Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 39

Hugur og hönd - 2019, Page 39
 2019 HUGUR OG HÖND 39 96x105 cm og allt saumað með refilsaumi. Efst er texti á latínu þar sem segir í íslenskri þýðingu; „Rödd þeirra hljómaði um alla jörðina og orð þeirra til enda ver- aldar.“ Klæðið mun vera frá miðri 16. öld og barst til Kaupmanna- hafnar á 19. öld. Guðrún Hadda var tiltölulega nýflutt í nágrenni Miklagarðs í Eyjafjarðarsveit þegar hún komst að tilurð altarisklæðisins. Hún hafði áhuga á að vinna með klæðið í sinni listsköpum en langaði til að fleiri kynntust þessu merki- lega textílverki og auglýsti eftir áhugasömum aðilum. Til varð lítill hópur kvenna um verkefnið og leiddi Hadda þær í gegnum ferlið við munsturgerð og að búa til munstur úr munstri. Afraksturinn var sýndur i Smámunasafninu í Sólgarði Eyjafjarðarsveit sumarið 2015 og kenndi þar ýmissa grasa. Einnig unnu nemendur Hrafna- gilsskóla myndir út frá klæðinu sem voru á sýningunni. Altarisdúkur og átta gólfteppi Bryndís hafði snemma í ferlinu fengið þá hugmynd að gera altaris- dúk og í samráði við sóknarnefnd Saurbæjarkirkju varð það úr og einnig að vefa gólfteppi í kirkjuna, sem Inger og Guðrún Hadda höfðu frumkvæði að. Bryndís sótti hugmyndir að munstri í dúkinn í altarisklæðið fyrrnefnda frá Miklagarði, en litirnir í verkin koma úr Saurbæj- arkirkju. Þó kirkjan sé ómáluð að innan er málað skrautverk í milli- gerð og í kringum altarið. Einnig er predikunarstóllinn málaður. Blár og rauður eru mest áberandi litir. Bláa litinn notaði Bryndís sem grunnlit í altarisdúkinn. Hún óf efnið sjálf úr einbandi sem var sérlitað hjá Ístex fyrir verkið. Munstrið er saumað með refilsaumi, með einbandi, og valdi Po s t u l a k l æ ð i ð . Na t i o n a l m u s e e t , K ø b e n h a v n , I n v. No . 15 37 9 , 18 5 6 .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.