Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 44

Hugur og hönd - 2019, Side 44
44 HUGUR OG HÖND 2019 notaðar við saum á leðurskóm, meðalstórar til að bæta þá og stærstu til að verpa skóna. Lagið á nálunum var líkt og spjótsfjöður með hrygg eftir miðju og þynntist út til eggjanna (Guðmundur Þorsteinsson, 1990, bls. 35-37). Algengt er að þess háttar nálar séu í nála- prillunum í Byggðasafninu í Skógum (mynd 4) Þar er að finna í hið minnsta sautján nálaprillur af þeirri tegund sem fjallað er um hér. Um aldur þeirra allra er ekki vitað með vissu en þær konur sem gerðu þær eru flestar fæddar í kringum 1850-1880. Prillurnar eru því líklegast frá um 1865-1920. Þær eru mismun- andi að stærð og útliti en flestar þeirra eru svartar að lit með nokkrum undantekningum. Lokið, sem er stundum úr annars konar efni, er oft skreytt með einföldum útsaumi. Oft er útsaumurinn blóm, tígull, hjarta eða jafnvel bókstafur sem er þá upphafsstafur eigandans. Sumar eru óskreyttar líkt og R-3577 (mynd 2 og 3). Lokið er fest með tölu eða hnappi en sumar nálaprillur eru lokaðar með bandi sem er stungið í gegnum veskið og síðan snúið utan um það (sjá mynd 7). Ekki eru þær allar með eltiskinni utan um fjöður- stafina eins og lýsing Jónasar í Íslenzkum þjóðháttum segir til um. Fjaðurstafirnir, sem eru frá þremur upp í sex, geyma síðan nálarnar. Stærð nálaprillanna er í kringum 7-11 cm á hæð og um 4-6 cm að breidd. Fyrir utan svartar nálaprillur voru þær í öðrum litum eins og t.d. í gulum (mynd 6) og bláum lit (mynd 1 og 5). Heimildir Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands: Svörin eru á sarpur.is Spurningaskrá 12, Skinnaverkun og skógerð: ÞÞ 1719/1964-2 karl f. 1893 ÞÞ 2041/1964-2 kona f. 1903 ÞÞ 929/1964-2 karl f. 1893 Spurningaskrá 74 Fatnaður og saumur: 9889/1990-3 kona f. 1925 9908/1990-3 kona f. 1898 9820/1990-3 kona f. 1908 Spurningaskrá 24 Heyannir II: 2822/1971-3 karl f. 1888 Ritaðar heimildir: Guðmundur Þorsteinsson (1990). Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum. Reykjavík: Örn og Örlygur. Halldóra Rafnar, „Að horfa hátt og hugsa hátt“. Í Jónas Jónasson frá Hrafna- gili, Íslenzkir þjóðhættir (4. útgáfa). Reykjavík: Opna, 2010. I-XIII. Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1961). Íslenzkir þjóðhættir (3.útgáfa). Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja h.f. Páll Jónsson Vídalín (1897). Vísnakver. Jón Þorkelsson sá um prentun. Kaupmannahöfn: S.L. Möller á kostnað Sigurðar Kristjánssonar. Ljósritað eintak á: https://archive.org/details/vsnakverplslgma00unkngoog/page/ n264 M y n d 5 : H é r s é s t ve l h ve r n i g e l t i s k i n n e r s a u m a ð f y r s t u t a n u m f j ö ð u r s t a f i n a o g s í ð a n k l æ t t m e ð t a u i ( R- 2 34 9 ) . M y n d 6 : G u l f l a u e l s n á l a p r i l l a m e ð ró s ó t t u l o k i o g b a n d f e s t i n g u ( R- 2 01 ) . M y n d 7: Ná l a p r i l l a m e ð b a n d i t i l f e s t i n ga r ( R- 19 0 8 ) . M y n d 5 M y n d 6 M y n d 7

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.