Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 18

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 18
18 HUGUR OG HÖND 2019 Í Þjóðminjasafni Íslands eru varðveitt rúmlega 60 glituð söð- uláklæði og mörg til viðbótar á minja- og byggðasöfnum á Íslandi sem flest eru frá 19. öld. Í þessari grein er fjallað um söðuláklæðin, gerð þeirra, notkun og sérkenni og komið inn á þann mun sem er á glitofnum og glitsaumuðum áklæðum. Það sem einkum vekur athygli við söðuláklæðin er að þau eru alsett litfögru glitofnu eða glitsaumuðu munstri á svörtum einskeftugrunni. Rýnt verður í munsturhefðina, hvað einkennir hana og hvaðan munstrin eru hugsanlega upprunnin. Þá verða skoðaðir þeir litir sem ríkja á söð- uláklæðum og leitt getum að úr hvaða plöntum bandið var litað. Söðuláklæði voru lögð yfir gömlu kvensöðlana, sem hér voru notaðir fram yfir miðja nítjándu öld og þau virðast hafa átt sitt blómaskeið á 19. öldinni. Þau lögð- ust af þegar djúpu kvensöðlarnir viku og teknir voru upp ,,ensklag- aðir kvensöðlar“, undir eða um 1880.1 Í bók Jónasar Jónssonar á Hrafna- gili Íslenskir þjóðhættir segir um gömlu söðlana: ,,Yfir söðulsveifina var svo lagður glitofinn dúkur, allur ofinn með bláum og rauðum glitrósum. Endarnir voru látnir ganga fram í setuna og ofan, svo langt sem þeir gátu, og hylja bríkurnar sem mest. Dúkur þessi hét áklæði, og var það um tveggja álna breitt og þriggja álna langt. [...] Þegar riðið var í söðlum þessum, var áklæðið oft bundið með bandi utan um fætur þeirra fyrir ofan fótaskör- ina, líklega til þess að varna því, að ryk eða slettur næðu til fótanna – en hættulegt hefir það verið, ef nokkuð bar út af. Því var hætt, þegar kom fram á 19. öld.“2 Engin söðuláklæði hafa varð- veist frá 17. eða 18. öld enda textíll hér á landi jafnan nýttur þar til ekkert var eftir af honum. Í seinni tíð var alltaf talið að söðuláklæðin hafi verið glitofin, en komið hefur í ljós að sum þeirra eru glitsaumuð. Þá var afbrigðilegt glitspor notað til þess að líkja eftir íslenskum glitvefnaði. Talsverð nákvæmn- isvinna er að greina þar á milli. Hvítur tvinnaþráður var hafður með í uppistöðunni til að marka sporabreiddina og þannig auð- velda glitsauminn, en fjarlægður að verki loknu.3 Hefur svartur ein- skeftudúkurinn fyrst verið ofinn og þá glitsporin saumuð í dúkinn samkvæmt munstri. Nokkur af þeim söðuláklæðum sem eru tvídúka og saumuð saman í miðju eru glitsaumuð en ekki glitofin og kann það að stafa af því að víða hafi ekki verið til breiðir vefstólar til að vefa þau í einu lagi eða kunnátta í glitvefnaði ekki verið til staðar. Trúlega er fljótlegra að vinna söðuláklæðin á þennan hátt, þó ekki sé vitað hvort það hafi verið tilgangurinn með glitsaumnum. Það getur reynst erfitt að greina á milli glitsaums og glitvefnaðar, en þegar vel er að gáð má sjá að þar sem tveir litir mætast í ofnum glitsporum þá vefast litirnir hver inn í annan á litasamskeytum en í glitsaumi eru sporin aðskilin. Í rituðu máli á 20. öld er einna helst talað um söðuláklæði í sambandi við vefnaðartegund- ina íslenskt glit vegna þess að flest varðveitt áklæði eru glituð, þ.e. ofin með þeirri aðferð sem heitir íslenskt glit.4 Íslenskt glit virðist vera eina alíslenska vefn- aðartegundin og er frábrugðið Söðuláklæðin gömlu H ö f u n d u r : Ragnheiður Þórsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Þ jóðminjasafn Íslands, bir tar með leyfi safnsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.