Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 5

Hugur og hönd - 2019, Page 5
Að stunda handverk eykur hamingju. Gleðin sem felst í því að skapa og læra eitthvað nýtt eykur vellíðan og má því með sanni segja að hamingjan búi í hand- verkinu. Hamingjan býr í handverkinu er yfirskrift bæklings sem systurfélag Heimilisiðnaðarfélagsins í Finnlandi Taito gaf út nú á vormánuðum. Að baki full- yrðingunni liggur stór skoðanakönnun þar sem fram kemur að einn af hverjum þremur finnum stundar einhvers konar handverk í hverjum mánuði. Meira en helmingurinn af þeim hópi nefnir að handverk sé góð leið til þess að slappa af og núllstilla hugann. Þessari fullyrðingu, sem handverksfólk veit að er sönn, er nauðsynlegt að halda á lofti. Nú þegar umræða um streitu og kulnun verður sífellt meira áberandi í sam- félaginu eykst mikilvægi þess starfs sem HFÍ vinnur að með námskeiðahaldi og útgáfu tengdu handverki. HFÍ á því nú sem fyrr brýnt erindi til samtímans. Fyrstu hundrað árunum í sögu Heimilisiðnaðar- félags Íslands verða gerð skil í bókinni Þarfaþing og þjóðþrifamál – Saga Heimilsiðnarafélags Íslands 1913-2013 sem Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur ritar. Áslaug hefur unnið að verkinu undanfarin ár en nýlega varð sá merki áfangi að HFÍ, höfundur og Sögufélagið skrifuðu undir útgáfusamning. Það er gleðiefni og mikil viðurkenning að Sögufélagið skuli taka verkið til útgáfu. Vinnu við handrit og val mynda verður lokið síðar á þessu ári og bókin kemur út haustið 2020. Við lestur handritsins vekur athygli að Heimilisiðnaðarfélagið hefur alveg frá stofnun árið 1913 staðið fyrir námskeiðahaldi, félagið hefur gengt mikilvægu hlutverki á opinberum vettvangi til að mynda við móttöku opinberra erlendra gesta og veitt umsagnir um ýmis mál í gegnum tíðina, sýningarhald er áberandi og verslunin Íslenzkur heimilsiðnaður setti svip á bæinn um langt árabil. Við skrif sögunnar leggur Áslaug áherslu á að tengja sögu félagsins við almenna sögu og höfðar hún því til breiðs hóps lesenda. Útgafa bókarinnar er sannarlega tilhlökkunarefni. Norrænt samstarf stendur með miklum blóma um þessar mundir eins og rakið er í þremur stuttum grei- num hér í blaðinu. Norrænt samstarf Heimilsiðnaðar- félaga á sér langa og farsæla sögu. Óhætt er að segja að uppgangur sé á þeim vettvangi um þessar mundir. Samfélagsmiðlar auðvelda öll samskipti og skapa möguleika á að deila verkefnum þvert á landamæri á einfaldan hátt. Það er félaginu ómetanlegt að hafa árlega tækifæri til að bera saman bækur sínar við heimilisiðnaðarfélögin á hinum norðurlöndnunum, læra af reynslu þeirra og njóta ávinnings af þeirra öfluga starfi. Það er sannarlega meðbyr með starfsemi Heimi- lisiðnaðarfélagsins um þessar mundir. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan er sú staðreynd að ástundun handverks hefur jákvæð áhrif á and- lega, og þar með líkamlega heilsu. Síðari ástæðan er kröftug umræða um umhverfismál, þar sem raddir gegn óvönduðum og ódýrum vörum verður háværari vegna neikvæðra umhverfisáhrifa. Þetta leiðir til kröfu um að hlutir séu gerðir til að endast sem aftur eykur gildi handgerðra hluta úr góðu hráefni. Heimi- lisiðnaðarfélagið hefur því ástæðu til bjartsýni. Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilsiðnaðarfélags Íslands Formannspisti l l 2019 HUGUR OG HÖND 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.