Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Síða 22

Hugur og hönd - 2019, Síða 22
22 HUGUR OG HÖND 2019 saman í skil og er þeim brugðið utan um ystu glitþræðina í hverri sporasamstæðu.14 Ofnar eru tvær til þrjár einskeftuumferðir á milli glitumferða. Síðan er aftur stigið á glitskammel, skilhönkum brugðið fram og til baka um glitþræðina og þannig koll af kolli þar til glitsporið hefur náð réttri stærð. Það er haft jafn hátt og það er breitt, u.þ.b. fjórar til sex glitumferðir, en þannig er brugðið á gömlu áklæð- unum. Í seinustu umferð í hverju glitspori fer skilhönkin ekki undir glitþráðinn vinstra megin heldur fer hún yfir þráðinn og niður með- fram honum til að ljúka sporinu. Misjafnt er hvernig seinasta umferðin í glitsporinu er unnin, hvort skilhönkin er færð á nýjan stað í seinustu umferðinni eða sporið klárað og skilhönkin látin detta niður. Höfundi hefur fundist fallegast að færa þær skilhankir sem hægt er að færa í seinustu umferðinni en ef þeim fjölgar í næsta glitspori þá er fallegast að setja nýju skilhankirnar niður eftir að búið er að vefa einskeftu- umferðirnar á milli glitsporanna. Þegar spor í tveim litum liggja saman er munsturbandi beggja skilhanka brugðið um glitþráðinn á milli þeirra.15 Fyrst er brugðið í sporið vinstra megin og síðan haldið áfram til hægri. Litirnir grípa hver inn í annan ofan á glit- þræðinum og hylja hann. Fallegt þykir að vinna glitsporin ætíð eins, frá sömu hlið og halda sömu röð- inni, frá vinstri til hægri. Það kann að líta út fyrir að vera seinlegt að vefa íslenskt glit en eins og fram hefur komið hér í greininni, þá er það frekar fljótlegt, þegar vefarinn hefur náð aðferðinni til hlítar. Óhætt er að hvetja vefara og nemendur í vefnaði til að spreyta sig á þessari fornu aðferð okkar Íslendinga við að vefa munstur í veggmyndir eða nytjahluti. Jurtalitun í söðuláklæðum Að lokum verður hér gerð til- raun til að greina þá liti sem eru í ofangreindum áklæðum, en til að fá staðfestingu á hvaða plöntur eða litarefni er um að ræða þarf að efnagreina áklæðin. Litirnir hafa eflaust dofnað nokkuð þó að bláir og rauðir tónar séu ennþá lit- sterkir. Söðuláklæðin eru yfirleitt sauðsvört í grunninn en jurtalitað band í glitinu eða yfirbandinu, eins og það er kallað. Jurtalitun á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa sýnt fram á að menn hafi litað í yfir 5000 ár, t.d. á Indlandi og í Kína. Halldóra Bjarnadóttir segir í grein um jurtalitun að íslensk alþýða hafi að öllum líkindum kunnað skil á jurtalitun frá því á landnámstíð, hafi börkur, rætur, skófir, blóm og blöð verið notuð til litunar og beri gamall vefnaður, útsaumur og knipl vitni um það.16 Í Svarfdælasögu er sagt frá því að bræður á Bakka hafi verið sendir út af móður sinni að hausti til að sækja litgrös.17 Þetta sýnir að jurtalitun var stunduð hér á landi strax á landnáms- og þjóðveldisöld, M y n d 7: G l i t o f i ð e i n d ú k a s ö ð u l á k l æ ð i ( Þ j m s . 114 87 ) s e m s a g t e r a ð K r i s t í n V i g f ú s - d ó t t i r ( 17 97 - 18 8 2 ) f rá B re i ð a b ó l s t a ð í R a n g á r þ i n g i e y s t ra h a f i o f i ð .

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.