Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 15
 2019 HUGUR OG HÖND 15 Sagan Bókband á sér langa sögu og hefst skömmu eftir að bókin kemur til sögunnar. Á Íslandi er talið sennilegast að ritlist hafi hafist skömmu eftir kristitökuna árið 1000 og fyrstu bækurnar hafi verið kirkjurit sem komu með prestum sem sóttu menntun sína til útlanda, aðallega til Þýska- lands, Frakklands og Englands. Þegar þessar bækur gengu úr sér og kirkjuleg rit, aðallega messu- bækur voru þýddar á íslensku má segja að bókagerð hefjist. Bók- bandið hófst um leið og ritlistin þar sem bókband er stór hluti af bóka- gerðinni. Margbreytilegt band hefur tíðkast frá upphafi svo sem skrautband á dýrum guðspjalla- og messubókum. Algengara var þó ódýrara band þar sem bókfellið var bundið í tréspjöld og hvorki kjölur né spjöld klædd skinni og óskreytt. Spjöldin voru þykk og þar með þung á ferðalögum presta um sóknir og þá fóru menn að sauma kverin beint í skinnið sem var tals- vert stærra en kverið og myndaði þá nokkurs konar poka utan um það. Oft var skinnið verkað á þann hátt að hárið var látið halda sér og af því drógu bækur nöfn sín svo sem Rauðskinna og Gráskinna. Árið 1585 setti Guðbrandur biskup Þorláksson upp bókbands- stofu á Hólum. Talið er að bókband Guðbrands hafi mótað iðnina fram á 19. öld. Spjöld voru úr tré og klædd skreyttum skinnum. Á árunum fram að seinni heimsstyrjöldinni voru flestar bækur bundnar inn í höndum því bókbandsvélar voru fáar. Venja var að binda bækur inn í skinn eða bókbandsléreft. Á millistríðsárunum þekktist aðeins til brotvéla, saumavéla og gyllingarvéla. Öll önnur bókbands- vinna var gerð í höndum. Í síðari heimsstyrjöldinni jókst bóka- og blaðaútgáfa og þá bárust ný efni til bókbands til landsins. Þó nokkuð var þó bundið í skinn á þessum árum. Í stríðslok og á árunum eftir stríðið fór fólk að hafa meira fé milli handanna, bókin varð vinsæl gjöf og bóksala jókst mikið. Þá komu til hraðvirkar vélar, brot- vélar, saumavélar og rafknúnir hnífar. Þar með margfölduðust afköstin. Á árunum 1970-1981 jók enn á tækjakost við bókband og um 1990 var flest bókband unnið í vélum. Áhöld og starfsaðferð Helstu áhöld, verkfæri og efni- viður við handbókband eru sauma- stóll, pressur, filettar, stimplar (gyllingaráhöld) og ýmisskonar leður, pappi og pappír. Þegar gömul bók er bundin inn þarf að byrja á að velja efniviðinn þ.e. skinnband í djúpfals og ákveða litinn á skinninu. Valið fer eftir innihaldi og aldri bókar og í sam- ræmi við bókarkápu. Með hliðsjón af því eru gerð og litur saurblaða valin. Vinnan hefst á að leysa upp bókina þ.e. skera á saumþræðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.