Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 37
2019 HUGUR OG HÖND 37
Rabarbari vex í mörgum görðum og
oft er langt síðan hann hefur verið
stunginn upp og honum skipt, en
plönturnar hafa mjög gott af því
á 10-15 ára fresti. Rótin, sem í
raun er hnýði, gefur fallegan gulan
lit og ekki þarf festi til að lita úr
honum. Auk þess þarf frekar lítið
magn af litunarefni og þess vegna
getur verið gaman að stinga smá
bút af rabarbaranum í garðinum
og skella í litunarpottinn.
Til að lita úr rabarbarahnýði þarf
bút af hnýði sem er vel þveginn og
saxaður niður. Hnýðið má nota
ferskt eða þurrkað. Ef ætlunin er
að þurrka hnýðið þá borgar sig að
saxa það strax niður því að það
verður mjög hart þegar það þornar.
Best er að vigta hnýðið fyrst og
nota 2 hluta af ull á móti hverjum
hluta þess. Leggið ullina í bleyti í
vatn og kreistið allt loft úr henni
til að tryggja að hún sé gegnblaut
þegar litunin hefst. Saxið því næst
hnýðið smátt og sjóðið í nægu
vatni í a.m.k. eina klukkustund. Þá
eru bitarnir síaðir frá. Hugsanlega
má geyma þá og sjóða aftur í vatni
til að fá ljósari lit seinna.
Þegar litunarlögurinn hefur
kólnað niður á handheitt (40°C)
er ullin, sem legið hefur í bleyti í
klukkustund eða yfir nótt, sett í
löginn og hituð rólega upp í 80°C.
Best er að það taki minnst eina
klukkustund að hitna í 80 gráður.
Ullin er látin krauma við það hita-
stig í eina klukkustund. Þá er hún
látin kólna í litunarleginum, jafn-
vel yfir nótt. Ullin er síðan skoluð
og kreist og lögð til þerris.
Liturinn sem hnýðið gefur er
brúngulur en með því að skola
litaða bandið í smá edikvatni
fæst ljósgulur og ef skolað er með
ammóníakvatni (salmíak) verður
liturinn bleikleitur.
Eftirmeðhöndlun með kopar
gefur svo grænan lit.
Litun með rabarbararót
H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Brynhildur Bergþórsdótt ir
Í m i ð j u n n i e r u t v æ r h e s p u r s e m e r u l i t a ð a r m e ð ra b a r b a ra h n ý ð i . H æ g ra m e g i n e r u t v æ r h e s p u r s e m h a f a ve r i ð m e ð h ö n d l a ð a r
m e ð s a l m í a k i . T i l v i n s t r i s é s t g u l u r l i t u r s e m f æ s t m e ð e f t i r m e ð h ö n d l u n m e ð e d i k i o g g r æ n n m e ð k o p a r s a l t i .
R a b a r b a r i a ð vo r i . R a b a r b a ra h n ý ð i - ó s k o r i n . R a b a r b a ra h n ý ð i - s k o r i n .