Hugur og hönd - 2019, Page 50
50 HUGUR OG HÖND 2019
Anna Snædís Sigmarsdóttir hefur
um árabil gert bækur þar sem hún
blandar saman bókagerðarlist og
grafíklist. Hugmyndafræðin á bak
við grafíklistaverk Önnu Snædísar
tengjast fagurfræði náttúrunnar,
en hún leitar í nærumhverfi sitt
sem er þakið hrauni, mosa og vill-
tri náttúru. Í bókverkin notar hún
blandaða tækni bæði grafíkþrykk,
teikningar og letur en þar má sjá
tilvísun í náttúruna og samfélags-
lega tengda hluti. Í verkum hennar
má sjá jarðliti, grófa línulega áferð
sem minnir á óreglulegt hraun-
rennslið og djúpar rispur sem ýtir
undir kraftinn í náttúrunni.
Anna útskrifaðist árið 1994 úr
grafíkdeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og hefur einnig
lokið kennslufræði og M.Ed gráðu
í list- og verkgreinum frá H.Í.
Anna er kennari við Hönnunar- og
nýsköpunarbraut Tækniskólans í
Reykjavík. Hún er í stjórn félags-
ins Íslenskrar grafíkur og er einnig
meðlimur í Bókagerðarfélaginu
ARKIR sem er bókverkahópur sem
býr til og sýnir saman bókverk.
Anna Snædís hefur kennt grafík,
pappírs- og bókagerð og haldið
sýningar á verkum sínum víða um
lönd.
„Grafík og bókverkagerð er frá-
bær blanda. Þegar teikning, letur
og þrykk kemur saman þá verður
til góð blanda. Sem grafískur
myndlistarmaður er það mikil-
vægt að miðla list sinni á nýjan
hátt til áhorfenda, fyrir mig er bók-
verkaformið sem er fullt af orðum
og teikningum góð leið til þess að
útskýra listformið. Áhugaverðast
við það að vera grafískur myndlist-
armaður er þrykkið sjálft. Þú veist
aldrei hver niðurstaðan verður og
tilhlökkunin við að halda áfram er
óendanleg.“
Bækur sem list
H ö f u n d u r : Brynhildur Bergþórsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Anna Snædís Sigmarsdótt ir
H ú s m æ ð u r 2 0 . a l d a r i n n a r.