Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 33

Hugur og hönd - 2019, Page 33
til beggja hliða og mynda sveig. Sóleyjarnar eru bæði útsprungnar og óútsprungnar. Stilkar og lauf- blöð liggja neðst og teygja sig upp á milli sveiganna. Munstrið er saumað í samfelluna með silki- garni í gulum og gylltum litum. Aðferðin er flatsaumur, mislöng spor og fræhnútar.4 Leggir og blöð eru saumuð með flatsaum, sóleyjarnar eru saumaðar með mislöngum sporum og fræhnútar eru notaðir til að sýna fræflana í blómunum. Útsauminn í samfelluna gerði Elín Andrésdóttir (1881-1964). Elín fæddist í Galtarholti í Mýrar- sýslu en bjó og starfaði lengst af í Reykjavík. Hún var í Kvennaskól- anum í Ytri-Ey í Húnavatnssýslu og lærði að sauma á saumastofu Halldóru Ólafsdóttur í Reykjavík. Elín fór til náms til Kaupmanna- hafnar í Dansk Kunstflids- foreningsskole þar sem hún lærði handavinnu og í Dansk Husflidsforen- ingsskole í Kaupmanna- höfn þar sem hún var í kennaranámi.5 Elín var handa- vinnukennari við barnaskólann í Reykjavík og í Miðbæjarskólanum í Reykjavík.6 Sólveig Eiríksdóttir (1892-1972) kom einnig að gerð skautbúnings Alexandrínu og saumaði ásamt Elínu í samfelluna.7 Um Sólveigu var skrifað í Hug og hönd 2016. Til þess að finna réttu útsaums- gerðina fyrir munstrið á samfellu Alexandrínu drottningar saum- aði Elín Andrésdóttir prufu sem varðveitt er á Þjóðminjasafni Íslands (mynd 2).8 Í prufuna, sem er hluti af brennisóleyjarmunstri samfellunnar, eru saumuð þrjú laufblöð með þremur mismunandi útsaumsaðferðum en blómin sjálf eru ósaumuð. Í lýsingu um prufuna segir að eitt laufblaðið sé saumað með flatsaum þar sem notað er snúrusilki, annað sé saumað með flatsaum og notað flokksilki og það þriðja sé saumað með listsaum með flokksilki.9 Fyrir útsauminn í sam- felluna var útsaums- gerðin listsaumur valinn.10 Teikning af munstri sem talið er að hafi verið notað fyrir samfelluna er vað- veitt á Þjóðminjasafni Íslands (mynd 3).11 Munstrið er teiknað á brúnleita teiknipappírsörk og er blýantsteikning af brennisól- eyjarmunstri. Við samanburð á útsaumsmunstrinu á samfellunni og teikningunni sést að útsaumur- inn hefur fleiri atriði en teikningin. Á samfellunni eru saumuð sjö lítil laufblöð á stilkana vinstra megin og á háu stilkana hægra megin eru saumuð fimm lítil laufblöð og tveir blómhnappar en ekkert af þessu er á teikningunni. Munsturörkin sem ekki ber merki þess að hafa verið notuð til þess M y n d 1 a : S a m f e l l a n . M u n u r ú r s a f n e i g n Na t i o n a l m u s e e t í K a u p m a n n a h ö f n . M y n d 2 : Ú t s a u m s p r u f a n . M u n u r ú r s a f n - e i g n Þ j ó ð m i n j a s a f n s Í s l a n d s . Ú t s a u m s - s ý n i s h o r n , “ 19 21, 1975 173 .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.