Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 11

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 11
 2019 HUGUR OG HÖND 11 með lausri svuntu og samsvarar stærð hans sextán ára stúlku, með um 60 sentímetra streng í mitti. Nýja hempu fékk hún með skjöldum móður sinnar og hempupörum. Þegar Skálholtsstaður hrundi yfir biskupshjónin reyndu þau að bjarga því fémætasta undan rústunum og fluttu með sér yfir að Innrihólmi. Þar á meðal hefur verið brúðarskartið og allt sem því fylgdi. Varla hefur Hannes biskup flutt það með sér aftur í Skálholt þegar hann fór þangað rúmu ári eftir lát konu sinnar. Búningurinn var því áfram hjá foreldrum Þór- unnar að Innrihólmi og var gjarnan sýndur gestum sem þangað komu. Svo var til dæmis þegar menn úr leiðangri J.T. Stanleys komu þangað sumarið 1789.12 Ólafur Stephensen tók þeim ákaflega vel og bað meðal annars dóttur sína að bera fram og sýna þeim dýran íslenskan búning. Hann færði hana í sumt af honum en sagði leiðangursmönnum jafnframt að búninginn gæti hún ekki borið fyrr en á brúðkaupsdegi sínum. Þarna var Ragnheiður 15 ára gömul og sýndi líklega gestunum og mátaði búninginn sem hafði verið saum- aður á Þórunni systur hennar níu árum fyrr. Árið 1804 þegar Ragnheiður giftist var kvenfatatískan mjög breytt enda 24 ár liðin frá brúðkaupi Þórunnar. Ólíklegt er að boðlegt hafi þótt að höfðingjadóttirin Ragnheiður gifti sig í eldgömlum brúðarbúningi systur sinnar, þótt flottur væri, enda hann líklega of lítill á hana. Ólafur og Sigríður fluttu til Viðeyjar 1793 en Magnús sonur þeirra bjó áfram á Innrihólmi. Varla hafa gömlu hjónin tekið brúðarskart Þórunnar og hempu með sér út í Viðey. En hvar sem fötin hafa verið, í Viðey, hjá Magnúsi eða hjá Ragnheiði systur hans á Leirá þá hafa þau væntanlega verið í hálf- gerðu reiðileysi þegar Hooker heimsótti allt þetta fólk árið 1809. Það fór ákaflega vel á með Hooker og fjölskyldunni, ekki síst Magnúsi. Magnús mælti mjög gegn því að konur klæddust faldbúningum en Hooker hafði hins vegar mikinn áhuga á hinum sérkenni- lega íslenska fatnaði sem á þessum tíma var mjög að breytast og jafnvel hverfa. Það hefur því sjálfsagt verið tiltölulega auðvelt fyrir Hooker að semja um kaupin á flíkum sem voru nærri þrjátíu ára gömul. Koffrið Í bók sinni lýsti Hooker koffrinu ásamt lýsingu sinni á búningnum, djásni miklu sem aðeins brúðir báru. Í gömlu aðfangaskrá V&A safnsins sem Elsa skoðaði var koffursins ekki getið og fylgdi ekki búningnum, hvorki þá né síðar - fyrr en nú! Í grein sem einn safnvörður V&A skrifaði nýlega kemur fram að árið 1869 seldi dr. Hooker safninu búninginn og hemp- una og allt sem þeim fylgdi, nema koffrið, fyrir 105 pund.13 Þremur árum síðar, eða 1872, gaf dr. Hooker hins vegar safninu koffrið. Af einhverri ástæðu var það ekki sameinað búningnum og hefur lengst af verið geymt með öðrum silfurmunum safnsins en K o f f r i ð s e m n ý l e ga u p p göt va ð i s t a ð v æ r i h l u t i a f í s l e n s k a b ú n i n g n u m á V & A . ( B i r t m e ð l e y f i V i k t o r í u & A l b e r t s s a f n s í L u n d ú n u m . ) Fa n ga m a rk S i g r í ð a r M a g n ú s d ó t t u r á m i ð h l e k k k o f f u r s i n s . ( B i r t m e ð l e y f i V i k t o r í u & A l b e r t s a f n s í L u n d ú n u m . )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.