Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 43

Hugur og hönd - 2019, Page 43
 2019 HUGUR OG HÖND 43 H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Guðrún Helga Jónsdótt ir Nálaprillur, einnig kallaðar fjaðranálhús, fjaður- nálhús eða einfaldlega nálhús, eru lítil handsaumuð veski með bútum úr fjaðurstöfum, oftast úr álftum eða mávum. Prillan er saumuð utan um stafina og lok haft yfir til að halda nálunum á sínum stað. Hefur þetta verið mjög persónulegur hlutur þar sem hver einasta stúlka og kona þurfti að hafa nálar sínar á vísum stað. Fyrir utan að sauma og gera við fatnað sá kvenfólk um skógerð og bætur á þeim. Í nálaprillum á söfnum landsins fylgja oft nálar ofan í fjaðurstöf- unum og eru þær í nokkrum stærðum og gerðum. Elsta heimild um nálaprillu sem fannst við þessi greinaskrif er vísa eftir Pál Jónsson Vídalín, lögmann (1667-1727). Hann orti vísu um nálaprillu Þrúðar Þorleifsdóttur biskupsfrúar á Hólum (1666-1738). Upp eg lokið ekki get, nema öðru megin, horfið þið á að hún er dregin holinu neðra varð ég feginn (úr Vísnabók Páls Vídalíns) Í bókinni Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili er talað um nálhús sem smíðuð voru úr tré og nálaprillur sem voru gerðar úr 5-6 álftafjaður- stöfum og utan um þá var eltiskinn en eins og Jónas segir: „saumar voru og á milli fjöðurstafanna. Síðan var þetta klætt með klæði eða silki og var það saumað niður milli fjöðurstafanna að framan en slétt bakatil. Útsaumur eða snúrulagningar voru á prillunum að framan og sömuleiðis á lokinu, stundum útsaumað fangamark eigandans. Svo var lok, sem lagðist yfir opin, og var því hneppt í hnapp á miðri prillunni“ (Jónas Jónasson, 1961, bls. 124). Þessi tegund af nálhúsum var greinilega enn vel þekkt um og eftir aldamótin 1900 en Jónas safnaði upplýsingum um þjóðhætti á landinu á árunum 1910 til dauðadags 1918 (Halldóra Rafnar, bls. VII). Ef skoðaðar eru spurningaskrár Þjóðminjasafns Íslands frá árunum 1964-1990 þar sem spurt er um nálaprillur eru þær greinilega vel þekktar en svarendur eru fæddir á árunum 1884-1925. Þó eru nokkrir sem höfðu ekki heyrt um þær (t.d. ÞÞ 9889, 9908) sem þarf ekki að þýða að fólk hafi ekki vitað um hvaða hlut er að ræða eins og karl fæddur 1893, sem kannaðist ekki við nafnið en lýsir síðan nálhúsi með leggjum úr fjöðrum. Hann segir einnig að hver kona og stúlka hafi átt sitt nálhús og nálar og hafi oft verið vinagjafir (ÞÞ 1719). Hver tegund af nál var geymd í sínu hólfi eða fjaðurstaf svo auðvelt var að finna þær (ÞÞ 9820, ÞÞ 2041). Geymdu konurnar nálaprillurnar sínar í pilsvasanum en þær sáu yfirleitt um skógerð og viðhald skinnskóa (ÞÞ 2822, 929). Þessu lýsir Guðmundur Þorsteinsson ítarlega í bók sinni Horfnir starfshættir. Nálar voru af nokkrum gerðum og helst voru þrjár stærðir notaðar við skósaum. Minnstu nálarnar voru Nálapri l lurnar í Skógasafni M y n d 4 : S k ó n á l a r a f ý m s u m s t æ r ð u m .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.