Hugur og hönd - 2019, Síða 9
2019 HUGUR OG HÖND 9
teiknað mynd af Sigríði í brúðarbúningi með tilheyr-
andi koffri, líklega búningnum sem hún hafði borið
ellefu árum fyrr þegar hún giftist Ólafi. Búningurinn
var ólíkur búningnum á V&A, var til dæmis með rauða
svuntu yfir bláu pilsi og hvortveggja lagt borðum
neðst. Búningurinn á V&A er líka með lausa svuntu
en pils og svunta eru í sama lit, dökkbláum, og með
blómstursaumuðum bekk neðst. Af ýmsum ástæðum
þróaðist faldbúningur íslenskra kvenna tiltölulega
hratt á síðari hluta 18. aldar. Meðal annarra breytinga
var að svunta var ekki lengur laus heldur felld inn í
pilsið svo að úr varð samfella. Á Þjóðminjasafni er
varðveitt blómstursaumuð samfella sem vitað er að
var saumuð rétt fyrir aldamótin 1800 af Guðrúnu
Skúladóttur (Magnússonar landfótgeta) (1740-
1816). Hún var saumuð fyrir Valgerði Jónsdóttur
(1771-1856) í Skálholti, seinni konu Hannesar Finns-
sonar (1739-1796) biskups. Elsa bar saman blómstur-
sauminn á búningnum á V&A og á samfellunni á
Þjóðminjasafni og reyndust bekkirnir vera mjög
áþekkir að munstri, litavali og handbragði og ályktaði
Elsa að sama konan, það er Guðrún Skúladóttir, hefði
saumað eða haft umsjón með saumaskap beggja.8
Sigríðar og Ólafsdætur
Eldri dóttir Sigríðar og Ólafs var Þórunn, fædd
1764. Hannes Finnsson, biskupssonur, bjó í Kaup-
mannahöfn í tæplega tuttugu ár og var þar mikils
metinn fræðimaður. Hann hélt heim árið 1767 þegar
faðir hans óskaði eftir því og varð aðstoðarbiskup
hans og síðar biskup. Vorið 1780 tók Hannes við
öllum búsforráðum í Skálholti og síðar um sumarið
kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttur.9 Til er skrá
um heimanmund Þórunnar og ljóst að þar var ekki
verið að gifta kotungs stelpu. Hún fékk tvær góðar
bújarðir, alls kyns borðbúnað, rúmfatnað, kistur,
reiðtygi, skartgripi, kvensilfur og fatnað. Svo virð-
ist að í heimanmundinum geti hafa leynst flestir
hlutar V&A búningsins og verður hér fátt eitt nefnt;
hempuskildir skreyttir steinum, 24 gyllt hempupör,
gyllt víravirkiskoffur með miðstykki skreyttum
steinum og stöfunum SMD, gylltur silfurlindi (belti),
stór beltispör, hálsfestar, tíu gyllt upphlutsspennsli
(krækjur), herðafesti, gylltir ermahnappar með
laufum og gylltir svuntuhnappar. Þórunn fékk
fimm hempur, þar af eina nýja klæðishempu og átta
treyjur, þar af eina með gullstímuðum leggingum,
baldýruðum og gullbrydduðum kraga og tvílögð á
börmum með ektaborða. Hún fékk sex pils, þar af
eitt úr bláu skarlatsklæði og blómstursaumað og þrjú
upphlutsföt, eitt þeirra með grænum flauelsupphlut,
lögðum með gullborðum.10 Þórunn og Hannes settust
að í Skálholti, hann 41 árs, hún 16 ára. Þau eignuðust
son árið 1782 en hann lést ári síðar. Ekki voru þetta
auðveld ár til búskapar, Skaftáreldar stóðu frá vori
1783 þar til í febrúar 1784 og í kjölfar þeirra móðu-
harðindin sem ekki linnti fyrr en árið 1785 en í þeim
féll bæði búpeningur og fólk. Talið er að vegna ham-
faranna hafi rúmlega fimmtungur þjóðarinnar látist.
Í ágúst 1784 riðu yfir jarðskjálftar á Suðurlandi,
margir bæir hrundu og Skálholtsstaður lagðist í rúst.
Biskupshjónin fluttu til foreldra Þórunnar sem þá
Te i k n i n g a f S i g r í ð i M a g n ú s d ó t t u r í b r ú ð a r b ú n i n g i .
G æ t i ve r i ð b ú n i n g u r i n n s e m h ú n b a r í e i g i n b r ú ð k a u p i e l l e f u
á r u m f y r r, á r i ð 1761 a ð L e i rá .