Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 13

Hugur og hönd - 2019, Side 13
 2019 HUGUR OG HÖND 13 BÓKBAND H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Súsanna Jónsdótt ir Sigurþór Sigurðsson bókbindari fæddist 23. september 1954 í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans voru Sigurður Þorbjörnsson f. 1927 d. 2016, verkstjóri í fiskvinnslu og Ásta Stefánsdóttir f. 1927. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum til ársins 1960 og flutti þá í Skerja- fjörðinn í Reykjavík. Hann vann aðallega við fiskvinnslu og bif- reiðaakstur til ársins 1982. Sigurþór hefur mikinn áhuga á íslensku bókbandi og hefur safnað innbundnum bókum í langan tíma ásamt tækjum til notkunar við bókband. Hann hefur meðal annars komið því til leiðar að nú er sérsafn um bókbandsverk ýmissa manna í þjóðdeild Landsbókasafns Íslands. Það safn telur í dag verk 120 bókbindara. Einnig er hann að vinna við ágrip af sögu íslensks bókbands. Nám og vinna Á unglingsárum var hann hálf- gerður bókaormur, safnaði bókum sem hann svo batt inn sjálfur. Upphafið að bókbandsstarfinu má rekja til þess að hann fór á námskeið í Myndlista- og handíða- skólanum hjá Helga Tryggvasyni til að binda inn sínar eigin bækur. Hann útskrifaðist sem bókbindari frá Iðnskólanum í Reykjavík 1986 og fékk meistararéttindi árið 1988. Verklega námið fór fram í prentsmiðjunni Gutenberg við Þingholtsstræti. Sigurþóri líkaði svo vel við bókbandið að hann hefur eingöngu starfað við það frá árinu 1986. Á árunum 1994-1995 lærði hann listbókband í Englandi í Guildford College of Further and Higher Education og útskrifaðist þaðan með besta námsárangurinn. Þar lærði hann m.a. að gylla bækur með blaðgulli og ýmsar skreytiað- ferðir. Sigurþór starfaði í prentsmiðj- unni Gutenberg til ársins 1989. Þá hóf hann störf hjá Landsbókasafni Íslands og vann þar til ársins 1992.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.