a r M a g n ú s d ó t t u r. Te i k n a ð u r a f l e i ð a n g u r s m a n n i J o s e p h s B a n k s þ e ga r þ e i r k o m u í S v i ð h o l t á Á l f t a n e s i á r i ð 1772 . H e mp a n s e m f y l g d i b ú n i n g n u m t i l E n gl a n d s .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.