Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 37
 2019 HUGUR OG HÖND 37 Rabarbari vex í mörgum görðum og oft er langt síðan hann hefur verið stunginn upp og honum skipt, en plönturnar hafa mjög gott af því á 10-15 ára fresti. Rótin, sem í raun er hnýði, gefur fallegan gulan lit og ekki þarf festi til að lita úr honum. Auk þess þarf frekar lítið magn af litunarefni og þess vegna getur verið gaman að stinga smá bút af rabarbaranum í garðinum og skella í litunarpottinn. Til að lita úr rabarbarahnýði þarf bút af hnýði sem er vel þveginn og saxaður niður. Hnýðið má nota ferskt eða þurrkað. Ef ætlunin er að þurrka hnýðið þá borgar sig að saxa það strax niður því að það verður mjög hart þegar það þornar. Best er að vigta hnýðið fyrst og nota 2 hluta af ull á móti hverjum hluta þess. Leggið ullina í bleyti í vatn og kreistið allt loft úr henni til að tryggja að hún sé gegnblaut þegar litunin hefst. Saxið því næst hnýðið smátt og sjóðið í nægu vatni í a.m.k. eina klukkustund. Þá eru bitarnir síaðir frá. Hugsanlega má geyma þá og sjóða aftur í vatni til að fá ljósari lit seinna. Þegar litunarlögurinn hefur kólnað niður á handheitt (40°C) er ullin, sem legið hefur í bleyti í klukkustund eða yfir nótt, sett í löginn og hituð rólega upp í 80°C. Best er að það taki minnst eina klukkustund að hitna í 80 gráður. Ullin er látin krauma við það hita- stig í eina klukkustund. Þá er hún látin kólna í litunarleginum, jafn- vel yfir nótt. Ullin er síðan skoluð og kreist og lögð til þerris. Liturinn sem hnýðið gefur er brúngulur en með því að skola litaða bandið í smá edikvatni fæst ljósgulur og ef skolað er með ammóníakvatni (salmíak) verður liturinn bleikleitur. Eftirmeðhöndlun með kopar gefur svo grænan lit. Litun með rabarbararót H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Brynhildur Bergþórsdótt ir Í m i ð j u n n i e r u t v æ r h e s p u r s e m e r u l i t a ð a r m e ð ra b a r b a ra h n ý ð i . H æ g ra m e g i n e r u t v æ r h e s p u r s e m h a f a ve r i ð m e ð h ö n d l a ð a r m e ð s a l m í a k i . T i l v i n s t r i s é s t g u l u r l i t u r s e m f æ s t m e ð e f t i r m e ð h ö n d l u n m e ð e d i k i o g g r æ n n m e ð k o p a r s a l t i . R a b a r b a r i a ð vo r i . R a b a r b a ra h n ý ð i - ó s k o r i n . R a b a r b a ra h n ý ð i - s k o r i n .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.