Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 16

Hugur og hönd - 2019, Side 16
16 HUGUR OG HÖND 2019 og leysa sundur arkirnar hverja frá annarri. Síðan er sorfið í kjöl- inn fyrir kappaböndum. Bækurnar eru vanalega saumaðar í saumstól. Á saumstólinn eru strekkt kappa- bönd sem arkirnar eru saumaðar við. Þá er bókin límborin í kjölinn, skorin og rúnnuð svo komi fal- legur bogi á kjölinn. Þá er bókin falsbarin sem svarar þykktinni á hliðarpappanum sem fellur í falsinn. Að því búnu er gengið frá hliðarspjöldum og kjölkragi settur á til skrauts. Vandaður kjölkragi er búinn til úr skinni eða saum- aður við kjölinn með silkiþráðum. Kraftpappír er límdur í kjölinn til að styrkja bandið og halda rúnningunni í réttum skorðum. Utan á bókina kemur síðan bók- bandsskinn sem nær vanalega inn á spöldin. Þá er spjaldpappír sem fer vel við skinnið og saurblöðin límd á hliðarnar. Þegar falslisti og saurblöð hafa verið límd niður er bandi lokið. Þá tekur við skreyting og gylling bókarinnar. Línur eða annað mynstur er gyllt með fílettum og gyllingarstimplum, en letri raðað upp í leturtöng. Það krefst mikillar natni að binda inn bók með öllum þeim efn- iskosti og tilbrigðum sem notuð eru við að skreyta bókina. Sem dæmi tekur um 6-8 klukkustundir að binda inn eina bók, en getur tekið allt upp í viku. Það tók Sigur- þór til dæmis rúma viku að binda inn Guðbrandsbiblíu í samskonar band og var gert upphaflega, með spenslum og látúnshornum. Heimildir: Ingi Rúnar Eðvarðsson; Prent eflir mennt. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 1994. Sigurþór Sigurðsson; Drög að sögu bókbands á Íslandi. Tekið saman árin 1999-200l. Sigurþór Sigurðsson; Munnleg heimild febrúar 2019. Prentarinn, tímarit.is, 24. árgangur 2004. Handverk á heimsmælikvarða. Morgunblaðið. Fjórar tilraunir áður en hugmyndin var mótuð. 14. September 2003. Morgunblaðið; Vinnur að bók um bókband og bókbindara. 21. september 2018. Morgunblaðið; Útlitið er málið en ekki innihaldið. 21. september 2018.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.